Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 201
Visindi, gagnrýni, sannleikur
199
indaheimspeki og er fjarri því að njóta jafn mikillar hylli hjá sanntrúuðum
rökgreiningarheimspekingum og verk Poppers, Quines og Putnams. Það
sem meiru skiptir er að Gerð vísindabyltinga opnaði nýja möguleika, nefni-
lega að taka sögulega, félagslega og jafnvel pólitíska þætti inn í umræðu um
vísindaheimspeki. Skyndilega fóru vísindaheimspekingar að fá áhuga á vís-
indasagnfræði og vísindafélagsfræði, sem áður þótti ekki koma heimspeking-
um innan rökgreiningarhefðarinnar við. Þótt Kuhn hafi í Gerð vísindabylt-
inga sýnt að vísindaleg þekking ráðist af fleiru en þekkingarfræðilegum
gildum, og að söguleg og félagsleg skilyrði skipti þar máh, þá snerist hann
mjög gegn vísindafélagsfræði, svo og túlkendum á hugmyndum hans sem
drógu þá ályktun að vísindaleg þekking væri afstæð viðmiðum (paradigm) og
þar með samfélagi og tíma, og að hún væri ekki að öllu leyti byggð á skyn-
samlegum rökum. En hann gat ekki haft stjórn á þeim áhrifum sem bók
hans hafði á engilsaxneska vísindaheimspeki.
Nú orðið geta yfirlitsrit í vísindaheimspeki vart litið fram hjá þeirri vísinda-
heimspeki sem Kuhn gerði mögulega. Sem dæmi um þetta er nýleg kennslu-
bók í vísindaheimspeki eftir bandaríska heimspekinginn Robert Klee: Inn-
gangur að vísindaheimspeki? Þar segir Klee frá hefðbundnum viðfangsefnum
rökgreinandi vísindaheimspeki í sex köflum, en snýr sér svo að Kuhn og sögu-
hyggju, félagsmótunarhyggju (social constructivism) og vísindagagnrýni femín-
ista áður en hann setur fram tvístígandi vörn fyrir raunhyggju. En hefðbund-
in rökgreinandi vísindaheimspeki er alls ekki dauð úr öllum æðum, þrátt fyrir
að „nýja“ vísindaheimspekin sé í örum vexti, sé frjórri að mínu mati og njóti
svo mikillar hylli meðal yngri vísindaheimspekinga að jaðrar við að tala megi
um kynslóðaskipti í vísindaheimspeki. Hefðbundin rökgreinandi vísinda-
heimspeki er enn ráðandi í heimspekideildum háskóla í hinum enskumælandi
heimi. „Nýju“ vísindaheimspekina er stundum að finna undir merkjum vís-
indasögu og -heimspeki (history andphilosophy of science, HPS), vísindafræða
(science studies) eða vísinda- og tæknifræða (science and technology studies,
STS), ásamt vísindasagnfræði og vísindafélagsfræði.
Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort þessi nýja vísindaheimspeki eigi eftir að
ná yfirhöndinni innan engilsaxneskrar vísindaheimspeki, eða hvort hún verði
hluti af sjálfstæðum fræðigreinum með lítið samband við háskólafagið heim-
speki. Hvað sem því líður, þá hefur nú opnast svið innan engilsaxneskrar vís-
indaheimspeki sem leyfir að félagslegir, sögulegir og jafnvel póhtískir þættir
komi inn í rannsóknir á vísindum. Þessir þættir hafa hingað til þótt lítt
áhugaverðir innan rökgreiningarheimspeki, en verið þeim mun mikilvægari
í meginlandsheimspeki. Með auknum áhuga á þeim hefur áhugi vaknað á
meginlandsheimspekingum sem hafa skrifað um vísindi, eins og frönsku
sögulegu þekkingarfræðingunum Bachelard og Canguilhem - og Michel
Foucault. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er vísindaheimspeki Foucaults,
ekki þróun rökgreinandi vísindaheimspeki eða tengsl hennar við megin-
landsheimspeki. Heimspekingurinn ungi, sem ég hitti á ráðstefnunni í Aust-
urríki, gaf í skyn að Foucault hefði ekki sett fram réttnefnda vísindaheim-
5 Robert Klee: Introduction to the Phitosophy of Science, Oxford 1997.