Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 79
Heimspeki sem hugvísindi
77
og heilindi af tilteknum toga, sem í heild eru bersýnilega menningarþróun-
arleg hending; þau hefdu alls ekki orðið til ef saga Vesturlanda hefði ekki
fallið í tiltekinn farveg. Af báðum þessum ástæðum mun ígrundaður skiln-
ingur á hugmyndum okkar og hvömm, sem ég held að almennt samkomu-
lag ríki um að teljist heimspekilegt markmið, fela í sér sögulegan skilning.
Hér leggur sagan heimspekilegum skilningi lið, eða er hluti af honum.
Heimspekin verður að læra þá lexíu að hugtakalýsing (eða nánar tiltekið,
hugtakagreining) er ekki sjálfri sér næg; og að fyrirætlanir á við að leiða hug-
tök okkar apriori af almennum skilyrðum mannlífs munu, eins þótt þau eigi
sannarlega erindi einhvers staðar (og þá frekar á tilteknum sviðum heimspeld
en öðrum), að líkindum skilja eftir óútskýrt fjölmargt, sem kallar þó á heim-
spekilega rannsókn.
6.
I öðru tilliti virðist sögulegur skilningur hins vegar ekki hjálpa til við hina
heimspekilegu framkvæmd, heldur þvælast fyrir henni. Ef við héldum að
viðhorf okkar ætti sér réttlætandi sögu, gætum við einmitt að því leyti huns-
að hana, nákvæmlega eins og vísindamenn hunsa vísindasögu. (Hér sér mað-
ur glitta í hinar risavöxnu og óhaldbæru ályktanir þeirra sem halda að heim-
speki geti hunsað sögu sína.) En ef við trúum því ekki að saga viðhorfs okkar
sé réttlætandi, þá gæti skilningur á sögu viðhorfsins virst þrándur í götu
skuldbindingar okkar til þess, og einkum heimspekilegrar atlögu að því að
starfa innan þess og þróa röksemdir þess. Ef sú þróun er hending sem vill svo
til að á sér stað hér og nú, getum við þá fyllilega samsamað okkur henni? Er
hún í raun okkar nema í þeim skilningi að það vill svo til að við deilum stund
og stað?
Að einhverju leyti er þetta ein útgáfa vandamáls sem hefur endurtekið
komið upp í evrópskri hugsun síðan söguleg sjálfsvitund stakk djúpum rót-
um snemma á nítjándu öld: vandi yfirvegunar gegn skuldbindingu, eða vandi
ytri sýnar á sannfæringar manns andspænis þátttöku í þeim - vandi sem
nefna mætti mæðu og - firringu söguhyggjunnar. Það getur vitnað um mátt
þessa vanda hversu margir frjálslyndir heimspekingar reyna að forðast allar
spurningar um sögu þeirra eigin viðhorfa. I þessu samhengi getur einnig ver-
ið þýðingarmikið hversu mikið af burðugri og áhrifamikilli stjórnmálaheim-
speki berst frá Bandaríkjunum, sem á sér ekkert ancien régime að forsögu, þar
sem Bandaríkin eiga (í ofureinfölduðu máli) aðeins tilurð sjálfra sín að for-
sögu.
Einn er sá heimspekingur, og vissulega er hann amerískur heimspekingur,
sem hefur vakið máls á spurningunni innan staðarhefðar, Richard Rorty.
Hans tillaga að svari felst í launhæðni:12 að sem póhtískir gerendur tökum við
þátt í viðhorfi en sem yfirvegandi manneskjur (til dæmis, sem heimspeking-
12
Contingency, Irony and Solidarity (Cambridge University Press, 1989), einkum kaflar 3 og 4.