Helgafell - 01.09.1944, Qupperneq 105
ÉG VAR SKÁLDI GEFIN
263
samankomnar um tvær þúsundir
manna, og allir meira og minna
slompaðir af bjórdrykkju. Hér rakst
Jóhann á einn landa sinn, Pétur Jóns-
son óperusöngvara, og slóst hann í
hópinn ásamt unnustu sinni. í einu hlé-
inu reis Pétur á fætur og tók að syngja
með sinni miklu og fögru rödd, svo
að undir tók í þessum geysistóra sal.
Söngurinn vakti mikinn fögnuð og
hrifningu áheyrenda, og söngvaran-
um var óspart klappað lof í lófa. ViS
þetta fannst Söiberg hann allt í einu
vera orðinn að olnbogabarni í félags-
skapnum og fór þegar að tala um van-
metna vináttu. Jói taldi slíkt hjal al-
veg tilefnislaust, en Söiberg lét sér
ekki nægja orðin tóm, Jói yrði að sýna
hug sinn í verki og sverjast í fóst-
bræðralag við hann. Og ekki get ég
sannara orð sagt en að þarna drógu
þessir glæfrapiltar upp ryðgaðan vasa-
hníf, sem Söiberg átti, sörguðu rispur
í fingurna á sér með honum og blönd-
uðu samstundis blóði, vináttunni til
ævarandi staðfestingar.
SíSar fylgdist Söiberg meS okkur til
Innsbruck. ÞangaS ferSuðumst viS fót-
gangandi yfir hájökla í sindrandi sól-
skini. ViS lögðumst þreytt til hvíldar
á hverju kvöldi, í einhverri smákránni,
sem varS á vegi okkar, eftir aS hafa
neytt einu heitu máltíSarinnar, er völ
var á allan daginn, og drukkið síðan
heitt rommtoddí, sem okkur fannst viS
sannarlega eiga skiliS eftir erfiði dags-
ins.
Þetta ferðalag var sem sagt bæði
hressandi og skemmtilegt. ViS geng-
um frá morgni til kvölds í brennandi
sólskini yfir snæþakin fjöll. AS lok-
um komum viS aS litlu þorpi, sem Zirl
heitir. Þar breyttist veðrið, og gerði
hellirigningu, svo að viS misstum all-
an kjark til frekari ferðalaga og sett-
umst umsvifalaust inn í næstu lest,
sem ók okkur aftur til kjötkatlanna í
Múnchen.
Loksins kom aS kvöldinu, er frum-
sýningin fór fram á Fjalla-Eyvindi í
Konunglega leikhúsinu í Múnchen. —
En þar brugðust okkur allar vonir, svo
aS viS snerum hrelld og hrjáS til
Kaupmannahafnar aftur.
Minningar frá frumsýningu Fjalla-
Eyvindar í Kaupmannahöfn.
Um voriS áður en viS giftum okkur,
átti að halda frumsýningu á Fjalla-
Eyvindi í Kaupmannahöfn. Ó, þú
fagra veröld! Hvernig þessir dagar
liðu, fullir af óró, eftirvæntingu og
gleðiblöndnum ótta! Jóhannes Niel-
sen forstjóri hafði sagt hreinskilnis-
lega, að hann treysti sér ekki til að
setja leikritiS á sviS sjálfur, svo aS Jó-
hann varS aS vera viðstaddur á einka-
heimili hans á hverjum degi, meðan á
undirbúningnum stóS. Frú Jóhanna
Dybvad, leikkonan mikla, var stórhrif-
in af hinum upphaflegu leikslokum í
Fjalla-Eyvindi, þar sem Jóhann lætur
strokuhest krafsa í kofahurðina og
bjarga þannig lífi Eyvindar og Höllu,
þegar ekkert virtist bíða þeirra annað
en hungurdauðinn. Frú Dybvad vildi
ekki leika Höllu, nema þessi endir
fengi að haldast. Hún sagði, aS fólki
hlyti að finnast það hafa veriS viðstatt
hátíðlegustu guðsþjónustuna á ævi
sinni eftir leiksýningu með þeim enda-
lokum. Hún fékk vilja sínum fram-
gengt, en blöðin víttu Jóhann fyrir og
töldu hann hafa breytt leikritinu til
þess að geðjast kenjum áhorfendanna.
LeikritiS hafði þá komið út í bókar-
formi, og þar lauk því með dauða
Höllu.