Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 94
92
Davíð Kristinsson
höfn, var danskt menntalíf í miklum blóma. Þá stóð mestur ljómi af Brand-
es, og aðalkennari Agústs og vildarvinur, Harald Höffding, var heimsfrægur
maður af ritum sínum um heimspeki og sálfræði. Sennilega hefur aldrei,
hvorki fyrr né síðar, verið álitlegra að nema heimspeki við Hafnarháskóla en
einmitt þá.“20 Matthías Jochumsson var ásamt Hannesi Hafstein í hópi
þeirra íslensku menntamanna sem þekktu Brandes persónulega og fór það
ekki framhjá honum þegar Brandes „deildi við Höffding um Nietzsche;
þóttist Brandes hafa fundið í honum laglegan gullfisk. En Höffding kvað
óðara upp þann dóm um Nietzsche, sem allsherjar skoðun manna hefur nú
staðfest.“21 Hoffding þótti grein Brandesar um Nietzsche í Tilskueren óhóf-
leg lofræða og svaraði með „Demokratisk Radikalisme“ á sama vettvangi
(nóv.-des. 1889). Sem nemandi og vinur Hoffdings var Ágúst því í góðri að-
stöðu til að kynna sér heimspeki Nietzsches.
Agúst var fyrsti styrkþegi sjóðs Hannesar Árnasonar til eflingar heim-
spekilegum vísindum á Islandi 1901-1904 sem hann nýtti sér til að stunda
„framhaldsnám um þriggja ára skeið við beztu háskóla í Þýzkalandi og víð-
ar.“22 Hannesar Árnasonar fyrirlestra sína flutti hann í Reykjavík 1904-1905
og voru þeir gefnir út í hinu vinsæla riti hans Yfirlit yfir sögu mannsandans
(1905-1915).23 Árið 1905 birti Ágúst ferðasögur í tímaritinu Óðni af slóð-
um Goethes, Byrons og Schillers, og í árslok birtist fjórða greinin „Utan úr
heimi“ um Nietzsche. Þar greinir frá því er hann fór í sumarleyfinu með
nokkrum námsmönnum, sem hann hafði kynnst við háskólana í Zurich og
Strassborg, „yfir Sviss þvert og endilángt, uppá háfjöll í austanverðu Sviss og
þaðan fótgángandi niður á Norðurítalíu"; „er við komum að Si/s Maria, höfð-
um við nokkra töf, því minningin um Friedrich Nietzsche, sem dvaldi þar
lángvistum hvert sumrið af öðru eftir að hann fór að missa heilsuna, heillaði
hugi okkar, enda reit hann þar að miklu leyti langmerkasta ritið sitt: Svo
mœlti Zaraþústra.“ (67) „Við vorum öll vel kunnug kenningum Nietzsches,
þó skiftar væru skoðanir okkar á ritum hans og ritferli, en eitt kom okkur
saman um, að hann væri einhver hinn hugprúðasti og jafnframt andríkasti
rithöfundur, sem uppi hefur verið á vorum tímum, og að takmark hans væri
mikið og háleitt. En það var aðalhugsjón hans að lyfta mannkyninu á æðra
stig, fá það til að afneita vesalmennskunni í hug og hjarta, en framleiða æ
20 Símon Jóh. Ágústsson, „Ágúst H. Bjarnason - útfararræða", Morguni/aðið 6. okt 1952.
21 Matthías Jochumsson, Sögukajlar af sjálfum mér, Reykjavík: Isafoldarprentsmiðja, 1959, s. 194.
Matthías bætir við um Nietzsche: „Hinn helsjúki sálspekingur byggði að vísu betur en hann vissi, því
að með ,Umwertung aller Werte* stakk hann á kýli hinnar rótlausu og rotnu siðmenningar, sem nú
birtist öllu mannkyni í heimsófriðinum." I bréfi dagsett 16. ágúst 1899 skrifar Matthías Hannesi
Hafstein (Kristján Albertsson (ritstj.), BréfMatthíasar Jochumssonar tilHannesar Hafsteins, Reykjavík:
Isafoldarprentsmiðja, 1959, s. 70): „Eg hef nýlesið í amerískum tímaritum margt og mikið um Jiann
tröllriðna og ívið tannhvassa vesling Nietzsche - ári vel ritað - einkum grein eftir Carus [...]. Eg vil
reyna að samansetja eitthvað smá-slúður om N. þennan. En reyndar er hann stórmerkilegt, alvarlegt
og tragiskt fenomen - eins og þú veizt. Af hans sál hafa ótal menn einhvern keim, þ. e. fin-de-siéc-
le-menn, og bæði þú og ég líka, en þín heiðríka sál miklu meir.“ (70) Bandaríski heimspekingurinn
Paul Carus (1852-1919), fæddur og menntaður í Þýskalandi, er höfundur Nietzsche and OtherExpon-
ents of Individualism (Chicago: Open Court, 1914).
22 Símon Jóh. Ágústsson, „Ágúst H. Bjarnason - útfararræða".
Sjá Gunnar Harðarson, „íslensk heimspeki", Heimspekivefurinn (heimspeki.hi.is).