Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 80
78
Bernard Williams
ar) stígum við til hliðar og sjáum, aðskilin og eilítið forviða, að svo vill til að
við höfum bundist þessum böndum. Sú staðreynd að „sem“ hafi svo vand-
ræðalaust eignast hlutdeild í sjónarmiðinu sýnir, eins og nánast alltaf er til-
fellið í heimspeki, að einhver reynir að aðgreina hið óaðgreinanlega: í þessu
tilfelli, hið siðferðilega óaðgreinanlega, og að líkindum hið sálfræðilega óað-
greinanlega um leið, nema sá launhæðni gangi til liðs við hina (viðhorfið sem
Rorty nefnir „heilbrigð skynsemi“) og gleymi alfarið sögulegum sjálfskiln-
ingi, en þá getur hann gleymt launhæðni sinni um leið, og þarf raunar ekki
á henni að halda.
Raunar virðist mér að gangi maður nógu langt í að viðurkenna hendinguna
rísi alls ekki sá vandi sem launhæðni á að veita svarið við. Það sem hér er á
ferðinni er keimlíkt nokkru sem við höfum þegar mætt í þessari umræðu,
staðlausri vísindahyggju. Hinn meinti vandi kemur til af þeirri hugmynd að
réttlætandi saga sé það sem við vildum í reynd hafa að baki viðhorfi okkar,
og sú uppgötvun að saga frjálslyndis (sama gildir um önnur sjónarmið) sé sú
hending sem hún er veldur okkur vonbrigðum, svo það sem okkur býðst er í
besta falli hið næstbesta. En, enn einu sinni, hví skyldum við ætla það? Ein-
mitt vegna þess að við erum ekki óheftir vitsmunir, veljum ekki úr öllum
mögulegum viðhorfum, getum við falhst á að þetta er okkar viðhorf bara
vegna þess að sagan hefur gert það að okkar viðhorfi; eða, nánar tiltekið,
vegna þess að sagan hefur bæði búið okkur til og viðhorfið sem eitthvað í fór-
um okkar. Við erum mótuð af hendingu, engu síður en sjónarmið okkar, og
mótunin er að verulegu leyti hin sama. Við og viðhorf okkar deilum ekki ein-
faldlega stund og stað. Ef við raunverulega skiljum þetta, af nokkurri dýpt,
erum við laus undan því sem er raunar önnur tálsýn vísindahyggjunnar, að
það sé hlutverk okkar, sem skynsamra gerenda, að leita, eða hið minnsta fikra
okkur eftir fremsta megni, að því kerfi stjórnmála- og siðferðishugmynda
sem væri best frá altækum sjónarhóli, sjónarhóli sem væri laus við tilfallandi
söguleg sjónarmið.
Ef við getum sagt skilið við þessa blekkingu munum við sjá að það er eng-
inn innbyggður ágreiningur milli verknaðanna þriggja: í fyrsta lagi, fyrsta
stigs verknaðarins að athafna sig og þræta innan ramma hugmynda okkar; í
öðru lagi, heimspekilega verknaðarins að yfirvega þessar hugmyndir á al-
mennara stigi og reyna að öðlast betri skilning á þeim; og í þriðja lagi, sögu-
lega verknaðarins að skilja hvaðan þær komu. Verknaðirnir eru á ýmsan hátt
samfelldir hver við annan. Þetta auðveldar að skilgreina bæði greind í stjórn-
málastarfi (vegna tengsla hins fyrsta við númer tvö og þrjú) og raunsæi í
stjórnmálaheimspeki (vegna tengsla annars við númer eitt og þrjú.) Sé
nokkrum erfiðleikum háð að sameina þriðja verknaðinn hinum tveimur fyrri,
þá felst erfiðið í að hugsa um tvo hluti í einu, vandinn er ekki að taka báða
alvarlega af samkvæmni.