Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 174
VJ2
Michael Hardt ogAntonio Negri
alþjóðlegri skipan er í besta falli hægt að líta á sem umbreytingarferli í átt
að hinu nýja heimsvaldi. Samsetning Veldisins tekur hvorki á sig mynd á
grundvelli sáttmála eða samninga né sprettur það úr ríkjasambandi. Staðlar
heimsveldisins eiga uppsprettu sína í nýrri vél, nýrri efnahags-iðnaðar-boð-
skiptavél - í stuttu máli, hnattvæddri lífpólitískri vél. Ljóst er að við verðum
að líta til einhvers annars en þess sem hefur grundvallað alþjóðaskipanina
fram til þessa, einhvers sem er ekki háð réttarfarinu sem innan ólíkustu
hefða byggðist á nútímakerfi fullvalda þjóðríkja. Þótt ókleift sé að skilja
sköpunarsögu Veldisins og sýndarmynd þess með gömlum verkfærum
réttarkenninga, sem notuð voru innan hugtakaramma raunsæishyggju,
stofnanahyggju, pósitívisma og náttúruréttar, ætti það samt sem áður ekki
að neyða okkur til að sættast á kaldhæðinn hugtakaramma hreins ofríkis eða
einhverja áþekka machiavellíska afstöðu. Það er erfiðara að koma auga á þá
skynsemi sem vissulega er að verki í sköpunarsögu Veldisins með hugtök-
um réttarhefðarinnar en með hliðsjón af sögu iðnaðarstjórnskipulags, sem
oft er hulin, og út frá pólitískri notkun tækninnar. (Hér ber einnig að hafa
í huga að sé haldið áfram á þessum brautum mun það leiða í ljós efnisgerð
stéttabaráttunnar og stofnanabundin áhrif hennar, en um það mál munum
við fjalla í næsta hluta.) Slík skynsemi staðsetur okkur í hjarta lífpólitíkur
og lífpólitískrar tækni.
Ef við grípum aftur til hinnar frægu þrískiptu formúlu Max Webers um
tegundir valdsréttlætingar, er eðlisbreytingin sem Veldið kynnir til sögunnar
fólgin í ófyrirsjáanlegri blöndu (1) dæmigerðra þátta hefðbundins valds, (2)
framlengingu skrifræðisvalds sem er lífeðlisfræðilega aðlagað hinu lífpólit-
íska samhengi og (3) skynsemi sem einkennist af „atburðinum" og af „náð-
arvaldi“ sem rís upp sem vald í stökun heildarinnar og skilvirkni heimsvalda-
íhlutunar.64 Sú rökvísi sem einkennir þetta ný-weberíska sjónarhorn lýtur að
virkni fremur en stærðfræði, og er rísómatísk og bylgjukennd fremur en
aðleidd eða afleidd. Hún myndi fást við stjórnun málraða sem samstæðu vél-
kenndra táknraða og samtímis skapandi, óformlegra og ósmættanlegra
nýjunga.
Grundvallarviðfang túlkunar heimsvaldatengslanna er framleiðslukraftur
kerfisins, hins nýja lífpólitíska efnahags- og stofnanakerfis. Heimsvaldaskip-
anin verður ekki aðeins til á grundvelli valds auðsöfnunar og hnattrænnar út-
þenslu, heldur einnig á grundvelli getu hennar til að þróa með sér aukna
dýpt, til að endurfæðast og til að þenja sjálfa sig út yfir lífþólitískar tígla-
grindur veraldarsamfélagsins. Alger máttur Veldisins er hin nauðsynlega við-
bót við fullkomna íveru hinnar verufræðilegu framleiðslu- og endurfram-
leiðsluvélar, og þannig við hið lífþólitíska samhengi. Ef til vill er á endanum
ekki hægt að klæða þetta í réttarbúning, en hér er engu að síður um skipan
að ræða, skipan sem einkennist af sýnd sinni, hreyfikrafti sínum og hinni
virku innlimun sinni. Grundvallarviðmiði réttlætingar mun því verða komið
64
Sjá Max Weber, Economy and Society, þýð. Guenther Roth og Claus Wittich (Berkeley: University of
California Press, 1968), I. bindi, 3. kafli, 2. hluti, „The Three Pure Types of Authority“, bls. 215—216.