Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 194
192
Hjörleifur Finnsson
sögnina um framfarir vísindanna og hinn óháða hlutlausa vísindamann sem
uppgötvar sannleikann um náttúruna. En eins og kom fram í öðrum hluta
þessarar greinar erum við stödd í eftirnútímanum, þar sem framleiðsla og
framleiðsluhættir vísindanna hafa tekið stakkaskiptum: náttúran er ekki
lengur aðskilin menningunni og rannsóknir eru orðnar að stórtækum iðnaði.
Það, að halda merki vísindalegra framfara á lofti, ber ekki merki um mjög
gagmýna afstöðu á þessum tímum. Starfsemi IE fellur undir stórtæk vísindi
og þeim tilheyrir flókinn vefiir fjárhagslegra, félagslegra og póhtískra hags-
muna sem koma „framförum“ eða „sannleiksleit“ lítið við.60
Þrátt fyrir þetta ítrekar Vilhjálmur víða í skrifum sínum mikilvægi siðfræð-
innar sem gagnfynins tækis,61 sem samfélagsgagnfyni, og bendir á í svari við
gagnfyni Jóns Olafssonar að
einber siðfræðileg gagnfyni dugir skammt í þessum efnum [gagn-
fyninnar] því að forsendur frjálsrar rökræðu um gildi liggja bæði í fé-
lagslegum og sálfræðilegum aðstæðum. Þess vegna þarf siðfræðin
„að leita til annarra fræðigreina til skilnings á þeim þáttum sem ráða
samfélagsgerð og persónuþroska.“62
Maður spyr sig hvort Vilhjálmur telji að forsendurfrjálsrar rökrœðu hafi ver-
ið til staðar þegar íslensk erfðagreining fékk samþykkt lög um miðlægan
gagnagrunn? Svar Vilhjálms er afgerandi: „Frjáls, rökstudd og upplýst opin-
ber samræða, sem er nauðsynlegt skilyrði lýðræðislegs samfélagssamþykkis,
átti sér aldrei stað.“63 Hafa ber í huga að greinin birtist í erlendu fagtímariti
innan við ári seinna en fyrrnefnt viðtal þar sem hinn siðferðilegi gœðastimpill
og „réttnefndar framfarir vísindanna“ voru auglýstar, sem gefur til kynna
fyrrnefnt spígat Vilhjálms milli gagnfynendahlutverks hins óháða hugsuðar
og ráðgjafahlutverks þjónustuaðilans. Ennfremur er vert að spyrja: Ef Vil-
hjálmur telur verkefni réttnefndrar siðfræði vera að „afhjúpa hin duldu öfl“
sem móta sjálfskilning okkar og samfélagsgerð, hvers vegna tekur hann þátt
í því að endurframleiða goðsögnina um framfarir vísindanna? Telur hann
hugmyndina um framfarir ekki vera eitt af því sem mótar sjálfskilning okk-
ar og samfélagsgerð? Það er varla skortur á lestrarefni sem hindrar slíka
rannsókn; vísindasagnfræðin og jafnvel heimspekin eru uppfullar af gagnfyni
á framfarahugtak af þeirri gerð sem lE notar til að fegra ímynd sína.
Svo ein leið sé nefnd fyrir gagnfyninn (líf)siðfræðing til að leita róta sjálfs-
skilnings og samfélagsgerðar í tengslum við gagnagrunn væri að fyna í sögu
mannkynbótastefnunnar á íslandi. 1 áhugaverðri grein gerir sagnfræðingur-
inn Unnur Birna Karlsdóttir meðal annars hugsjónir fyrsta íslenska heim-
spekidoktorsins að umtalsefni:
60 Sjá umfjöllun Steindórs J. Erlingssonar um stórtæk og smá vísindi, Geniit okkar, s. 117-119.
61 Sjá t.a.m. Siðfrœði lífs og dauða, s. 38.
62 Vilhjálmur Árnason, „Gagnrýni siðfræðinnar og gildi mannlífsins", s. 103-104.
63 Vilhjálmur Árnason og Garðar Árnason, „Community Consent, Democracy and Public Dialogue.
The Case of the Icelandic Health Sector Database", Po/iteia, 63. árg. (2001), s. 105-116. Þýð.: HF.