Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 116
Davíð Kristinsson
114
fyrir valdatöku nazista hafði nafn Nietzsches komizt á skýrslur lögreglunnar
og það furðu oft, ekki aðeins í Þýzkalandi, heldur líka víðs vegar í Evrópu og
Ameríku, aðallega í sambandi við líkamlegt ofbeldi, morð, nauðganir og
jafnvel morð í tilraunaskyni, en sá atburður var notaður í uppistöðu í leikrit
og sýnt víða um lönd (1930). Athyglisvert var það, að þetta fólk, sem hér er
átt við, var úr hópi menntamanna og annarra borgara, sem lesið höfðu verk
Nietzsches. [...] En hvernig stóð á því, að nafn Nietzsches hafði komizt á
lögregluskýrslur í sambandi við almenna glæpi, glæpi framda af venjulegum
borgurum, sem virtust skyndilega hafa snúið bakinu við dyggðum borgara-
legs þjóðfélags og orðið verri en villidýr? Sannleikurinn er sá, að mennta-
maður eða rithöfundur, sem haldinn er einhverri glæpahneigð, getur hæglega
sótt þrótt í verk Nietzsches. Og því lærðari, sem slíkur maður er, því hættu-
legra villidýr getur hann orðið. Fyrir slíkum náungum stendur fólk varnar-
laust. Það er aðeins á valdi húmanískra skálda og rithöfunda að benda á slíka
möguleika með verkum sínum; löggjafinn nær ekki svo langt.“ (35) Af þessu
er ljóst að Einar ætlar skáldum mannhyggjunnar stöðu í fremstu víglínu í
baráttunni við útbreiðslu höfunda brútalismans. Astæða þess að Einar álítur
ábyrgð skáldanna svo mikla virðist felast í eftirfarandi orðum: „Það er aðeins
greindari hluti fólks, sem les heimspekirit. Verk Nietzsches eru ekki lesin af
almenningi, jafnvel ekki öllum skáldum og rithöfundum, en áhrif hans bár-
ust samt til almennings með hinum fáu aðdáendum hans. Ef menn eru vel
að sér í heimspeki og kunna að vara sig á Nietzsche, er lærdómur í því að lesa
verk hans vegna þekkingar hans á fornbókmenntum Grikkja. Hann er líka
gott ljóðskáld. En aldrei má gleyma afleiðingunum af ritstörfum hans, svo
sem réttarhöldunum í Nurnberg svo eitthvað sé nefnt.“ (43-44) Það voru
hinir trúuðu sem áttu í höggi við vantrúna í fyrirlestri Friðriks. En nú kallar
Einar á húmanista að berjast gegn brútalisma. Og í samræmi við þá speki að
penninn sé máttugri en sverðið hvetur hann húmaníska rithöfunda til dáða:
„A atómöld ættu fræðimenn heldur að skrifa um Herder í nýju ljós, heldur
en að eyða tíma í það að verja heimspeki Nietzsches." (34)
En skáld mannhyggjunnar eru breysk líkt og aðrir menn, og stundum hafa
þau brugðist: „Þrátt fyrir margar viturlegar setningar og spakmæli, var
[Nietzsche] villimaður í vísindum og húmanisma. Brútalistarnir sóttust eft-
ir spakmælum hans og drukku þau í sig. En hvað höfðu húmanistarnir í rit
hans að sækja?“ (43) Einar hefur meðal annars í huga „einn af húmanistun-
um, sem yfirgaf Þýzkaland 1933“,Thomas Mann (1875-1955): „Þegar jafn-
sterkur persónuleiki og Thomas Mann, mesta skáld Þýzkalands síðan Goet-
he leið, verður fyrir áhrifum frá Nietzsche, ekki aðeins á sviði stílbrigða í
setningafræði, heldur á sviði hugmynda, hvað þá um hina?“ (41)60 Mann sé
hins vegar í hópi þeirra sem sáu að sér og eftirstríðsáraritgerð „Thomasar
Manns um Nietzsche vottar fyrir sektartilfinningu" (42), að mati Einars. Att
er við ræðu sem Mann hélt í Zurich í júníbyrjun 1947: „Heimspeki
60 Einar telur sig sjá merki um áhrif Nietzsches í Tonio Kröger (1903) eftir Mann og þá fyrst og fremst
á sviði kynþáttahyggju: ,,[Þ]ar er hugmyndasvið Nietzsches áberandi, samúðin með hinum ljóshærðu
og bláeygðu (norrænu) persónum, en dálítil andúð á hinum dökkærðu og brúneygðu persónum" (41).