Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 190
i88
Hjörleifur Finnsson
svið líf- og upplýsingatækni, sem snúa að „innri“ náttúru mannsins og sam-
skiptamynstri hans. I þessu felst þróunin frá ögunarsamfélögum til stýring-
arsamfélaga.
4. Orðrœða siðfrœðinnar
Þrátt fyrir gríðarlegan áhrifamátt sinn eru orðræður nýfrjálshyggjunnar og
líftæknivísindanna ekki óumdeildar. Eg hef áður minnst á gagnrýni vísinda-
manna á erfðafræðilega smættarhyggju. Hún hefur hins vegar verið lítt áber-
andi utan fræðageirans, og hefiir fengið litla umfjöllun í fjölmiðlum. Sið-
fræðin er sá vettvangur sem mest hefur borið á í umfjöllun um „framfarir" og
álitamál í líftæknivísindum og -iðnaði. Hún virðist vera sú orðræða sem hvað
helst veitir líftæknivísindunum aðhald.42 Sem gagnrýnin orðræða veltir hún
fyrir sér vandamálum sem spretta upp í tengslum við nýja tækni og fram-
leiðslu, til að finna á þeim lausnir eða setja þeim mörk.
Samfara uppgangi líftæknivísindanna á áttunda áratugnum í Norður-Am-
eríku verður til sérgrein innan siðfræðinnar: lífsiðfræði (bioethics). Hún hef-
ur að sérsviði fyrrnefnd vandamál sem verða til í framþróun líftæknivís-
indanna og varða breytta möguleika til „lækninga" og inngripa í gang
náttúrunnar. Með auknu samfélagslegu og efnahagslegu vægi líftæknivís-
indanna vex máttur og megin lífsiðfræðinnar. Breski heimspekingurinn
Stephen Toulmin gengur jafnvel svo langt að halda því fram að lífsiðfræðin
hafi bjargað siðfræði og jafnvel heimspeki Norður-Ameríku frá því að falla í
gleymsku og dá, þar sem lífsiðfræðin hafi komið siðfræðinni í tengsl við
raunveruleg vandamál sem fólki væru nátengd.43 Lífsiðfræðingar vestanhafs
hafa bundist tveimur samtökum sem hvor um sig telja meira en fimmtán-
hundruð meðhmi.44 Eitt af því sem gerir þessa undirgrein siðfræðinnar at-
hyglisverða er það hvernig ráðgjafarhlutverk hennar hefiir þróast, og þar með
augljós hagsmunatengsl hennar við þau samfélagsöfl sem kaupa slíka ráðgjöf.
Þessi öfl eru fyrst og fremst stórfyrirtæki í lyfja- og líftækni, eða með orðum
bandaríska lífsiðfræðingsins Carl Elliot:
Lífsiðfræðingar eru í aukavinnu sem ráðgjafar stórfyrirtækja, ráðgef-
andi stjórnarmeðlimir [stórfyrirtækja], sérfræðingar í málarekstri
iðnaðarins og meðlimir endurskoðunarnefnda ágóðarannsókna.
Fyrirtæki sem vitað er að hafi ráðið lífsiðfræðinga eru m.a. Glaxo-
42 Siðfræðin er langt því frá að vera einsleit hvað varðar orðræður og framleiðslu tæknivísinda og fijáls-
hyggju, en gróflega má þó skipta henni upp í siðfræði sem hefur tilhneigingu til þess að veija hvers-
konar framfarir og breytingar og hinsvegar siðfræði sem hefur tilhneigingu til að vera mótfallin. Hin
fyrrnefnda byggir oftar en ekki á sósíal-darwinískri hugmynd um manninn svo og vísindahyggju og
nytjahyggju. Hin síðarnefnda byggir á kantísk-kristilegri hugmynd um manninn og kantískri skyldu-
siðfræði. Sjá Anne Wolf, „Biomacht - Bio-Politik“, Die Philosophin 25 (2002), s. 36-53.
43 Sjá Stephen Toulmin, „How medicine saved the life of ethics“ [1973], ritstj. Demarco og Fox, New
Directions in Ethics, New York 1986, s. 265-281.
44 Sjá Carl Elliot, „Diary“, London Review ofBooks, 28. sept. 2002.