Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 73
Heimspeki sem hugvísindi
V-
heldur sú að þegar við ígrundum hugtekningu okkar á heiminum gæti okk-
ur orðið ljóst innan hennar sjálfrar að sum hugtaka okkar og sumir þeir hætt-
ir sem við höfum á eftirmyndun heimsins eru háðari okkar eigin sjónarmiði,
sérkennilegum og staðbundnum leiðum til að skilja hluti, en aðrir. A móti
gætum við átt þess kost að eygja hugtök og leiðir til eftirmyndunar sem eru
eins óháðar skilningsháttum okkar eða einhverra annarra kvikinda og unnt
er: þau myndu veita eftirmynd af þeim toga sem búast mætti við af hvaða
hæfu könnuðum heimsins sem er, eins þótt þeir væru ólíkir okkur - það er,
mannskepnum - hvað skynfæri varðar og, vitaskuld, menningarlegt bakland.
Markmiðið að greina slíka eftirmynd heimsins kann að vera ósamkvæmt
sjálfu sér, en það felur sannarlega ekki í sér tilraun til að sniðganga alla
lýsingu og hugtakasmíð.
Eg vil að sinni ekki fara dýpra í spurninguna hvort hugmyndin um altæka
hugtekningu sé samkvæm sjálfri sér7. Ég minnist á málið vegna þess að ég held
að prik Putnams, þótt hann haldi í rangan enda á því, geti liðsinnt okkur við
að staðsetja þá vísindahyggju í heimspeki sem hann og ég erum reyndar ein-
huga um að hafna. Grunnröksemd Putnams gegn hugmyndinni um altæka
hugtekningu er að merkingarvensl séu normatíf og gætu þannig ekki fyrir-
fiindist í hreinni vísindalegri hugtekningu. En við lýsingu á heiminum koma
hugtök til sögunnar sem hafa merkingarvensl við hann: og þar með niðurstaða
Putnams, að hinni altæku hugtekningu sé ædað að lýsa heiminum án þess að
lýsa honum. Lítum nú framhjá því að röksemdin virðist keyra saman tvo að-
skilda hluti: annars vegar, að beita hugtökum sem eiga merkingarvensl við ver-
öldina, og, hins vegar, að gera greinjyrir þessum merkingarvenslum: Ég mun
einbeita mér að hinu síðara.8 Röksemdarinnar vegna skulum við einnig fallast
á frumsetningu sem þó er sannarlega umdeilanleg: að séu merkingarvensl
normatíf, þá geti greinargerð fyrir þeim ekki sjálf komið fyrir í hinni altæku
hugtekningu. Af þessu leiðir ekki að hugtekningin altæka sé ógerleg. AUt og
sumt sem leiðir af þessu er að greinargerð fyrir merkingarvenslum, einkum
greinargerð veitt innan málspeki, yrði ekki hluti af hinni altæku hugtekningu.
En - svo ég víki eitt andartak að hinum alfarið ad hominem þætti rökræðunn-
ar - þá hélt ég því aldrei fram að svo væri og það sem meira er, í skyldri at-
hugasemd sagði ég að eins þótt hin altæka hugtekning væri tæk og grundvall-
aði þekkingu á því hvernig veröldin væri „í öllu falh“, þá væri miklum vafa
undirorpið hvort við gætum nokkurn tíma vitað að svo væri.9
Hvers vegna gefiir Putnam sér þá, eins og augljóst er, að ef kæmi til altækr-
ar hugtekningar heimsins, þá þyrfti heimspeki að vera hluti hennar? Mér er
til efs að hann hafi verið svona heltekinn af hegelskum skírskotunum orðs-
ins „altækur", og tengdum væntingum um að ef altæk þekking sé til þá finn-
ist hún í fórum heimspekinnar. Það getur verið að hér mætist tvennt í hugs-
7 Framúrskarandi umfjöllun finnst hjá A. W. Moore, Points ofView (Oxford: Clarendon Press, 1997).
8 Þetta er atriðið sem ætti að skipta máli í samhenginu hvort heimspeki yrði hluti hinnar algeru hug-
tekningar. Ennfremur, ef Putnam vildi segja að sérhver staðhæfing sem fæli eingöngu í sér hugtök
sem stýrt væri af normatífum merkingarfræðilegum venslum væri sjálf normatíf, þá yrði hann að segja
að allar staðhæfmgar væru normatifar.
9 Descartes, bis. 300-303.