Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 214
212
Garðar Arnason
um sem knýr áfram viðkomandi þekkingarframleiðslu. Foucault lagði
áherslu á að þótt vald sé ekki endilega neikvætt, þá er hættan alltaf yfirvof-
andi í því.
Vísindagagnrýni af þessu tagi beinist ekki að vísindum almennt, og sjald-
an að einstökum vísindagreinum. Hún beinist að ákveðinni afmarkaðri vís-
indastarfsemi, að tiltekinni þekkingarframleiðslu, þar sem valdatengsl eru úr
jafnvægi eða gagnrýnandanum þykir að sér vegið. Gagnrýni, segir Foucault,
er „athöfn þar sem einstaklingurinn gefur sjálfum sér rétt til þess að vefengja
valdsáhrif sannleikans og að vefengja sannleiksorðræður valdsins.1'38
Þessi gagnrýni lítur ekki til altækra grunnreglna fyrir alla þekkingu, held-
ur skoðar hvernig tiltekin þekking varð til sögulega, yfirfull af tilviljunum
og gerræði. Gagnrýnin tekur ekki einstaklinginn sem gefinn og spyr hvað
honum sé ókleift að segja eða gera í ljósi þess hver hann er, heldur mun hún
laða fram „úr vitneskjunni um að við erum mótuð af ytri aðstæðum, tilvilj-
unum, o.s.frv., möguleikann á að hætta að vera, gera og hugsa það sem við
erum, gerum og hugsum. Hún leitast ekki við að skapa loks skilyrði fyrir
vísindalega frumspeki; hún leitast við að þoka áfram, eins langt og á eins
víðum grundvelli og mögulegt er, hinu óskilgreinda starfi frelsisins."39 Ef
við viljum vera, gera og hugsa annað en við erum, gerum og hugsum nú,
hljótum við að beina gagnrýni okkar að þeim vísindum sem vilja segja okk-
ur sannleikann um hvað við séum, og hvað sé „eðlilegt“ að gera og hugsa.
Sannleikur
Ef vísindagagnrýni hefur frelsið að markmiði, ekki frelsi undan vísindum
heldur frelsi til að verjast valdsáhrifum tiltekinnar vísindalegrar orðræðu og
afvopna vísindalega orðræðu valdsins, hvaða afstöðu getur hún haft til sann-
leikans? I nútíma vestrænum samfélögum gera vísindalegar fullyrðingar
meira tilkall til sannleikans en nokkur önnur tegund fullyrðinga. Vísindaleg
fullyrðing trompar allar aðrar fullyrðingar þegar spurt er um sannleikann.
Og á ekki sannleikurinn að gera okkur frjáls?
Foucault hefur verið sakaður um afstæðishyggju, en hann hafði lítinn
áhuga á að taka þátt í deilum um afstæðishyggju og algildi, sem lengi hafa
einkennt enskumælandi heimspekiumræðu en síður þótt áhyggjuefni á meg-
inlandinu. I fornminjafræði Orða og hluta ákvarðar hugsunarkerfið hvaða
setningar geti yfirleitt komið til greina sem sannar eða ósannar, en það
ákvarðar ekki sanngildið sjálft. Sannleikurinn er ekki afstæður hugsunar-
kerfinu, heldur getur setning sem er sönn í einu hugsunarkerfi reynst óskilj-
anleg eða merkingarlaus í öðru hugsunarkerfi. Hún gæti einfaldlega verið
38 Michel Foucault: „What is Critique? [1978]“ í Foucault: Politics ofTruth, New York, 1997, bls. 32.
39 Michel Foucault: „Hvað er upplýsing? [1984]“, ísl. þýð. Torfi H. Tulinius, Skfmir 1993, bls. 401. Sjá
einnig: Skúli Sigurðsson: „Framfarir, hugsanafrelsi og rofabörð: Hugleiðingar um vísinda- og tækni-
sögu“ Loftur Guttormsson o.fl. (ritstj.): Islenskir sagnfrœðingar: Seinna bindi: Viðhorf og rannsóknir,
Reykjavík 2002, bls. 433-440.