Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 85

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 85
Leiðin að æðstu náttúru 83 áður kunnað að meta líkama.15 Þannig sýnist honum að slík túlkun á Platoni geti ekki staðist. Það ber að hafa í huga að Moravcsik virðist hér gefa sér að stærðfræði tilheyri vísindastiginu, sem sýnist skynsamlegt þrátt fyrir að Platon nefni það ekki berum orðum í Samdrykkjunni, enda er stærðfræði alla jafna skilin sem sértæk vísindi. Rök Moravcsik gegn því að fara þurfi í gegnum stigin í réttri röð eru því þau að það sé fráleitt að setja stig, sem fjallar um líkama, sem forsendu fyrir stigi, sem fjallar um stærðfræði, því þarna sé um ólík svið að ræða. Þótt það felist ef til vill ekki beinlínis í skilningi Moravcsiks má leiða aðra aðfinnslu út frá honum. Hún er sú að ef stærðfræðiiðkun einskorðast við þriðja stigið, þá hljóti það að merkja að börn á fyrsta stiginu geti ekki fengist við stærðfræði. Það myndi stríða gegn hversdagslegri reynslu. Hvernig má þá verja það að fjórða skilyrði þroska- módelsins felist í „ástarstiganum"? Til að byrja með má benda á að þekking á þroskaleið mannsins er fyrst og fremst reynsluþekking. Sé það haft í huga er ekki hægt að útiloka að maður verði að hafa reynslu af líkömum áður en maður geti fengist við „vísindi", eins og Plat- on skilur þau. Það er í raun ekkert undarlegt við að fólk sé upptekið af ólíkum sviðum lífsins á ólíkum þroskastigum, enda er það í samræmi við hversdagslega reynslu. Börn hafa önnur áhugamál en fullorðnir sem skýrist væntanlega að hluta til af því að börn þurfa að ná tökum á ákveðnum hlutum áður en þau geta feng- Íst við áhugamál fullorðinna. Moravcsik getur því ekki gefið sér að fráleitt sé að ást á líkömum geti verið forsenda stærðfræðiiðkunar. Með þessu höfum við þó einungis opnað fyrir þann möguleika að líkamsstigið geti verið forsenda stærð- fræðinnar á vísindastiginu án þess að sýna fram á að svo hljóti að vera. Hér þarf því meira að koma til. Ef við skoðum þá fyrsta stigið betur sjáum við hvernig það hefur að gera með stærðfræðilega færni. Fram kom að maður elskar fyrst einn lílcama, svo fleiri og loks afla líkama. Þetta var túlkað sem það ferli að læra að sjá líkindi með hlutum og para þá undir eitt hugtak. Við sjáum í hendi okkar að samtímis hlýtur þetta ferli að vekja einstaklinginn til meðvitundar um tölur en öll stærðfræðileg færni er grundvöfluð á meðferð efnislegra hluta.16 Það kemur enda fram í Lögum Plat- ons að börn skuli fyrst læra stærðfræði með þessum hætti (VII.8i9).Túlkað svona felur fyrsta stigið þá í sér stærðfræði sem svarar síðari aðfinnslunni sem sett var fram hér að framan: krafan um að fólk þroskist í réttri röð útilokar að minnsta kosti ekki að við getum gert ráð fyrir að börn á fyrsta stigi „ástarstigans“ geti lært stærðfræði. Enn hefur því þó ekki verið svarað hvernig fyrsta stigið er forsenda þess þriðja. Var ekki einfaldlega rangt að staðsetja stærðfræðina á þriðja stiginu eins og Moravcsik virtist gera, á hún frekar heima strax á fyrsta stiginu? Þetta er ekki svona einfalt því gera þarf greinarmun á stærðfræði sem fæst við handfasta hluti og æðri sértækri stærðfræði, en Platon gerir sjálfur þennan !5 Moravcsik 1972: 289. Gríska orðið sem er þýtt sem „líkami11 er O0)(ia. Eins og það er notað í „ástarstiganum1 er því líklega ætlað að vísa fyrst og fremst til mannslíkama. Orðið getur þó einnig merkt „einhver efnislegur hlutur“ (Liddell og Scott 1889), sem ætti að styrkja þá túlkun sem hér er haldið fram, því það að fást við efnislega hluti almennt styrkir grundvöll stærðfræðilegrar færni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.