Helgafell


Helgafell - 01.09.1944, Page 175

Helgafell - 01.09.1944, Page 175
BÓKMENNTIR 333 hjartans rætist; en f jallið er og verður lokað og smám saman síast það inn í sljóa vitund hans, að allt er lygi, blekking. Hálfsturlaður af ang- ist flýr hann aftur til manna, til veru- leikans, þar sem hann á ekki heldur heima, munaðarlausari en nokkru sinni fyrr. Þessi frásögn er snilldar- verk, skrifuð af innsýn og djúpri sam- úð, sem yljar hana alla. Þessi van- þroska unglingur er svo mikið skáld í draumum sínum, að maður býst við, að eitthvað verði úr honum, einhvers konar Æri-Tobbi, ef ekki vill betur, býst við því líka af því, að í fyrsta hluta bókarinnar er hann aðalsöguhetj- an. En því miður, eftir þessa nótt er hann ekki annað en leiðinlegur fábjáni, sem manni stendur á sama um, og er þetta óneitanlega galli á byggingu bókarinnar. En hafa verður í huga, að þetta mun vera fyrsta bindi af stóru verki, og getur því margt átt eftir að skýrast, sem enn er nokkuð óljóst. Ekki er hægt að skilja svo við Fjall- ið og drauminn að minnast ekki eitt- hvað á málfar bókarinnar, því fjöl- skrúð þess er eitt af einkennum henn- ar, samslungið stílnum. Heldurðu, að nokkur íslenzkur höfundur hafi ráðið yfir öðrum eins orðaforða jafn ungur, og haft hann eins á hraðbergi ? Að vísu nýtur Ólafur hér mikilla fyrir- rennara, en minni hans á mál virðist einnig fágætt, og hin mörgu sjaldgæfu orð og orðasambönd, sem hann notar, sýnast bera það með sér, að þau séu heyrð af vörum fólks, en ekki tekin úr bókum. Hann notar þau mest í sam- tölum og yfirleitt fara þau vel í munni persónanna, gæða tal sumra þeirra skemmtilegum sérkennum, og skal ég sem dæmi þess nefna hjal gamla mannsins á Rauðalæk. Það liggur mikil vinna og átak bak við ritun þess- arar skáldsögu, mál hennar og stíl, og það má höfundur vita, að héreftir verða gerðar til hans miklar kröfur og áframhaldsins beðið með eftirvænt- ingu. Persónulega er ég ekki í nein- um vafa um, að hann á ekki aðeins eftir að uppfylla þessar kröfur, fái hann tækifæri til að helga sig list sinni óskorað, heldur einnig koma manni á óvænt á leið sinni til fulls þroska. I hópi hinna yngri skálda kem ég ekki auga á neinn líklegri til stórra afreka en Ólaf Jóhann Sigurðs- son. Eitthvað virðistu hafa misskilið mig í vetur, að ég væri að búa mig undir ritdóm um Blítt lœtur veröldin. Nei, því er nú ver, ég hafði ekki gert ann- að og meir en lesið bókina, og þá myndað mér á henni skoðun, eins og gengur. En mér er ljúft að láta þá skoðun mína í ljós og það ekki síður vegna þess, að ég hef síðan heyrt marga tala um söguna af litlum skiln- ingi. Eg er þér sammála um það, að Blítt lætur veröldin sé bezta skáldsaga Hagalíns, og mér finnst hún eitt af því bezta, sem hann hefur skrifað; þó tek ég undan þáttinn af Neshólabræðr- um í Veður öll válynd, þessa knöppu, dulrömmu frásögn af fólki hinna yztu nesja, og ef til vill líka fyrri hlutann af sögunni um Kristrúnu í Hamravík. En hitt get ég ekki séð, að um sál- fræðiveilu sé að ræða í lýsingunni á drengnum. Gáfað barn, sem verður fyrir nýstárlegri reynslu í nýju umhverfi getur tekið undarlega skjótum þroska, allt hið ókunna leitar á hugann og krefst svars og ráðningar. Mér finnst þessi lýsing gædd fullum sennileik og um leið er hún saga um einstæðings- skap, sem samúðin ein fær unnið bug á. Meðan öllum á bænum stendur á sama um þennan ókunna kaupstaðar- dreng, hefur hann allt á hornum sér, hann saknar móður sinnar og heim- kynna, allt er honum lokað, allt leiðin- legt og ómerkilegt, fólkið, dalurinn, fljótið. Hann er búinn að hæna að sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.