Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 161

Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 161
Lífpólitísk framleiðsla r59 til, þannig að réttmæti26 alþjóðaskipulagsins getur ekki lengur byggst á milli- liðum heldur verður að ná utan um það milliliðalaust í öllum fjölbreytileika þess. Við höfum þegar viðurkennt þessa staðreynd frá sjónarhóli lögfræð- innar. Við höfum séð í verki að þegar hinn nýi réttarskilningur kemur fram í samhengi hnattvæðingar og gerir sig líklegan til að meðhöndla hið hnatt- ræna alheimssvið sem staka, kerfisbundna sviðsmynd verður hann að gera ráð fyrir milliliðalausri forsendu (að aðhafast í ástandi undantekningarinnar) og viðeigandi, auðmótanlegri undirstöðutækni (aðferðum lögreglunnar). Þrátt fyrir að ástand undantekningarinnar og lögreglutækni myndi traust- an kjarna og meginþátt nýja heimsveldisréttarins, þá hefur hið nýja stjórnar- far ekkert með lögfræðikúnstir einræðis eða alræðis að gera, sem fyrr á tím- um var lýst í smáatriðum og með miklum lúðraþyt af mörgum (og raunar of mörgum!) höfundum.27 Þvert á móti halda lög og regla áfram að leika aðal- hlutverk innan framgangsins sem nú stendur yfir: rétturinn er áfram áhrifa- mikill og verður (einmitt vegna undantekningarástandsins og lögreglutækn- innar) að réttarfari.28 Þetta er róttæk umbreyting sem afhjúpar hið milliliðalausa samband valdsins við sjálfsverurnar, og sýnir því hve ótækar „fyrri“ miðlanir eru, svo og hinn skefjalausa, tímabundna fjölbreytileika at- viksins.29 Um hin gjörvöllu, markalausu, hnattrænu tými, ofan í dýpi lífpól- itískrar veraldar, og andspænis ófyrirsjáanlegum tíma — hér eru landfestarn- ar sem skilgreina verður hinn nýja yfirþjóðlega rétt út frá. Það er hér sem hugtakið Veldi þarf að berjast við að koma undir sig fótunum, hér verður það að sanna áhrifamátt sinn, og hér verður vélin því gangsett. Frá þessum sjónarhóh er lífþólitískt samhengi hins nýja viðmiðs algjört lykilatriði í greiningu okkar. Þetta er það sem býður okkur valkost andspæn- is valdi, ekki aðeins val á milli hlýðni og óhlýðni, eða milh formlegrar stjórn- málaþátttöku og afneitunar, heldur líka á milli allra þeirra möguleika sem líf og dauði, auður og fátækt, framleiðsla og félagsleg endurframleiðsla og svo framvegis bjóða upp á. Að þeim miklu erfiðleikum gefnum sem hinn nýi réttarskilningur mætir við að tjá þessa hlið á mætti Veldisins, og að gefinni vangetu hans til að komast í raunverulega snertingu við lífvald í öllum sín- 26 [‘Réttmæti’ er hér notað sem þýðing á /egitimacy og ‘réttlæting’ á legitimation. ‘Lögmæti’/’lögmæting’ gæti virst nákvæmari þýðing, en hefiir of þrönga lögfræðilega merkingu þegar haft er í huga að í text- anum skírskota hugtökin ekki síður til almennra, siðferðilegra réttlætinga sem Veldið nýtir sér.] 27 Hugmyndirnar um „alræði" sem voru mótaðar á tímum kalda stríðsins hafa reynst gagnleg áróðursverk- færi en algjörlega ófiillnægjandi greiningartæki og leitt til háskalegra rannsóknarréttaraðferða og skað- legra siðferðisröksemda. Það ætti að líta með skömm á þær fjölmörgu bókahillur okkar sem eru fiiUar af greiningum á alræði og hiklaust fleygja þeim. Dæmi um skrif um alræði, frá þeim heilsteyptustu til þeirra fjarstæðukenndustu, eru Hannah Arendt, The Origins ofTotalitarianism (New York: Harcourt, Brace, 1951); og Jeanne Kirkpatrick, Dictatorships and Double Standards (New York: Simon and Schus- ter, 1982). Itarlegri umfjöllun um alræðishugtakið er að finna í kafla 2.2 [sem ekki er þýddur hér]. 28 [‘Réttarfar’ er þýðing á procedure.] 29 Við eigum hér við hugmyndir um Mobilmachung sem voru þróaðar í hinum þýskumælandi heimi á þriðja og fjórða áratugnum, meira eða minna frá Ernst Júnger til Carl Schmitt. Sams konar viðhorf komu einnig fram í franskri menningu á fjórða áratugnum og fjaðrafokinu í kringum þau hefiir ekki ennþá linnt. Þessi umræða hverfist að miklu leyti um persónu George Bataille. Um annars konar nálgun á „almannakvaðningu“ [„general mobilizationu] sem viðmið í samsetningu uppsafnaðs vinnuafls í fordískum [sjá nmgr. 46 bls. 180] kapítalisma, sjá Jean Paul de Gaudemar, Le mobilisation général (París: Maspero, 1978).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.