Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 66
64
Svavar Hrafn Svavarsson
Hvers vegna er gott, samkvæmt stóumönnum, að breyta skynsamlega og velja
það sem er í samræmi við náttúruna? Þegar manneskjan hefur öðlast skynsemi
og áttað sig á að hinir ýmsu náttúrulegu hlutir tilheyra henni, þá breytir hún
skynsamlega með því að velja það sem samræmist náttúru hennar. A þessu stigi
getur manneskjan þróað með sér fullkomna samkvæmni í breytni sinni. Þegar
það gerist kann manneskjan að gera sér grein fyrir hvað eitt sé raunverulega gott,
nefnilega stöðug og samkvæm breytni í samræmi við náttúru heimsins, og ekk-
ert annað. En til að gera sér grein fyrir þessu verður manneskjan einnig að hafa
skilið að náttúruleg skipan heimsins er sjálf góð og skynsamleg. Sá skilningur
gerir ráð fyrir þekkingu á gangverki heimsins, sem tilheyrir stóískri náttúrufræði.
Þar má finna margvísleg rök fyrir þeirri hugmynd að heimurinn sé skynsamur og
góður, m.a. hönnunarrök.26 Maður verður að skilja skynsemi og góðleika náttúr-
unnar sjálfrar til að geta skilið að það er skynsamlegt og gott að fylgja náttúrunni.
Slíkur skilningur er aðeins á færi fullkomlega skynsamrar manneskju, hins stóíska
vitrings. Slík manneskja ein skilur skynsemi og góðleika heimsins og breytir í
samræmi við skilning sinn.27
Hið góða, hið vonda og hið hlutlausa
Náttúran gæðir manneskju sjálfsbjargarhvöt og gáfum sem gera henni kleift að
velja á milli þeirra hluta sem ýmist stuðla að eða hindra líkamlega og félagslega
velmegun hennar. Þetta eru hlutirnir sem eru í samræmi við náttúruna eða and-
stæðir henni. Flestir heimspekingar myndu kalla þá líkamleg og félagsleg gæði.
Fyrir stóumenn er hins vegar ekkert gott nema fullkomnun skynseminnar og
ekkert slæmt nema andstæða þessa, hefting hennar og spilling. Allt sem fellur
þar á milli er hlutlaust (áóiátþopa), því ekkert af því hefur áhrif á farsæld mann-
eskjunnar. Hefting og spilling eiga sér rætur annars vegar í mistökum manneskj-
unnar og hins vegar í spillandi áhrifum samfélagsins. Greinarmunurinn á náttúru
mannsins og úrkynjun herínar virðist vera hlaðinn. Hugum að farsældinni síðar,
athugum nú þetta hlutleysi þess sem eigi að síður getur verið viðfangsefni hvata
okkar og vals.
Þótt hið hlutlausa skipti engu máli fyrir farsæld manneskjunnar, egna hvatir
hennar hana til að leita ákveðinna hlutlausra viðfanga frekar en annarra. Þetta
eru þau viðföng sem eru í samræmi við náttúruna, eins og heilbrigði. Þannig við-
föng fá okkur til að breyta. Þótt viðföng þessi skorti siðferðilegt gildi (góðleika),
geta þau eigi að síður haft til að bera gildi, sem þau öðlast í krafti þess að vera í
samræmi við náttúruna. Að sama skapi hvetur náttúran okkur til að forðast hluti
sem erú andstæðir náttúrunni. Stóumenn segja að þessir hlutir hafi vangildi (sem
er dæmi um hugtakasmíði þeirra). Margt hefur alls ekkert gildi, svo sem hvort
fjöldi höfuðhára minna sé oddatala eða slétt. Munurinn á hlutlausu viðfangi með
26 Um hönnunarrök stóumanna, sjá Sedley 2007, k. 7. Um náttúrufræði stóumanna almennt sjá
White 2003:124-52, og Algra 2003:153-79.
27 Enn má spyrja hvort sá skilningur sé siðferðilega hlaðinn á þann hátt að hann taki mið af siðfræði
stóumanna. Annas 2007 heldur því fram.