Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 42
4o
Teresa Orozco
í janúar 1933 (sjá DHG 1933, 171-2) undirstrikaði í opnunarræðu að guð-
fræðingurinn Wilhelm Stapel hafi skilgreint „hinar þrjár grundvallarfor-
sendur endurnýjunar hins þýska anda: völkisch-kjarnann, kristnina og forn-
öldina" (sama); Lommatzsch ræddi um þjóð og ríki í fornöld með tilvísan til
„foringjahugsunar Takítusar“; Lachmann dró í sínu erindi um „Þjóðsöng
Stefans George" fram hið einkennandi „samband foringjalundar og fylgi-
semi hjá hetjum“ (sbr. fyrirlestrayfirlit Marburgarfélagsins í Das Humanis-
tische Gymnasium 1933-1934).
Gadamer ásetur sér í sínu erindi að skilja gagnrýni Platons á skáldin í Rík-
inu, að skilja „inntak hennar og réttmæti" (Gadamer 1934, 5)20. Fyrir með-
limi húmaníska menntaúrvalsins, sem safnast höfðu saman á þessum fyrir-
lestri, felur það í sér „hið erfiðasta, torveldasta verkefni sem sjálfsvitund hins
þýska anda á fyrir höndum, að takast á við anda fornaldarinnar" (sama).
Vandinn felst í því að gagnrýni Platons á hendur skáldunum, sem árás á „list-
ir og skáldskap fornaldar“, stuggaði við því sem þýsku mannhyggjunni var
heilagt.
Gadamer minnir fyrst á hinn forna hljómgrunn þessarar hugsjónar, þar
sem Platon sjálfur á líka sinn sess, sem ein „stórkostlegasta holdtekning
hinnar skáldlegu snilligáfu Grikkjanna" - „dáður og elskaður eins og Hóm-
er og harmleikjaskáldin, Pindar og Aristófanes" (sama). Platoni er þannig
úthlutað höfuðkennivaldi og þjónar þar eftir sem upphafsreitur Gadamers á
leið til innri ummótunar hins húmaníska ímyndunarafls áheyrendanna:
Platon sjálfur er sýndur sem „harðskeyttur gagnrýnandi þessarar listar hinn-
ar klassísku fornaldar" (sama). Æskukveðskap sinn hafi hann „brennt..., er
hann varð lærlingur Sókratesar“ (6) og „Hómer og hin miklu harmleikja-
skáld Aþenu ... dæmdi hann til algerrar útlegðar úr ríkinu" (5). Á þessari
ómstreitu rís spennan sem kemur skriði á túlkunarhring fyrirlestrarins.
I kjölfar Sókratesar hefur Platon sig upp yfir hinn „dáða Hómer“ (6). Hjá
Platoni sætir Hómer ritskoðun samkvæmt forskriftum ríkisskáldskapar og
Platon endurritar í samræmi við það upphafið á Ilíónskviðu þannig að hann
er „hreinsaður af allri beinni ræðu“ (10). Þar með hafi Platon valið „vísvit-
andi“ „rætið dæmi“ (sama), þar sem Sókrates (sem hér er málpípa Platons)
hafi þannig þurft að stríða þvert á eigin tilfinninga- og hugmyndaheim.
Þannig velur einnig Gadamer „vísvitandi rætið dæmi“ enda voru hinar „al-
þekktu ljóðlínur" (sama) í upphafssenu Ilíónskviða tákn klassískrar mennt-
unar - heilu menntaskólakynslóðirnar lærðu þær utanbókar.
Gadamer kann að hafa komið við kauninn á áheyrendum sínum er hann
mæltist til þess að þeir heimfærðu á samtímann hörku þessarar „ógurlegu
árásar“ gegn Hómer og skáldskapnum og „köstuðu henni ekki frá sér ... í
fjarska einstakrar sögulegrar stundar". Fyrir honum vakir „að þessi ákvörðun
hefur líka eitthvað við okkur að segja“ (sama).
Hví skyldi ákvörðunin um brottrekstur skáldanna í Riki Platons einmitt
eiga erindi við hinn þýska anda árið 1934? Gadamer minnist ekki einu orði á
20
Blaðsíðutöl vísa til fyrirlestrar Gadamers frá 1934.