Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 133
Islenskur Nie/zsche við aldamót
leiðtogahugsjón hans. I þessum inngangsorðum verður ofurmennishugtakið
hins vegar einkum sett í samhengi við manngildishugsjón Nietzsches. Með
því er augunum ekki lokað fyrir óraunsæjum og yfirdrifnum staðhæfingum
Nietzsches um stjórnmál, heldur liggur að baki þessari túlkun sú skoðun að
raunverulegt inntak hugmyndarinnar um ofurmennið í Zaraþústru sé hug-
sjónin um að maðurinn verði meira en hann sjálfur." (10) Sigríður nefnir síð-
ar Philosophie undPolitik beiNietzsche (1987) eftir Henning Ottmann og bók
Keith Ansell-Pearsons An Introduction to Nietzsche as Political Thinker
(1994), sem endurspegla aukna áherslu á hið pólitíska í verkum Nietzsches í
kjölfar þriggja áratuga gamallar myndar af ópólitískum Nietzsche að hætti
Kaufmanns og varkárrar umfjöllunar í Þýskalandi.103 En þrátt fyrir þessa
ábendingu kýs Sigríður líkt og Vilhjálmur að fjalla um ofurmennið út frá
manngildishugsjón Nietzsches og „því agaða frelsi sem er inntak ofurmenn-
ishugmyndarinnar og felst í sjálfsstjórn [...]“ (15); þannig „felur hugmyndin
um ofurmennið fyrst og fremst í sér skírskotun til þroskamöguleika mann-
eskjunnar.“ (13-14) Með svipuðum hætti og Vilhjálmur nefnir Sigríður
Napóleon og Goethe í þessum samhengi: „Napóleon kemst að vísu nálægt
því og segir Nietzsche hann hafa verið sambland af ,ómenni og ofurmenni'
[...]. Nietzsche eyðir samt sýnu meira púðri í að lýsa Goethe, sem hann tel-
ur hafa verið gæddan hæfileika til að samræma vitsmunalega þætti persónu-
leika síns.“ (32)
Eins og Vilhjálmur minnist Sigríður síðan stuttlega á meinta harða „hlið“
ofurmenniskenningarinnar: „Nietzsche lendir í mótsögn við sjálfan sig þeg-
ar hann undanskilur ákveðna þjóðfélagshópa frá réttinum til sköpunarfrels-
is. Þetta kemur skýrast fram í gagnrýni hans á konur annars vegar og jafnað-
arstefnu hins vegar í Zaraþústru [...]. Hin þýlynda afstaða kvenna, sem
Nietzsche rómar í þessu riti, og áframhaldandi bág staða verkamanna tryggja
að hans dómi valdsskiptingu sem hann telur forsendu fyrir sköpunarkrafti
sterkra einstaklinga. [...] Með hugmyndum sínum um stigskiptingu samfé-
lagsins, sem Georg Brandes nefndi ,aristókratíska róttækni1, lokar Nietzsche
ennfremur augunum fyrir þeim félagslegu og lagalegu skilyrðum sem eru
forsenda þess að sköpunarfrelsi einstaldinganna fái notið sín. Honum er svo
mikið í mun að ráðast gegn hugsanlegum slæmum afleiðingum félagslegs
jafnaðar að hann missir sjónar á því að lýðræðisleg trygging jafns réttar ger-
ir einstaklingnum fyrst kleift að nýta sér þá frelsiskosti sem hann segir sjálf-
ur vera frumskilyrði fyrir því að vera maður.“ (16-17) Svo virðist sem Sigríð-
ur, eins og Vilhjálmur, skapi sjálf með túlkun sinni þá mótsögn sem hún
eignar Nietzsche. Hvers vegna komu fæstir auga á þessa meintu mótsögn
fyrstu hundrað árin í viðtökusögu Nietzsches á íslensku? Ástæðan kann að
vera sú að fæstir sáu í ofurmenniskenningunni tvíhliða kenningu hins mjúka
og hins harða ofurmennis. Islensku túlkendurnir álitu ofixrmenniskenning-
una hvorki lýðræðislega, jafnaðarsinnaða, handan arðráns, lúta almennri eða
félagslegri réttlætiskenningu, samræmast velferðarríkinu né ætlaða öllum.
Sjálfur fyrirleit Nietzsche alla kenningasmíð sem einkennist af jafnaðar-
103 Sjá Sigríður Þorgeirsdóttir og Magnús Diðrik Baldursson, „Eftirmáli þýðenda", s. 30.