Helgafell


Helgafell - 01.09.1944, Page 170

Helgafell - 01.09.1944, Page 170
328 HELGAFELL að staglast á Jónasi og Bjarna, setja þá hlið við hlið, mesta formsnilling íslenzks máls og það skáldið, sem virðist hafa átt einna erfiðast með að klæða miklar hugmyndir listrænum búningi. Það er hægt að setja þá upp sem andstæður, en ekki hliðstæður eða jafningja. Sambúð efnis og forms er eitt af dagskrármálum allra tíma, og á sviði bókmennta og fagurra hluta hefur varla verið rætt og deilt um annað meir, enda meginatriði, sem aldrei verður útrætt, fremur en sambúð karls og konu. En ég held, að villan hafi oft verið sú, að lögð hefur verið of mikil áherzla á annað tveggja, efni eða form, og þess ekki gætt sem skyldi, að í mikl- um listaverkum, eins og t. d. beztu kvæðum Jónasar, er yrkisefni og bún- ingur svo samtvinnuð, að þau verða ekki rakin sundur né metin hvort fyr- ir sig. Meðal nýrra bóka er Islands- \luWan óvenju glæsilegt dæmi slíks verks. Þar er þessi umrædda sambúð svo náin og snurðulaus, að kalla má fullkomna einingu, og maður getur farið að brjóta um það heilann, hvort það sé stíllinn, frásagnarhátturinn, sem upphaflega hefur laðað til sín þetta yrkisefni, eða efnisvalið fundið þenn- an stíl í sinni mynd, eða þá hvort- tveggja fylgzt að frá upphafi, orðið til hvort með öðru, eins og hrynjandi og efni ljóðræns kvæðis. Hin mikla tákn- ræna þessarar skáldsögu, sem þú hef- ur gert svo glögga grein fyrir, hill- ingaleikur höfundar með persónur og atburði liðinnar aldar, á sér hvarvetna hliðstæðu í málfari bókarinnar og stíl. Og þannig er markmið hennar og boð- skapur jöfnum höndum frásagnarhátt- urinn sjálfur, nýtízkur og sígildur í senn, og það sem sagt er frá. Þar kemst ekki hnífurinn á milli. I skáldsögu jafn táknrænni og Is- landsklukkan er eiga persónur það jafnan á hættu að vera gerðar að full- trúum þessa eða hins á kostnað mann- eðlis síns og einstaklingssvips, og mætti nefna um það fjölmörg dæmi. En í höndum Halldórs Kiljan Lax- ness þurfa þær engu að kvíða, fá að lifa lífi sínu í hröðum straumi atvik- anna og halda mannsmóti sínu ó- skertu með öllu. Nú er Íslandsklukk- an ekki sálfræðileg skáldsaga, enda útilokar frásagnaraðferð hennar allar hugarfars- og sálarlífslýsingar venju- legrar tegundar, en þó er hitt engu síður ljóst, að höfundur hefur umgeng- izt fólk sitt, unz hann þekkir jafnt ytra útlit þess sem innstu tilfinningar. Hann tekur þátt í kjörum þess, en verður því aldrei of samhuga, heyrir það alltaf og sér. Án þessarar þekk- ingar og skyggni, sem ekkert virðist hulið, væri höfundi ókleift að skapa slíkar mannlýsingar innan vébanda stílsins, lifandi einstaklinga og ímynd- ir öðrum þræði. Það veltur á ýmsu, hve nákvæmlegá hann lýsir persón- um sínum, útliti þeirra, fasi og klæða- burði: sumar eru kynntar með mikilli viðhöfn, sem minnir á lýsingar sögu- hetja í fornritum, aðrar einkenndar með fáum orðum, örfáum hnitmiðuðum dráttum. En þessi strik eiga þenslu verðandinnar og áhrifamagn og eru dregin með óskeikulu öryggi og auga fyrir sérkennum. Stundum er bætt inn í myndma óvæntu smáatriði og allt verður lióslifandi fyrir siónum manns, fólk, atvik, umhverfi. Ég skal til skýr- inear taka hér eitt dæmi, það er úr kaflanum um hýðingu Jóns Hregg- viðssonar. ,,Jóni Hreggviðssyni brá ekki við fyrstu höggin, en við fjórða og fimmta högg hljóp í skrokkinn stjarfi svo gengu upp á honum endarnir og vatn- aði undir fótleggi, andlit og ofanvert brjóst, en þungi mannsins hvíldi á spenntum kviðnum, hnefarnir kreppt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.