Hugur - 01.01.2004, Page 158

Hugur - 01.01.2004, Page 158
156 Michael Hardt ogAntonio Negri hverfa niður á þetta efnislega stig og rannsaka þar efnislega ummyndun valdmiðsins. Við þurfum að afhjúpa þau tæki og krafta sem framleiða félags- legan veruleika ásamt sjálfsverunum sem blása í hann lífi. Lífvald í stýringarsamfélaginu Verk Michels Foucault hafa að mörgu leyti rutt veginn fyrir þessa tegund rannsóknar á efnislegu gangvirki heimsveldisdrottnunar. I fyrsta lagi gera verk Foucaults okkur kleift að bera kennsl á sögulegan framgang félagslegra hátta frá ögunarsamfélaginu til stýringarsamfélagsins.13 Ogunarsamfélagið er það samfélag þar sem félagsstjórnun er byggð á sundurleitu kerfi hneigða eða gangvirkja sem framleiða siði, hætti og framleiðsluvenjur og setja þeim regl- ur. Ogunarstofnanirnar (fangelsið, verksmiðjan, hælið, spítalinn, háskólinn, skólinn og svo framvegis), sem koma skipan á hið félagslega svæði og bera vott um rökvísi sem fullnægir ‘skynsemi’ agans, halda þessu samfélagi að verki og tryggja hlýðni við reglur þess og gangvirki sem meðtekur og/eða úti- lokar. Ögunarvald stjórnar í raun með því að koma skipan á breytur og tak- mörk hugsunar og framkvæmdar, staðfesta og mæla fyrir um eðlilega og/eða afbrigðilega hegðun. Foucault vísar yfirleitt til ancien régimeu og hinnar klassísku aldar franskrar siðmenningar til að slfyra hvernig ögunin kemur í ljós, en segja má að í almennari skilningi hafi allt fyrsta skeið kapítalískrar auðsöfnunar (í Evrópu og annars staðar) farið fram undir þessu valdmiði.15 Við ættum á hinn bóginn að líta á sfyringarsamfélagið sem það samfélag (sem þróast á ystu nöf nútímans og opnast í átt að eftirnútímanum) þar sem gangvirki stjórnunarinnar verða sífellt „lýðræðislegri“, ívera16 þeirra í hinni félagslegu vídd verður æ meiri og þeim er dreift í gegnum heila og líkama borgaranna. Það atferli félagslegrar innlimunar og útilokunar sem stjórnun krefst tekur sér þannig í auknum mæli bólfestu innra með sjálfsverunum sjálfum. Valdi er nú beitt með vélum sem beinlínis skipuleggja heilana (í samskiptakerfum, upplýsinganetum og svo framvegis) og líkamana (í vel- ferðarkerfum, vaktaðri iðju og svo framvegis) í átt að ástandi sjálfstýrðrar firringar frá lífsskynjun og sköpunarþrá. Stýringarsamfélagið mætti því skil- greina sem svo að það magni upp þann agabúnað sem drífur sameiginlegar, daglegar athafnir okkar innanfrá og komi honum í jafnvægi, en andstætt ag- ^ Framgangurinn frá ögunarsamfélagi til stýringarsamfélagsins er ekki beinlínis orðaður hjá Foucault en hann má engu að síður lesa út úr verkum hans. Við fylgjum afbragðsgóðum slfyringum Gilles Deleuze í túlkun okkar. Sjá Gilles Deleuze, Foucault (París: Minuit, 1986); og „Post-scriptum sur les sociétés de contróle" í Pourparlers (Paris: Minuit, 1990) [Sjá ísl. þýð: „Eftirmáli um stýringarsamfé- lög“, Ritið 1/2002, þýð. Garðar Baldvinsson, bls. 155-162]. Sjá einnig Michael Hardt, „The Wither- ing of Civil Society", Social Text, nr. 45 (vetur 1995), bls. 27-44. 14 [Ancien régime, eða ‘gamla stjórnarfarið’, vísar til einveldistímabilsins í sögu Frakklands sem lauk með frönsku byltingunni.] 15 [‘Valdmið’ er þýðing á paradigm ofpower.\ 16 [‘Ivera’ og ‘íverandi’ eru þýðingar á immanence og immanent, en þau eru ein af lykilhugtökunum frá Deleuze og Guattari sem Hardt og Negri beita fyrir sig.]
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.