Helgafell - 01.09.1944, Síða 119
FASTEIGNIR HREPPSINS
277
tíma á næstunni og þakki þeim löng
og skilvís viðskipti, þakki þeim sem
fulltrúi hreppsins og embættismaður,
þá hafnar hann ekki þeirri tillögu,
heldur býr sig af stað og fer. — Þetta
er á einmánuÖi og tekiÖ að hlýna í
veðri, og þegar oddvitinn kemur í Bæ-
inn, þá finnur hann strax, að ofsög-
um hefur verið sagt af kuldanum í
þessari fasteign hreppsins. Það er róg-
burÖur mestmegnis, uppgötvar hann,
pólitískar álygar andstæðinga hans og
hreppsfélagsins. En hann hefur ekki
orð á þessu við hjónin, veit, að þau
eiga enga sök á níÖinu, enda á förum
héðan til ríkara lífs. Hann rifjar að-
eins upp gamlar endurminningar við
þau, geldur þeim þakkir sínar fyrir
allt og allt, árnar þeim heilla. Einnig
talar hann um Jón Pétursson, mann
hinnar nýju tíðar, framkvæmdamann-
inn, peningamanninn. — ,,Skilið þið
kveðju minni til hans“, segir hann,
um leið og hann kveÖur. ,,Segið hon-
um, að gamla fæðingarþorpið muni
hann og sé stolt af að eiga slíkan son.
Adíu“. — Og hann ákveÖur að snúa
ekki heim, að svo búnu, heldur gera
í eitt skipti fyrir öll hreint fyrir sín-
um dyrum og framkvæma rannsókn
á hinni minni fasteign hreppsins um
leiÖ, heimsækja Pálu í Kofanum og
hnekkia þeim álygum, að hún hafi
bað ekki fullgott á eigninni, hvað þá
hænsnin, — þeim álygum yfir höfuð,
að eignin sé ekki íbúðarhæf og hreppn-
um til svívirÖu.
Pála er heima, hún er að moka út
undan hænsnunum, og það er ekki
laust við, að oddvitinn, sem er snyrti-
menni að eðlisfari, taki að naga sig í
handarbökin fyrir að hafa ekki farið
í vaðstígvélum að heiman. En hann
er ekki einungis snyrtimenni, heldur
og karlmenni að auki. Og hann kast-
ar lauslega kveðju á skjólstæÖing sinn
og tilkynnir, aS hann sé kominn hér
til eftirlits vegna orðróms um kulda.
Hvort hér sé yfirleitt nokkuð kalt ?
spyr hann og skimar til lofts og gólfs
á víxl, og potar staf sínum til rann-
sóknar í rauf á veggnum.
,,Ekki er þaS nú að öllum jafnaði,
ef hlýtt er í veðri“, upplýsir konan
án þess að slá slöku við iðju sína. Hún
heldur áfram að skafa hænsnaskítinn
af prikunum og hraÖar sér, eins og
hún ætli að bjóða þar oddvitanum til
sætis, þegar hún sé búin.
,,Ekki að öllum jafnaöi. nei“, hefur
oddvitinn upp eftir henni um leið og
hann tekur rögg á sig og stiklar inn fyr-
ir strigatjaldiÖ. En hann hefur þar
skamma viðdvöl, enga viðdvöl, nán-
ast sagt, heldur kemur hnerrandi til
baka, og hann kvartar um kvef og
grípur til klútsins, og kveSur.
,,Vertu nú sæl, Pála mín. Nei, nátt-
úrlega eru þau ekki sem bezt húsa-
kynnin, — en hver veit nema maður
geti eitthvaS gert. ViS sjáum nú til.
Jæja, vertu nú sæl“.
V.
ÞaS er komið vor, bráðum fardag-
ar meira að segja, og sólskin um allt,
og gömlu hjónin í Bænum búast sem
óðast til brottferðar. Þóra stendur í
hreingerningu, því að hún vill ekki
skila eign hreposins óhreinni af hönd-
um sér. Hún hefur borið allt innbúið
út, aS það viðrist í sólinni, sumt út á
snúru, sumt á kálgarðsvegginn og sumt
út á völl, allt eftir því hvað bezt hent-
ar hverju fyrir sig. — En Pétur Jóns-
son er niðri í þorpinu að selja Gullin-
hyrnu. — Hann kemur heim um há-
degisleytið og hefur gengið frá söl-