Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 132
130
Davíð Kristinsson
í „Hvers er Nietzsche megnugur?" er rætt um Nietzsche-túlkanir þriggja
heimspekinga. I samanburði við Vilhjálm Arnason og Róbert H. Haralds-
son er sérstaða Sigríðar Þorgeirsdóttur þó nokkur og komið hefði til greina
að takmarka umfjöllun um Nietzsche-túlkanir í ljósi íslenskrar siðfræði við
þá fyrrnefndu. Ólíkt Vilhjálmi, sem hefur fyrst og fremst starfað á sviði sið-
fræðinnar, og Róberti, sem starfað hefur að fjölmörgum rannsóknarverkefn-
um á vegum Siðfræðistofnunar auk þess sem hann skrifaði doktorsritgerð
sína um Nietzsche frá siðfræðilegum sjónarhóli, er samband Sigríðar við
heimspeki Nietzsches ekki af jafn siðfræðilegum toga og nálgun Vilhjálms
og Róberts." Og þótt Sigríður hafi líkt og flestir íslenskir heimspekingar
komið að málefnum sem tengjast siðfræði er nálgun hennar fremur óhefð-
bundin frá siðfræðilegum sjónarhóli. Þrátt fyrir þessa sérstöðu hefði verið
óviðeigandi að sniðganga helsta íslenska Nietzsche-fræðinginn100 í fyrr-
nefndri grein og drógum við því fram það sem við álitum sameiginlegt
Nietzsche-túlkunum Sigríðar og þeirra Róberts og Vilhjálms, og þá sérstak-
lega þess síðarnefnda. Þannig er bent á ýmislegt sem er líkt, t.d. túlkunina á
endurkomukenningunni sem endurkomu hins sama^QÍ og ákveðna tilvistar-
spekilega nálgun.102 Við þetta má bæta einu atriði sem skiptir máli hér, þ.e.
túlkun Sigríðar á ofurmenninu sem ópólitísku og andlegu í inngangi henn-
ar að Svo mælti 'Zaraþústrœ. „Að vísu er að finna óra um ,valdapólitík‘ á
stangli í síðustu skrifum Nietzsches, en þeir eru ekki studdir heilsteyptri
stjórnmálakenningu, því Nietzsche beinir ekki sjónum að formgerð samfé-
lagsins (stjórnskipulagi og hagkerfi), eins og gert er í marxískri efnishyggju,
heldur fyrst og fremst að andlegu ástandi eða tilvistarkreppu nútímamanns-
ins í kjölfar ,dauða guðs‘. Engu að síður setja sumir skýrendur einmitt Zara-
þústru í samband við valdapólitík Nietzsches vegna hugmyndarinnar um ,of-
urmennið* eða ,Ubermensch‘ sem oft hefur verið túlkuð sem pólitísk
99 Af þessari ástæðu ræði ég Nietzsche-túlkanir Sigríðar frá öðrum sjónarhóli í „Nietzsche á hafi verð-
andinnarM, Hugur 2002.
100 Sigríður hefur þá sérstöðu að hafa skrifað bæði M.A.- og doktorsritgerð um heimspeki Nietzsches,
þá síðari undir leiðsögn Miiller-Lauters (1924-2001), eins virtasta Nietzsche-fræðings síðari hluta 20.
aldar, sem vann með M. Montinari að útgáfu verka Nietzsches og stýrði útgáfunni eftir dauða hans.
Sigríður er eini íslenski heimspekingurinn sem hefur fengið doktorsritgerð sína um Nietzsche útgefna
og hún er fram til þessa sú eina sem birtir texta á erlendum vettvangi Nietzsche-fræða: „Kunst,
Wahrheit und Frauenbilder in Nietzsches Philosophie", Gisela Völger (ritstj.), Sie und Er. Frauen-
macht und Mánnerherrschaft im Kulturvergleich, 2 bindi, Köln: Rautenstrauch-Joest Museum fúr Völ-
kerkunde, 1997, 2. bd., s. 179-184; „Metaphysik“, Henning Ottmann (ritstj.), Nietzsche Handbuch,
Stuttgart: Metzler Verlag, 2000, s. 281-283; „Die Kritik essentialistischer Bilder der Frauen in Nietz-
sches Spátphilosophie und ihre Bedeutung fúr philosophische Theorien der Geschlechterdifferenz",
Nietzsche Jahrbuch 5/6, 2000, s. 487-499; „Nietzsche’s Feminization of Metaphysics and its Signific-
ance for Theories of Gender Difference", Feminist Reflections on the History of Philosophy, Lilli Ala-
nen og Charlotte Witt (ritstj.), Kluwer Academic Publishers, 2004.
101 I „Hvers er Nietzsche megnugur?" eru Sigríður og Vilhjálmur gagnrýnd fyrir að tala óh'kt Nietzsche
sjálfúm um endurkomukenninguna sem eilífa endurkomu hins sama og loka þannig fyrir þá túlkun
Deleuze, sem mér virðist frjórri, að kenning Nietzsches fjalli í raun um eilífa endurkomu mismunar-
ins. Þótt Nietzsche sjálfúr tali hvergi um endurkomu hins sama er það nokkuð algengur skilningur í
Nietzsche-fræðunum. Þennan villandi viðauka má rekja aftur fyrir Karl Löwith til O. Ewald (Nietz-
sches Lehre in ihren Grundbegrijfen. Die ewige Wiederkunft des Gleichen und der Sinn des Ubermenschen,
Berlín: Hofmann, 1903) og E. Horneffer (Nietzsches Lehre von der Ewigen Wiederkunft des Gleichen,
Leipzig: Naumann, 1900). Hér gefst ekki rúm til að fjalla um greinarmun des Selben og des Gleichen.
102 Sjá Davíð Kristinsson og Hjörleifúr Finnsson, „Hvers er Nietzsche megnugur?“, s. 84-90.