Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 74
72
Bernard Williams
un hans: í fyrsta lagi, að heimspeki sé eins og best verður á kosið og sé á eng-
an hátt síðri vísindum; í öðru lagi, að væri altæk hugtekning heimsins til, sú
eftirmynd hans sem væri jafn óháð sjónarhóli og unnt er, þá væri hún betri
en þær eftirmyndir sem háðari eru sjónarhólum eða staðbundnari. Nú er hin
fyrri þessara ályktana hálfsönn, að segja má: þó svo heimspeki sé síðri en
náttúruvísindi í sumum hlutum, til dæmis að uppgötva eðh stjörnuþyrpinga
(eða, hafi ég haft rétt fyrir mér um hina altæku hugtekningu, að setja fram
heiminn eins og hann er í sjálfum sér) þá er hún betri en náttúruvísindi í öðr-
um hlutum, til dæmis að skilja hvað við ætlumst fyrir með vitsmunalegum
athöfnum okkar. En síðari ályktunin sem ég eignaði Putnam, að væri nokk-
ur altæk hugtekning til, þá væri hún á einhvern hátt betri en þær eftirmynd-
ir sem háðari eru sjónarhóli - hún er beinlínis ósönn. Jafnvel þótt gera mætti
grein fyrir heiminum svo gott sem óháð sjónarhóli, væri sú greinargerð ekki
sérlega gagnleg til margra markmiða okkar, svo sem að skilja vitsmunalegar
athafnir okkar og aðrar, eða svo mikið sem að halda þessum athöfnum áfram.
Til þessara ætlunarverka — einkum til þess að öðlast skilning á sjálfum okk-
ur - þurfum við hugtök og útskýringar með rætur í staðbundnari háttum
okkar, menningu og sögu og þeim er ekki hægt að skipta út fyrir hugtök sem
við kynnum að deila með afar ólíkum heimskönnuðum. Hála orðið „við“
merkir hér ekki „við öllsömul" sem færir saman í algerlega sértækan söfnuð
allar verur sem mannverur gætu hugsanlega átt samskipti við um eðli heims-
ins. Þetta er aðgreiningar-„við“, það er, mannverur aðgreindar frá öðrum
hugsanlegum verum; og, hvað ýmsar mannvenjur áhrærir, getur það vita-
skuld átt við smærri hópa en mannkyn sem heild.
Til að draga saman þennan hluta rökfærslunnar, þá eru hér gerð tvenn mis-
tök. I fyrsta lagi að gefa sér að fyrst öll hugtök okkar eru, í ákveðnum óumd-
eilanlegum skilningi, okkar, þá séu þau öll jafn staðbundin eða háð sjónarhóh,
og að hvað þetta varðar sé enginn greinarmunur á til dæmis hugtökum eðhs-
fræði og hugtökum stjórnmála eða siðfræði. Hin mistökin eru að gera ráð fyr-
ir að, sé slíkur greinarmunur til, og eitt mengi þessara hugtaka, til dæmis hug-
tök eðlisfræðinnar, sé mögulega algilt í heimfærslu og notagildi, þá leiði af því
að þau hugtök séu einhvern veginn í sjálfum sér betri en staðbundin hugtök,
sem eiga sér mannlegan og ef til vill sögulegan grundvöll. Síðari vihan er af
meiði vísindahyggju, og hún er það eins þótt maður hafni möguleikanum á að
hægt sé að gera greinarmuninn. Fólk sem neitar greinarmuninum en heldur í
villuna - sem trúir semsagt að engin altæk hugtekning sé til, en ef svo væri,
þá væri hún betri en nokkur önnur framsetning heimsins - þetta fólk aðhyll-
ist staðlausa vísindahyggju: eiginlega eins og guðleysingi er í raun trúaður ef
hann heldur að fyrst Guð sé ekki til sé allt leyfilegt.
Putnam gerir ráð fyrir að væri eitthvað til í ætt við altæka hugtekningu
heimsins, þá yrði greinargerð fyrir merkingarvenslum einnig að vera hluti
hennar; þess vegna álítur hann þá heimspekilegu áætlun vísindasinnaða, sem
hefur tekið á sig margar myndir, að reyna að gera grein fyrir merkingar-
venslum á borð við tilvísun með ónormatífum, vísindalegum heitum. Ætla
mætti að það væri spurning hvort slík fyrirætlan væri nauðsynlega vísinda-