Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 209
Vísindi, gagnryni, sannleikur
207
mennar og af meiri nauðsyn; að gefa refsivaldinu dýpri festu í sam-
félaginu.22
Skilvirkar refsingar fólu í sér að nánast var hætt að beina refsingunni að h'k-
amanum. Refsingin mátti ekki vera hrottafengið sjónarspil þar sem líkaminn
var brennimerktur, afmyndaður eða jafnvel sundurbútaður og brenndur; held-
ur átti hún að vera áhrifaríkari sem meðferð og betrun afbrotamannsins. Og
þar sem refsingin gat ekki lengur beinst að h'kamanum, þá var talið að hún
gæti ekki beinst að neinu öðru en sáhnni. Refsingin felst því annars vegar í
því að afbrotamaðurinn missir rétt, einkum réttinn til frelsis, og hins vegar í
því að gera afbrotamanninn að betri manni með betrunarvist og meðferð.
Tvennt í sögulegri greiningu Foucaults er sláandi. I fyrsta lagi varð grund-
vallarbreyting á eðh valdsins í vestrænum samfélögum nútímans á nýöld.
Þessi breyting birtist í þeim breytingum sem urðu á hegningarstílnum á
seinni hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar. Frásögn Foucaults af þessum
breytingum skýrir hvort tveggja valdshugtak hans og sögulegt samhengi
þess, ekki síst hvernig þróun valdsins helst í hendur við iðnbyltinguna og út-
breiðslu kapítalismans. I öðru lagi er valdið í hinu nýja valdskipulagi nátengt
pekkingu og þarmeð mannvísindum. Ekki var lengur nóg að vita hvert af-
brotið var og hver framdi það, heldur varð að afla þekkingar á afbrotamann-
inum sjálfum sem slíkum, til að hægt væri að dæma hann, refsa honum og
gera hann að betri manni. Hegningarkerfið sem þróaðist á öndverðri 19. öld,
og þekkingarframleiðslan sem því fylgdi, skapaði nýja tegund af mönnum.
Þekkingin var ekki þekking á manni sem framið hafði afbrot, heldur þekk-
ing á afbrotamanninum, þ.e. á því hvers konar maður afbrotamaðurinn er.
Nýi hegningarstíhinn skapaði afbrotamanninn; ekki einungis sem viðfang
mannvísinda, heldur í almennari skilningi. Það var ekki hægt að vera af-
brotamaður fyrr en umrætt sigurverk þekkingarsköpunar og samfélags-
stjórnunar hafði fest sig í sessi. Valdið var verklegt og skapandi.
Annað dæmi um samspil valds og þekkingar í sögu hegningarinnar er ör-
lög morðingjans Pierre Riviére, sem myrti móður sína og tvö systkini sín 3.
júní 1835. Riviére fékk gjörólíka meðhöndlun en þá sem hann hefði fengið
fyrir sams konar verknað aðeins fáeinum áratugum áður. Hann var rannsak-
aður. Foucault stýrði útgáfii á málsskjölum Pierre Riviéres sen birtist árið
1973 í bók sem nefnist Eg, Pierre Riviére, hafandi drepið móður mína, systur
og bróður,23 Meðal málsskjalanna má finna læknisfræðileg og lögfræðileg
álit, skýrslur, yfirheyrslur og meira að segja æviminningar Pierres. I einni yf-
irheyrslu er Pierre spurður: ,,[Þ]ú hefiir oft krossfest froska og unga fiugla;
hvaða tilfinning leiddi þig til slíkra verka?“ Og Pierre svarar: ,,[E]g naut
þeirra".24 Ekki dugði lengur að vita að Pierre hefði drepið móður sína og
systkini; til þess að dæma og refsa Pierre þurfti skilning á skapgerð hans,
22 Michel Foucault: Discifline and Punish, bls. 82.
23 Michel Foucault (ritstj.): Moi, Pierre Riviére, ayant égorgé ma mére, ma sœur et mon frére, París 1973.
Hér er stuðst við enska byðingu: I, Pierre Riviére, Havinp Slauvhíered My Mother, My Sister and My
Brother, New York, 1975.
Sami, bls. 35.
24