Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 241
Villingurinn og lýðrœðið
239
sinn eða megin í neitt áþreifanlegra en það sem upplýsingarmenn - heim-
spekingarnir: sumir, margir, flestir - hafa nefnt skynsemina. I skugga lög-
málsins um mátt (og skynsemi) hins sterka kviknar þessi neisti af óljósum
uppruna og hfir, af einhverjum ástæðum, hér og þar; ef til vill hér og nú.
Þessi hugmynd um skilyrðisleysið, eða þessi skilyrðislausa hugmynd, er ekk-
ert annað og meira en - hvorki meira né minna en - frumhœfing þeirrar
skynsemi sem er einmitt ekki í þjónustu hins sterka.57 Þessi skynsemi slær
hugmyndinni um skilyrðisleysið - sem er til dæmis engan veginn óskyld
réttlætinu58 - fram án sönnunar og án annarrar réttlætingar en þeirrar sem
býr í henni sjálfri og hlýtur því ætíð að birtast okkur í líki klifunar eða flatn-
eskju: hið skilyrðislausa, krafan um hið skilyrðislausa er - af því að það er
(skilyrðislaust).
Togstreitan milli sjálfræðisins og hins skilyrðislausa er vafalaust óendanleg.
Hvernig á að bregðast við þeirri uppgötvun? Hvað ber að gera? I síðari hluta
bókar sinnar tengir Derrida afbygginguna svokölluðu við umrædda mót-
sögn. Verkefnið felst í því að „draga í efa, gagnrýna, afbyggja" hvorn þátt
mótsagnarinnar í nafni hins.59 Þetta verkefni tilheyrir samkvæmt Derrida
sviði „hins ó-mögulega“, en ekkert verkefni gæti þó verið brýnna að hans
mati, því það varðar sjálfan arf upplýsingarinnar og framtíð skynseminnar, ef
ekki framtíðina sjálfa: möguleikann á viðburðinum og uppgötvuninni, á því
að eitthvað (nýtt) eigi sér stað og á því að hið ókunna, það sem er annað
og/eða öðruvísi, geti fundið sér leið til okkar.60 Með öðrum orðum felst í
þessari viðleitni „eina leiðin til þess að gera sér í hugarlund, á skynsamlegan
hátt, eitthvað í líkingu við framtíð og umbreytingu skynseminnar".61 Þannig
stígur afbyggingin fram á sviðið, í lok bókarinnar um villingana, sem hvorki
meira né minna en „skilyrðislaus skynsemishyggja" sem starfar „í nafni
upplýsingarinnar í vændum“.62
Derrida minnir á að í heimspeki Kants er orðið „heimur“ í hópi hugsjóna
skynseminnar.63 Trúnaðurinn við slíka hugsjón er í hópi brýnustu hugðar-
efna í þeim heimi þar sem valdbeiting hins sterka - sem slær meðal annars,
eins og ekkert sé, eign sinni á lýðræðið og skynsemina — virðist í þann mund
að fara úr böndunum. Andspænis þessari sjálfsupphafningu, þessari sjálf-
hverfingu máttarins og sjálfræðisins verður, í nafni hins ó-mögulega, að
halda opnum möguleikanum á hinu óvænta, hinu ófyrirséða og hinu óút-
reiknanlega - því sem er frábrugðið okkur en býr í okkur og er „stærra og
eldra“ en við.64 Til að þetta, eitthvað annað, geti ef til vill átt sér stað.
57 Sbr. sama rit, s. 195-196.
58 Sjá sama rit, s. 123,184,205-209.
59 Sjá sama rit, s. 197.
60 Sjá sama rit, s. 197-198.
61 Sama rit, s. 199.
62 Sama rit, s. 197. Sjá einnig s. 209, þar sem Derrida talar í tvígang um „skynsamlega afbyggingu" („une
déconstruction rationneUe").
Sjá sama rit, s. 125,171.
Sama rit, s. 123.
63
64