Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 60

Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 60
58 Svavar Hrafn Svavarsson dulúðarhulunni ekki verið svipt af náttúrunni á þann afgerandi hátt sem síðar varð. Svið efnislegrar náttúru og svið mannlegrar skynsemi höfðu ekki verið að- skilin á sama hátt. Greinarmunurinn sem hefúr verið til staðar á nýöld var ekki til staðar í fornöld. Þess vegna var ekki gh'mt við nákvæmlega sömu heimspekilegu vandamál, til dæmis innan þekkingarfræðinnar. Hins vegar kann að vera að sið- fræði fornaldar, sérstaklega Aristótelesar, sé nú lesin á forsendum þessa grein- armunar, þannig að réttlæta þurfi hið siðferðilega með téðri smættun. Sé siðfræði fornaldar mislesin á þennan hátt, mætti bregðast við á tvo vegu. Annars vegar mætti segja að fornmenn hafi vissulega réttlætt siðferði með tilvísun til þess sem er utan siðferðis, nefnilega náttúrunnar, en á annan hátt en heimspek- ingar nýaldar hafi gert. Ekki örli á smættun. Náttúran sjálf sé hins vegar hlaðin boðkrafti (sem ólíkir heimspekingar gætu skýrt á ólíkan hátt en sprytti eflaust af náttúrulegum gæðum, því sem er gott fyrir t.d. manninn) - hún sé normatíf- og því þurfi að skilja hana til að vita hvernig skuli breyta. Hún sé í þeim skilningi bjarg og grunnur. Hins vegar mætti einfaldlega hafna þeirri hugmynd að náttúran stæði á þennan hátt undir hinu siðferðilega. Náttúran sé ekki undirstaða siðferðis. Þar sem hún sé hlaðin boðkrafti (tali til mannsins þannig að hann hefur ástæðu til að hlýða) hljóti hún að vera samofin hinu siðferðilega frá upphafi.3 Væntanlega skiptir öflu máli hvaða skilningi þessi boðkraftur er skilinn.4 Hvort tveggja hefur verið reynt. Ef fyrri leiðin er farin, lesum við siðfræði fornaldar þannig að réttlæta megi siðferði með tflvísun til þess sem er utan siðferðis (svo sem líffræði náttúrulegra tegunda að hætti Aristótelesar sem tiltekur náttúruleg gæði mannsins), sem verði þá bjarg sem siðferði stendur á. Samkvæmt hinum sem velja síðari leiðina væri slíkur lestur sögulega vafasamur og hugsanlega heimspekilega ófúllnægjandi. Hann væri sögulega vafasamur af tvennum sökum. Hann skildi í raun siðfræði fornaldar á forsendum þeirrar tvíhyggju sem ég eignaði nútímaheimspeki. Og hann ætti sér varla stoð í textunum sem við eigum frá fornöldinni, sem hlaða nátt- úruna (misjafnlega mikluro) siðferdilegum boðkrafti.5 Þess utan væri hann heim- spekilega vafasamur, samkvæmt harðasta gagnrýnandanum, John McDowell, sem hefur hafnað þessum lestri á siðfræði Aristótelesar og líklega aflra fornmanna. Ástæðan sé sú að téð tvíhyggja anda og efnis, sem lesturinn byggir á, sé fátækleg frumspeki.6 Það er elcki ætlunin að ijalla um frumspeld McDowells og tilraun hans til að leysa (öll) grundvallarvandamál nútímaheimspeki, sem hann rekur til áður- nefndrar tvíhyggju. Þessi tilraun hans snertir reyndar fornaldarheimspeki, því McDowell leitar fyrirmyndar sinnar í siðfræði Aristótelesar, þar sem hann finnur 3 Um þennan skilning á náttúruhyggju fornaldar, sjá helst Annas 1993:135-38. 4 Logi Gunnarsson 2003 hefur rætt um og gagnrýnt náttúruhyggju sem bjarghyggju, eða grunn- hyggju sem hann kallar (!). Logi leitar eflaust nokkuð til McDoweUs og hugmyndar hans um náttúruhyggju sem er ekki bjarghyggja, til dæmis eins og sú hugmynd birtist í McDowell 1995. 5 Sjá Annas 1993,3. kafla. 6 McDowell heldur því fram að náttúran sé innan röksviðs skynseminnar, en ekki sem sköpunar- verk hugarins (að hætti róttækrar hughyggju), nema að svo miklu leyti sem starfsemi hugarins sé sjálf hluti náttúrunnar og leitist við að skilja hana. Sú viðleitni hljóti að gera ráð fyrir því að náttúran sé innan röksviðs skynseminnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.