Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 237
Villingurinn og lýðrœðið
235
röklegri skilgreiningu (sem vísar til hugsjónar): lýðræðið reynist aldrei hlíta
skilgreiningunni mótþróalaust og án allra vandkvæða. Endanleg skilgreining
á lýðræðinu eða fullkomið dæmi um lýðræðið virðist ekki vera til. Engu að
síður er lýðræðið „úti um allt“ eins og við vitum, hvarvetna eru ríki sem kalla
sig lýðræðisríki: lýðræðið virðist vera í senn alls staðar og hvergi. Er nokkur
leið út úr þessum ógöngum? Hvar er leiðsögn að finna?
Til dæmis mætti hugsa sér að leita til Derrida. Fáir heimspekingar - eða
höfundar! - eru jafn sjóaðir á því reginhafi verðandinnar sem við okkur blas-
ir. Satt að segja - og þetta nefndum við raunar strax í upphafi - hefur hugs-
un Derrida frá fyrstu tíð einkennst af miklu ástfóstri við „hugtök án hugtaks"
á borð við lýðræðið: hugtök sem láta ekki að stjórn og þægjast engar skil-
greiningar - taka ekki sönsum - heldur skreppa ætíð undan eða slá sjálfum sér
á frest og eru því, strangt tekið, ekki hugtök. Að minnsta kosti ekki strang-
rökfræðileg heimspekileg hugtök, það er að segja fullkomin, óumdeilanleg dæmi
um slík hugtök. Og það sem meira er: þessi ekki-hugtök eða þessar hugtaka-
leysur úr smiðju Derrida láta ekki einu sinni svo h'tið að viðurkenna að þau
„nái ekki máli“ innan heimspekinnar, heldur þykjast þau þvert á móti innrita
sig í félag hinna heimspekilegu hugtaka án þess þó að gangast undir inn-
tökuskilyrðin. Þannig staðsetja þau sig á jaðri heimspekinnar, á spássíum
hennar, við útmörk hennar - á svipaðan hátt og sjálft Island gagnvart um-
heiminum, samanber eftirfarandi ljóðabrot úr smiðju Þórarins Eldjárns:
Á mörkum hins byggilega heims
á mörkunum
segir í hátíðaræðum
fuslega játað
en HVORUmegin?
segir fátt af því41
Hvert er samband íslands við umheiminn - „hinn byggilega heim“? Er ís-
land hluti af honum eða ekki? Er ísland einstakt í sinni röð eða er það að-
eins venjulegt stak í mengi þjóðanna? Hver er staður Islands - hvoru megin
við mörkin liggur landið? Ef til vill er vænlegast að líta svo á að það sé hvor-
ugu megin eða báðu megin í senn. Það er á mörkunum. Island er (eins og)
hugtakaleysa að hætti Derrida.
VII
Á sfðustu fimmtán árum eða svo hefiir Derrida orðið tíðrætt um það sem
hann kallar „la démocratie a venir', sem líklega er vænlegast að þýða með
orðalaginu „lýðræðið í vændum“: orðasambandið „a venir‘ vísar einfaldlega
til hins ókomna, til þess sem er á leiðinni, til þess sem er væntanlegt - til þess
■u
Brotið er úr ljóðinu „Lenska", sjá Þórarin Eldjárn, Ydd, Reykjavík, Forlagið 1984, s. 7.