Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 56
54
Geir Sigurðsson
heimsfræði í kínverskri heimspeki“ (1937). Þótt hún sé komin nokkuð til ára
sinna er hún vel til þess fallin að kynna kínverska heimspeki fyrir þeim sem
lítið þekkja til hennar. Von mín er sú að grein þessi muni vekja nægilega for-
vitni íslenskra áhugamanna um heimspeki til að þeir freistist til að ljúka upp
næst þegar kínverskir hugsuðir drepa á dyr.
I umfjöllun sinni greinir Tang tólf „forsendur" eða „sjónarmið" sem ein-
kenna klassíska kínverska heimspeki og greina hana frá vestrænni og ind-
verskri heimspeki. Hér að neðan mun ég telja upp þessi sjónarmið og draga
fram kjarnann í útlistingu Tangs.4
1.1 alheiminum er veruleikinn falinn í tóminu
Kínversk hugsun gerir ekki tímanlegan greinarmun á „veru“ og „óveru“ í
þeim skilningi að hið verandi hafi orðið til úr því sem var ekki. Raunar mætti
segja að hún hafi enga eiginlega „heimsmyndunarfræði“ að geyma, því ekki
er gert ráð fyrir að veruleikinn í heild sinni hafi einhvern tíma „orðið til“.
Tómið er þar af leiðandi ekki auðkennt með óreiðu sem úr verður skipuleg-
ur og stöðugur veruleiki.5 I veruleikanum eru heldur engar óbreytanlegar
„verundir“ sem honum liggja til grundvaUar eftir tilurð hans. Þannig felur
kínversk heimsfræði í sér tóm en ekki óreiðu, veruleika en ekki fasta skipan.
Eðli alheimsins er hvorki „vera“ né „óvera“, heldur felst veran í óverunni og
óveran í verunni.
Hvað varðar tilurð fyrirbæra alheimsins mætti hins vegar segja að þar sem
veran og óveran felast hvor í annarri spretti öll vera úr óveru og getur óvera
jafnframt breyst í veru. I þessum formlega skilningi er óveran upprunalegri
en veran, því hún felur upprunalega í sér veruna og breytist ekki í hana á sviði
verunnar sjálfrar. Auk þess felur hún í sér eigin orsök. Því segja kínverskir
heimspekingar gjarnan að „hinir tíu þúsund hlutir“6 verði til úr óverunni.
Þetta má þó ekki skilja sem svo að óveran sé upprunalegri en veran í tíma,
heldur lýsir þetta einungis almennri tilurð hlutanna innan alheimsins.
Ég hef reynt að takmarka mig við umfjöllun Tangs um kínverska heimspcki, en hann hcfur jafnan
mál sitt í hverjum lið íyrir sig á því að reifa almenn einkenni vestrænnar og indverskrar heimspeki
sem hann síðan ber saman við hin kínversku. Tang tekur auk þess fjölmörg dæmi úr verkum kín-
verskra heimspekinga til að styðja greiningu sína. Þar sem flest þessara dæma krefjast flókinna og
langra skýringa sem hér verður ekki við komið hef ég kosið að þýða einungis lítið brot þeirra. í neð-
anmálsgreinum bæti ég þó inn stuttum skýringum þar sem við á og stundum hef ég bætt við umfjöll-
un Tangs með tilvísun til umfjöllunar annarra höfunda um sama eða skylt efni.
Um skortinn á heimsmyndunarfræði í kínverskri hugsun og sérkenni vestrænna hugmynda um
óhugnanleika „óreiðunnar íyrir sköpun heimsins, sjá Hall og Ames, Anticifating China, s. 10 o.áfr.
Wan wu. Þetta forna hugtak vísar til heildar þess sem á sér tilvist í veröldinni, að manninum með-
töldum. Hafa ber í huga að hið kínverska efnishugtak felur í sér hugmyndina um stöðugar breyt-
ingar, eins og vikið verður að síðar, og því ber ekki að skilja „hlut“ með of hlutgerðum hætti, ef svo
mætti komast að orði. Af þessum sökum hafa Ames og Hall (Focusing the Familiar} s. 81} Daodej-
ing, s. 67) kosið að þýða wu sem „ferli og atburðir" {processes and events). Þótt ég telji þá þýðingu
nær lægi kemur hún nokkuð ankannalega fyrir sjónir og því notast ég að hefðbundnum hætti við
hugtakið „hlutur".