Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 134
132
Davíð Kristinsson
mennsku og lýðræðishugsjónum: „Ég vil ekki að mér sé ruglað saman við
þessa boðendur jafnaðar. Því að réttlætið segir við mig: ,mennirnir eru ekki
jafnir‘.“104 Réttlæti Nietzsches hljómar svo: „Líkum líkt, ólíkum ólíkt“.105
Hér skal ekki tekin afstaða til þeirrar fullyrðingar Vilhjálms að „forsendur
skapandi mannlífs eru hefðir lýðræðis og frelsis“ og varnar Sigríðar fýrir
þeim „félagslegu og lagalegu skilyrðum sem eru forsenda þess að sköpunar-
frelsi einstaklinganna fái notið sín.“ En víst er að Nietzsche deilir ekki þeirri
forsendu sem Sigríður og Vilhjálmur gefa sér og sjá vísi að í skrifum hans.
Sigríður bendir sjálf réttilega á að Nietzsche telji misskiptingu valds eða
„valdsskiptingu [...] forsendu fyrir sköpunarkrafti sterkra einstaklinga“. Höf-
undur mótsagnarinnar er því ekki Nietzsche heldur Sigríður og Vilhjálmur
sem lesa út úr kenningu Nietzsches um ofurmennið mjúka „hlið“ sem er
andleg, ópólitísk manngildishugsjón ætluð öllum mönnum og sögð vera í
mótsögn við hörðu hliðina. Þótt Friðrik J. Bergmann nefni ekki ofurmenn-
ið á nafn var honum, ólíkt Vilhjálmi, ljóst að Nietzsche álítur þrælkun for-
sendu æðri menningar: „Til þess að eitthvað verði úr heimsmenningarhug-
myndinni, er það skylda herranna að rífa völdin til sín aptur og halda
skrílnum í skefjum undir oki þrælkunarinnar." Eða eins og Nietzsche orðar
það sjálfur í Handan góðs og ills (239): ,,[L]íkt og í þrælahaldi felist einhver
mótrök en ekki miklu fremur forsendur allrar æðri menningar, alls uppgangs
menningarinnar". Lokakafli verksins, „Hvað er göfugt?“ hefst svo: „I hvert
sinn sem tegundin ,maður‘ hefur komist á æðra stig hefur það verið árangur
samfélags þar sem höfðingjar réðu ríkjum - og svo mun ætíð verða — samfé-
lags sem trúir því að í virðingarstiganum séu mörg þrep og að menn hafi
misjafnt gildi, samfélags sem þarfnast þrælahalds í einhverjum skilningi.
Astríðan til að halda mönnum í hæfilegri farlægð er sprottin af rótgrónum
stéttamun, af því að ráðandi stétt horfir sífellt og lítur niður á þá sem eru
lægra settir og eru handbendi hennar, en einnig sprettur þessi ástríða af því
að ráðandi stétt hefur vanist að skipa fyrir og að henni sé hlýtt, að mönnum
sé haldið niðri og fjarri. An þessarar ástríðu gæti önnur og leyndardómsfyllri
ástríða ekki hafa orðið til: löngunin eftir sífellt meiri fjarlægðum innan sál-
arinnar sjálfrar sem felst í því að reynsla hennar verður sífellt máttugri, fá-
gætari, fjarlægari, víðfeðmari og dýpri, í stuttu máli, tegundin ,maður‘ lyftist
upp á hærra svið, það á sér stað hinn sífelldi ,sigur mannsins á sjálfum sér‘,
svo notað sé siðferðilegt orðalag í yfirsiðferðilegum skilningi. Vissulega ber
að varast að vaða af einhverjum ástæðum í villu og svima um það hvernig
höfðingjasamfélag (með öðrum orðum forsenda þess að tegundin ,maður‘
geti komist á æðra stig) verður til. Sannleikurinn er óblíður.“ (257) Forsenda
þess að tegundin „maður“ komist á æðra stig er þrælkun, undirokun, stigveldi
og misrétti. Líkt og viljinn til valds er hugmyndin um „að sigrast á sjálfum
sér“ ekki siðferðileg manngildishugsjón sem snýr að ópólitískum, ófélagsleg-
um, andlegum einstaklingi sem hringsólar kringum sjálfan sig - hún er
tengd hugmyndum um þrælkun, undirokun, stigveldi og misrétti órjúfanleg-
104 Svo mœlti Zaraþústra 11:7. Leturbreytingu skotið inn í þýðingu í samræmi við frumtexta.
105 Götzen-Dámmerung 48.