Hugur - 01.01.2004, Síða 184
i82
Hjörleifur Finnsson
ar.23 Þannig verður menningin náttúruleg. Eða með orðum Donnu Har-
away: „Krabbameinsmúsin™ sem og „framfarir innan genatækninnar" kenna
okkur að náttúran er hreinn tilbúningur. En þessi lexía er rótgróin í langlífri,
þjóðernisbundinni, náttúruvæðandi orðræðu, sem stöðugt réttlætir „félags-
legt“ skipulag með hugtökum „náttúrulegs“ réttmætis."24 Hvorutveggja,
menningu og náttúru, liggur sama lögmál samkeppni, (frjáls) (úr)vals, há-
marksnýtingar og framfara til grundvallar. Líftæknivísindi eftirnútímans fela
valdaafstöður sínar með því að framleiða orðræðu sem segir menninguna (og
þar með framleiðsluhætti líftæknivísindanna sjálfra) náttúrulega, og þar með
hlutlausa og ópólitíska, sem aftur réttlætir sannleikstilkall þeirra. Náttúra og
menning renna saman í nýtt náttúruhugtak verklegrar náttúru: náttúru sem
rekur sig eins og fyrirtæki. Náttúran er verkleg og sömuleiðis menningin sem
er þá aftur náttúruleg. En hvernig svarar þetta spurningunni hér að ofan?
Hvernig getur þessi orðræða réttlætt og tryggt framleiðsluhætti nýs kapítal-
isma? Jú, verkleg náttúra er kapítalísk náttúra um leið og kapítalisminn er
náttúruleg samfélagsgerð og menning. Náttúran er orðin meira en grund-
völlur menningarinnar, hún er orðin menning, en er þó eftir sem áður það
sem er gefið, hráefnið. Þetta nýja hugtak náttúrunnar opnar möguleika á
landnámi, nýtingu og arðráni. Svið sem áður voru utan kapítalískra fram-
leiðsluhátta opnast og það sem takmarkaði þá leysist upp. Maðurinn stend-
ur þá hvorki utan við svið hráefnis né afurða. Helgi hans er horfin og sömu-
leiðis öll hugmyndafræði ósnertanleika.25 Mannhelgi mannhyggjunnar víkur
fyrir námugreftri líftækninnar. „Innri“ náttúra mannsins verður hráefnið.
Náttúran rekur sig eins og fyrirtæki um leið og fyrirtækin fylgja „náttúruleg-
um“ ferlum samkeppni, vals, bestunar og framfara.
Pólitísk framleiðslustaða vísindamannsins er þó eftir sem áður hulin und-
ir dulu hinnar eldri orðræðu og framsókn vísindanna réttlætt með sannleiks-
hugtaki og hlutleysishugmynd nútímans.
3. Genavœðingin og áhœttusjálfsstjórn nýfrjálshyggjunnar
Eins og fram kemur í fyrsta hluta greinarinnar snýst annar af pólum lífvalds-
ins um tölfræðilega rannsókn og stjórnun á landslýð eða íbúum sem massa.
23 Frægastur er Herbert Spencer (1820-1903), sem var einn af þeim sem þróaði hinn svokallaða félags-
Darwinisma (social Darwinism). Hann réttlætir félagslega misskiptingu gæða með tilvísun í náttúru-
legt úrval (selection). Þetta stef endurómar sem aldrei fyrr í nýfrjálshyggjunni og er dæmi um hvernig
ein af einkennandi orðræðum nútímans endurframleiðist í eftirnútímanum: „Öfugt við það sem hald-
ið er fram í mörgum póstmódernískum greinargerðum, þá eyðir heimsvaldavélin alls ekki stórsögum
heldur, þvert á móti, framleiðir hún þær og endurframleiðir (ekki síst hugmyndafræðilegar stórfrá-
sagnir) til að réttmæta og hylla eigið vald.“ Sjá Negri og Hardt, „Lífpólitísk framleiðsla", s. 167.
24 Donna Haraway, „Anspruchsloser Zeuge@Zweites Jahrtausend. FrauMann© trifft OncoMouse™",
s. 379.
25 Framgang sameindalífræðinnar og Hftækniiðnarins líkir Lemke við tilurð veraldlegra trúarbragða sem
snúast um heiUaloforð endanlegra lækninga mannlegs böls. En þessi framgangur er á kostnað mann-
helginnar: „Vissulega á heillaloforðið sér gjald: Lífið er héðan af hvorki heilagt né óframseljanlegt“.
Thomas Lemke, „Regierung der Risiken“, s. 228.