Helgafell - 01.09.1944, Side 150
308
HELGAFELL
heilnæmu geislum sólarljóssins, svo að unnt
verður að njóta til fulls sólbaða í húsum inni
og verða fallega útitekinn, þó að varla sé kom-
ið undir bert loft.
En þó að hilli undir þetta allt, eru óskahús-
in ekki fullbúin til flutnings í þau á morgun.
Um þau verður líkt háttað og himnaríki. Þau
heilla í fjarlægð í hugljúfum dagdraumum
til æviloka. En að því leyti verður öðruvísi
farið um þau en væntanlega himinsælu, að
menn rnunu smám saman fá forsmekk af gæð-
um þeirra í þessu lífi. Híbýlagerðin er þó
meðal hinna fáu af öllum vandamálum kom-
andi daga, sem ástæða er til að líta björtum
augum. Þegar friður kemst á, eiga menn v'tsa
von á betri húsakosti. Vegna sívaxandi þekk-
ingar í eðlisvísindum, miðar í átt til meiri þæg-
inda, nokkru meiri lífsgæða fyrir alla. En um
hitt verðum við litlu nær fyrstu friðarárin,
hvernig veita skal öllum þeim, sem nú hírast í
hreysum, ný og betri húsakynni, en það er þó
meginvandinn.
FRAMTÍÐARHORFUR í FLUGMÁLUM
eru glæsilegar, en skipulagning þeirra
er alþjóðlegt vandamál.
Ef til vill valda auknar flugferðir áhrifa-
ríkustum breytingum og augljósustum. Það
er furðulega heillandi að heyra að fljúga megi
frá New York til London á fimmtán stund-
urn og til Rio de Janeiro eða Buenos Aires á
tuttugu og fjórum. Engin höfuðborg heims
verður fjarlægari annarri en tvær eða þrjár dag-
leiðir. Og þegar flogið verður í nýju, skrúfu-
lausu flugvélunum, verður enn skemmra á
milli.
Við hlustum með mikilli eftirvæntingu á
ráðagerðir um sæflugvelli, gervieyjar, er lagt
verði víðs vegar um úthöfin, til þess að gera
flug milli heimsálfa þægilegra og öruggara.
Þar eiga að vera kvikmyndahús, tennisvellir,
gistihús og fleira af því tagi, auk benzíngeyma,
viðgerðasmiðja og veðurathugunastöðva. Flug-
vélarnar geta flutt fleiri farþega en ella, er þær
þurfa ekki að hafa meðferðis nema lítinn hluta
af hinum gífurlega benzxnforða, sem þær eyða
í slíkum langflugum. Þannig fjölgar farþeg-
um, — enda lét flugmálasérfræðingur einn svo
um mælt árið 1942: „Engin gild ástæða er
til að efast um, að fargjaldataxtinn á flug-
leiðum geti orðið tvö sent á enska mílu. Þá
verður fargjaldið milli Englands og Banda-
ríkjanna 70 dahr“. Þetta er hverju orði sann-
ara. Líklegt er þó, að allmörg ár líði áður en
sæflugvellirnir á blöðum verkfræðinganna kom-
ist á hafið og fargjöld yfir Atlantshaf kom-
ist niður í 70 dali En þar sem flugfar milli
London og New York kostar orðið aðeins 200
dali, er vissa fyrir því, að innan skamms muni
farþegaflug yfir úthöfin verða almenn og dag-
leg venja.
En hvað verður þá um fljótandi hallirnar,
svo sem Queen Mary og Normandie? Nóg
verður handa þeim að gera. Slík risaskip hafa
margvísleg þægindi að bjóða, sem ckki er unnt
að veita í flugvélum — kyrrð og næði, nautn
af ferðalaginu sjálfu og skemmtanir, sem eru
rúmfrekari en flugvélar leyfa. Eftir því scm
flugvélar stækka, mun þó samkeppni milli
þeirra og skipanna eflaust harðna um þá, sem
slíkra þæginda vilja njóta.
Alþjóðlegar flugferðir í stórum stíl mundu
óhugsandi, ef fara yrði eftir sundurleitum og
margvíslegum reglum og lagaboðum einstakra
ríkja um þau efni. Réttilega hefur verið sagt,
að í loftinu séu engar landamæralx'nur. Á fyrstu
árunum eftir styrjöldina munu þó árekstrar út
af landamæraleysi geimsins annars vegar, og
óþyrmilega skörpum landamærum á jarðarflet-
inum hins vegar, verða meðai hinna viðkvæm-
ustu vandamála í alþjóðaviðskiptum.
Margar alþjóðaráðstefnur mun þurfa að halda
til þ ess að semja sættir í hagsmunastreitum
og samkeppni milli flugfélaga einstakra
þjóða. Fyrir styrjöldina nutu flugfélög margra
landa fjárstyrkja úr hlutaðeigandi n'kissjóðum.
Oll munu þau, eða arftakar þeirra, fara á stúf-
ana, er friður kemst á.
Enn munu flugvellir þeir, sem Bandaríkja-
menn og Bretar hafa gert í öðrurri ríkjum
vegna hernaðarþarfa, valda erfiðleikum í al-
þjóðaflugmálum. Hverjum ber að ciga þá og
stjórna þeim að ófriði loknum? Þar sem
þetta viðfangsefni snertir fullveldi hlutaðeig-
andi ríkja, er lausn þess fjarri því að vera