Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 158
156
Michael Hardt ogAntonio Negri
hverfa niður á þetta efnislega stig og rannsaka þar efnislega ummyndun
valdmiðsins. Við þurfum að afhjúpa þau tæki og krafta sem framleiða félags-
legan veruleika ásamt sjálfsverunum sem blása í hann lífi.
Lífvald í stýringarsamfélaginu
Verk Michels Foucault hafa að mörgu leyti rutt veginn fyrir þessa tegund
rannsóknar á efnislegu gangvirki heimsveldisdrottnunar. I fyrsta lagi gera
verk Foucaults okkur kleift að bera kennsl á sögulegan framgang félagslegra
hátta frá ögunarsamfélaginu til stýringarsamfélagsins.13 Ogunarsamfélagið er
það samfélag þar sem félagsstjórnun er byggð á sundurleitu kerfi hneigða eða
gangvirkja sem framleiða siði, hætti og framleiðsluvenjur og setja þeim regl-
ur. Ogunarstofnanirnar (fangelsið, verksmiðjan, hælið, spítalinn, háskólinn,
skólinn og svo framvegis), sem koma skipan á hið félagslega svæði og bera
vott um rökvísi sem fullnægir ‘skynsemi’ agans, halda þessu samfélagi að
verki og tryggja hlýðni við reglur þess og gangvirki sem meðtekur og/eða úti-
lokar. Ögunarvald stjórnar í raun með því að koma skipan á breytur og tak-
mörk hugsunar og framkvæmdar, staðfesta og mæla fyrir um eðlilega og/eða
afbrigðilega hegðun. Foucault vísar yfirleitt til ancien régimeu og hinnar
klassísku aldar franskrar siðmenningar til að slfyra hvernig ögunin kemur í
ljós, en segja má að í almennari skilningi hafi allt fyrsta skeið kapítalískrar
auðsöfnunar (í Evrópu og annars staðar) farið fram undir þessu valdmiði.15
Við ættum á hinn bóginn að líta á sfyringarsamfélagið sem það samfélag
(sem þróast á ystu nöf nútímans og opnast í átt að eftirnútímanum) þar sem
gangvirki stjórnunarinnar verða sífellt „lýðræðislegri“, ívera16 þeirra í hinni
félagslegu vídd verður æ meiri og þeim er dreift í gegnum heila og líkama
borgaranna. Það atferli félagslegrar innlimunar og útilokunar sem stjórnun
krefst tekur sér þannig í auknum mæli bólfestu innra með sjálfsverunum
sjálfum. Valdi er nú beitt með vélum sem beinlínis skipuleggja heilana (í
samskiptakerfum, upplýsinganetum og svo framvegis) og líkamana (í vel-
ferðarkerfum, vaktaðri iðju og svo framvegis) í átt að ástandi sjálfstýrðrar
firringar frá lífsskynjun og sköpunarþrá. Stýringarsamfélagið mætti því skil-
greina sem svo að það magni upp þann agabúnað sem drífur sameiginlegar,
daglegar athafnir okkar innanfrá og komi honum í jafnvægi, en andstætt ag-
^ Framgangurinn frá ögunarsamfélagi til stýringarsamfélagsins er ekki beinlínis orðaður hjá Foucault
en hann má engu að síður lesa út úr verkum hans. Við fylgjum afbragðsgóðum slfyringum Gilles
Deleuze í túlkun okkar. Sjá Gilles Deleuze, Foucault (París: Minuit, 1986); og „Post-scriptum sur les
sociétés de contróle" í Pourparlers (Paris: Minuit, 1990) [Sjá ísl. þýð: „Eftirmáli um stýringarsamfé-
lög“, Ritið 1/2002, þýð. Garðar Baldvinsson, bls. 155-162]. Sjá einnig Michael Hardt, „The Wither-
ing of Civil Society", Social Text, nr. 45 (vetur 1995), bls. 27-44.
14 [Ancien régime, eða ‘gamla stjórnarfarið’, vísar til einveldistímabilsins í sögu Frakklands sem lauk með
frönsku byltingunni.]
15 [‘Valdmið’ er þýðing á paradigm ofpower.\
16 [‘Ivera’ og ‘íverandi’ eru þýðingar á immanence og immanent, en þau eru ein af lykilhugtökunum frá
Deleuze og Guattari sem Hardt og Negri beita fyrir sig.]