Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 29
Vandkvæöi siðfræðinnar
27
og heimtið vegabréfið af þessari kröfu, þá held ég að þið lifið örlítið rétt í
hinu ranga.
En ég vil í það minnsta segja nokkur orð til viðbótar um afstæðishyggjuna.
Þið hafið væntanlega tekið eftir því að í þessum fyrirlestrum hef ég lítið skipt
mér af hinu fræga vandamáli siðferðilegrar afstæðishyggju. Astæðan er sú að
ég tel þetta vandamál að miklu leyti vera það sem með öðru, mikið misnot-
uðu hugtaki kallast gervivandi. Því það er alls ekki afstætt að hér og nú gilda
tilteknar skoðanir og hugmyndafræði. Þær birtast okkur sífellt sem altækar
og (skuld)bindandi. Og gagmýnin á þetta falska altæka — eða, eins og hinn
ungi Hegel nefndi það, á „hið raunverulega í gildandi siðaskoðunum“n - er
mun biýnni en leitin að einhverjum altækum gildum, sem eru fest upp í ei-
lífðina, hanga niður úr henni eins og fiskur niður úr trönum, og eiga að vísa
manni út yfir þetta afstæði: Raunverulegar, lifandi manneskjur sem reyna að
lifa siðsamlegu lífi hafa hreinlega ekkert að gera með þess háttar gildi. Á
hinn bóginn er handahófið að baki skipaninni og gildunum, sem alltaf kem-
ur upp þegar fólk heldur að það verði að sigrast á afstæðishyggjunni, að sínu
leyti geðþóttaverk, frjálslega sett skipan, Oeoei, en ekki (þvaei. Og einmitt
þess vegna verður það afstæðinu sem það fordæmir að bráð. Að þessu leyti
mætti segja, eins og ég hef reynt að útlista nákvæmlega í öðru fræðiriti,
nefnilega í Frumrýninni,12 að hugtak afstæðishyggjunnar sé fylgifiskur al-
tækishyggjunnar, og hin díalektíska hugsun - ef ég veit þá yfirleitt hvað það
er - væri hugsun, sem, með orðalagi Nietzsches, væri handan þessara val-
kosta.13 Aftur á móti leiðir frumregla hinnar ákveðnu neitunar, eins og hana
er að finna í hinu gríðarlega höfundarverki Karls Kraus (og þetta nafn vil ég
þó í það minnsta nefna nú á síðustu mínútum fyrirlestursins), í rauninni út
yfir þetta svokallaða afstæði. Við vitum kannski ekki hvað hið algóða eða hið
altæka viðmið er, nú eða hvað maðurinn, mennskan eða mannúðin er, en við
vitum nákvæmlega hvað hið ómannúðlega er. Og ég myndi segja að nú til
dags væri hlutverk siðfræðinnar fordæming hins ómannlega, fremur en að
skilgreina veru mannsins með sérteknum hætti sem felur ekki í sér nokkra
skuldbindingu. í stuttu máli sagt: Öll vandamál siðfræðinnar falla undir
meginreglu einkasiðfræði, það er að segja: Þau eiga við samfélag sem er byggt
á einstaklingshyggju og er í raun úrelt. Þetta samfélag einstaklingshyggjunn-
ar byrgir í sér takmarkanir og sérstæði sem hægt er að ráða af svokölluðum
höfuðvanda siðfræðinnar, nefnilega vandamálinu um frelsi viljans. Af þeirri
ástæðu gemr siðfræðin, sem er óhjákvæmilega einkasiðfræði, ekki hafið sig
upp yfir gagnkvæður frelsis og löggengis, eins og þær voru settar fram í
heimspeki Kants. Þar eru þær óleystar og einmitt þess vegna svo dæmigerð-
ar. Samkvæmt Kant er maðurinn samofinn náttúrunni, en það má líka skilja
sem svo að maðurinn sé samofinn þjóðfélaginu. Því að það er ekkert frelsi í
hinu almenna helsi sem er í raun áunnið eðli okkar. Þess vegna er engin sið-
11 [Sjá Hegel, Werke, 1. bd., s. 239-241.]
12 [Adorno, Metakritik der Erkenntnistheorie (Gesammelte Schriften 5); ensk þýð.: Against Epistemology:
A Metacritique - Studies in Husserl and the Phenomenological Antinomies, Oxford: Blackwell, 1982.]
[Sjá aðallega kaflann „Dialektik wider Willen", fyrsta kafla Metakritik der Erkenntnistheorie.\
13