Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 115
Islenskur Nietzsche við aldamót
113
um það að hann er næmur á suma þá þætti í túlkun Kaufmanns sem eru
gagnrýniverð ir.5 8
Þrátt fyrir að Nietzsche sé augljóslega ekki hefðbundinn þýskur þjóðernis-
sinni lætur Einar ekki sannfærast um að hann hafi verið andstæðingur þýskrar
þjóðrembu: „Til þess að þvo nazismann af Nietzsche hafa þessir hálærðu
menn komið þeirri firru á framfæri við flest meiriháttar bókmenntatímarit
heims, að hann hafi verið and-þýzkur“. Nietzsche kemur á heildina litið illa
út úr túlkun Einars: ,,[Þ]að var Nietzsche, sem vísaði veginn til hinnar fræði-
legu baráttu, til gervivísinda um ,kynþáttinn‘ (Rasse).“ (29) Nietzsche var
með öðrum orðum einn af forfeðrum kynþáttakenninga. Einar sér í ritum
Nietzsches „trúna á norrænan kynstofn, á þýzkan aðal og víkingaaðal“ (32) en
lítur framhjá þeirri mikilvægu staðreynd sem kemur fram hjá Friðriki J. Berg-
mann sjö áratugum fyrr að Nietzsche á við japanska og arabíska aðalsmenn
ekkert síður en þýska stéttabræður þeirra. „Nietzsche vann í anda Gyðinga-
hatara“ (30) skrifar Einar og telur sig sjá í Also sprach Zarathustra „takmarka-
laust Gyðingahatur“ og minnir á „Gyðingahatur í verkum hans frá 1885 og
blinda trú hans á kynþáttum Norður-Evrópu." (47) Einar setur hins vegar
ekki fram sannfærandi rök fyrir því að skrif Nietzsches einkennist af gyðinga-
hatri enda standast slíkar fullyrðingar ekki nánari skoðun. Og aðdáun Nietz-
sches á fornri norrænni menningu stendur ekki í tengslum við gyðingahatur
að hætti þjóðernissósíahsta. Að Nietzsche sé heimspekingur dauðans telur
Einar sig hins vegar greina í tveimur ritum: „En það þarf aðeins að lesa Jen-
seits von Gut und Böse og Zur Genealogie der Moral til þess að sannfærast um
það, að hann var fyrst og fremst heimspekingur dauðans.“ (31) En niðurstaða
Einars er í stuttu máli sú að kenningar Nietzsches séu í fullu samræmi við
afstöðu þjóðernissósíalista: „Eg fæ ekki betur séð en að afstaða nazista til
heimspekinnar, til siðfræðinnar og til að hreinrækta mannkynið sé í fullu
samræmi við kenningar hans.“ (32) Með hliðsjón af þessari ályktun er ekki að
furða þótt Einar spyrji sig: „Það ofurkapp, sem þeir prófessor Karl Schlechta,
dr. Walter Kaufmann og Kurt E. Leidecker59 leggja í það að gera ritverk
Nietzsches að eins konar heimspekilegu athvarfi fyrir hugsandi fólk á öllum
sviðum er ofar mínum skilningi." (47)
En Einar hefur ekki aðeins áhyggjur af áhrifum Nietzsches á stjórnmál,
heldur einnig, líkt og Friðrik J. Bergmann og Þorvaldur Thoroddsen, af
áhrifum kenninga hans á einstaka borgara: „Fyrir fólk, sem kann að meta
samanburðarvísindi í nýjustu og beztu merkingu, er heimspeki Nietzsches
ekki annað en hættulegur barnaskapur, ef illa upplýstir menn og illmenni
eiga í hlut.“ (48) Máli sínu til stuðnings minnir Einar á leikrit Patricks
Hamilton Rope's End (1929), sem byggir á réttarhöldunum frægu yfir Leop-
old og Loeb árið 1924, og Alfred Hitchcock kvikmyndaði 1948: „Löngu
Þar sem Einar er heillaður af hinni „húmanísku sálarfræði Freuds", „hinum húmaníska anda, sem
stendur að baki verka Freuds“ (38) er hann skeptískur í garð'tilraunar Kaufmanns til að líkja honum
við brútalistann Nietzsche.
Einar á hér við Nietzschp. Unpublished Letters í þýðingu og ritstjórn Kurts F. Leidecker, New York:
Philosophical Library, 1959, sem inniheldur 75 þeirra bréfa sem er að finna í 278 bréfa úrvali
Schlechta.