Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 129
Islenskur Nietzsche við aldamót
127
Vilhjálms: „Fjórði dilkurinn sem ég vil draga siðagagnrýni Nietzsches í er
siðferðilegur. Eg nefni þennan þátt sérstaklega til þess að það sé skýrt að þótt
Nietzsche greini siðferðið alltaf í tengslum við sögulega, félagslega og sál-
fræðilega þætti, þá liggja líka ,hrein‘ siðferðileg sjónarmið gagnrýni hans til
grundvallar." (157) Og ekki er nóg með að hrein siðferðileg sjónarmið hggi
siðagagnrýni Nietzsches til grundvallar. I kjölfarið fullyrðir Vilhjálmur um
Nietzsche „að með árásum sínum á siðferðið sé hann að styrkja stoðir þess“.
Af samhenginu að dæma, hinum meintu hreinu siðferðilegu sjónarmiðum
Nietzsches, virðist Vilhjálmur hér ýja að því að Nietzsche, sem hafi hreint
siðferðileg sjónarmið að leiðarljósi, leitist við að styrkja stoðir siðferðisfwr. En
í raun er ekki ljóst að Nietzsche sé að ræða markmið sitt í orðspjótinu sem
Vilhjálmur vísar til85 heldur er líklegra að hann sé að minna á að gagnrýni
hans gæti haft þá afleiðingu þótt markmiðið sé annað, með sama hætti og
furstarnir, sem fjallað er um í sama orðspjóti, kunna að festast í sessi í kjöl-
far þess að stjórnleysingjarnir byrjuðu að skjóta á þá, þótt það hafi varla ver-
ið markmið stjórnleysingjanna. I ofanálag talar Vilhjálmur um „siðfræði
Nietzsches" (159) líkt og ekkert sé sjálfsagðara, án fyrirvara eða gæsalappa til
að undirstrika að hér sé um óvenjulega notkun orðsins að ræða. Þar með
dregur Vilhjálmur úr þeirri staðreynd að þótt Nietzsche beini athyglinni að
siðferði leggur hann ekki stund á siðfræði í hefðbundnum skilningi þess orðs
heldur á sifjafræði (siðferðisins).86
Mótsögn Nietzsches
Þegar við Hjörleifur Finnsson skrifuðum ritgerðina „Hvers er Nietzsche megn-
ugur? Um íslenska siðfræði ogfranska siflafræði ‘87 vakti fyrir okkur að gagnrýna
tvær öldur sem risu hátt í upphafi 10. áratugarins og hafa haldið hæð sinni á
hafi íslenskrar heimspeki allt fram á þennan dag: íslensk Nietzsche-fræði og
íslenska siðfræði. Tímamót Nietzsche-fræða á Islandi vorið 1993 má rekja til
ársins 1990 þegar Vilhjálmur hélt Nietzsche-fyrirlesturinn hjá Félagi áhuga-
manna um heimspeki og birti um haustið („Deyðu á réttum tíma. Siðfræði og
sjálfræði í ljósi dauðans“) í Skírni þar sem Nietzsche kemur þónokkuð við
sögu.88 Um svipað leyti eiga sér stað tímamót í íslenskri siðfræði með tilkomu
Siðfræðistofnunar sem tók til starfa í upphafi árs 1989. íslensk siðfræði hafði
verið ástunduð við heimspekiskor Háskóla íslands allt frá stofnun hennar í
upphafi 8. áratugarins. I forspjalli að Pælingum ræðir Páll Skúlason þær að-
stæður „sem okkur eru búnar á Islandi til að stunda heimspeki. [...] Heim-
85 Götzen-Dámmerung 36: „Ob wir Immoralisten der Tugend Schaden tun? - Ebensowenig, als die An-
archisten den Fursten. Erst seitdem diese angeschossen werden, sitzen sie wieder fest auf ihrem
Throne. Moral: man mufi die Moral anschiefien.u
86 Itarlegri umfjöllun um þetta er að finna í síðasta hluta „Hvers er Nietzsche megnugur?".
87 Davíð Kristinsson og Hjörleifur Finnsson, „Hvers er Nietzsche megnugur? Um íslenska siðfræði og
franska sifjafræði“, Geir Svansson (ritstj.), Heimspeki verðandinnar - Rísóm, sijjar og innrœtt siðfrœði,
Reykjavík: ReykjavíkurAkademían, 2002, s. 61-127.
88 Vilhjálmur Árnason, „Deyðu á réttum tíma: siðfræði og sjálfræði í ljósi dauðans", Sktmir (haust
1990), s. 288-316; endurpr. í: sami, Broddfiugur, s. 320-340.