Helgafell


Helgafell - 01.09.1944, Side 198

Helgafell - 01.09.1944, Side 198
356 HELGAFELL bresti hans. Þess gerist heldur ekki þörf. Ævi- ferill Jörundar er nægilegt efni í eina bók, án þess að nokkru sé aukið við eða dregið frá. Kaflinn um athafnir Jörundar á Islandi er lít- ils virði og sýnilega skrifaður af litlum kunn- ugleika. Um það höfum vér betri upplýsing- ar, eins og menn vita. Nú er flest um það mál, sem nokkru skiptir, komið í dagsins ljós. Bókin er vel þýdd og frágangur hennar hinn snyrtilegasti. Hallgr. Hallgrímsson. Sagan af Friðþjófi Nansen Jón Sörensen: FRIÐÞJÓFS SAGA NAN- SENS. íslenzkað hefur Kristín Ólafsdóttir, læknir. Isaf. Rvík. Verð: kr. 76—; 80—. Ég hef ekki nýlega lesið öllu hugðnæmari ævi- sögu en Friðþjófs sögu Nansens. Þessi glæsilegi og göfugi Norðmaður var ímynd hins norska þjóðaratgjörvis á framsóknarskeiði Noregs á síð- asta fjórðungi 19. aldar og í upphafi hinnar 20,, er Norðmenn urðu ein harðsæknasta siglinga- þjóð heimsins og heimtu aftur fullt sjálfstæði sitt. Nansen átti mikinn þátt í laúsn hins norska sjálfstæðismáls og varð fyrsti sendiherra Norð- manna í Lundúnum. En þá var hann þegar orð- inn heimskunnur maður fyrir rannsóknir sínar í Norðurhöfum, Framleiðangurinn og skíðaför- ina yfir jökla Grænlands. Þó leggur mestan ljóma af nafni hans síðasta áratug ævi hans, er þessi fullhugi og sjóhetja íshafsins færðist í fang hina miklu líknarstarfsemi eftir heims- styrjöldina. Ógleymanlegur er sá kafli bókarinn- ar, er fjallar um starf hans til hjálpar stríðs- föngum, baráttu hans við hungursneyðina í Rúss- landi og björgunarstarf hans í Armeníu — öðru nafni verður það ekki nefnt. Sá kafli er einnig einkar fróðlegur um pólitísk innanmein Þjóða- bandalagsins og miskunnarleysi þáverandi vald- hafa, sem höfðu líknarstarfsemina að skipti- mynt í óþvegnum stjórnmálalegum tilgangi. Nan- sen horfðist oft óskelfdur í augu dauðans á svað- ilförum sínum og vísindaleiðöngrum, en hon- um hraus fyrst hugur, er hann skyggndist nið- ur í djúp mannlegrar eymdar í Evrópu að heimsstyrjöldinni lokinni og kynntist persónu- lega, hvernig stórveldin bröskuðu með þjáningar mannanna. Friðþjófur Nansen var svo óvenjulega fjölhæf- ur maður, að ævisaga hans verður jafnt ungum sem gömlum til yndis. Höfundinum hefur tek- izt ágætlega að lýsa þessum manni, sem var allt í senn: víkingur í sjón og raun, glöggskyggn vísindamaður, mannvinur og draumlyndur lista- maður, sem í þunglyndisköstum sínum efaðist um sjálfan sig og tilveruna, en var alltaf reiðu- búinn til þess að drýgja dáð. Þýðing frú Kristínar Olafsdóttur læknis er frá- bær. Sverrir Kristjánsson. Lögreglustjóri Napóleons Stejan Zweig: LÖGREGLUSTJÓRI NA- PÓLEONS. Magnús Magnússon ísl. — Óðinn. Rvík 1944. 184 bls. Verð: kr. 32—; 50—; 75—. Ævisögur manna — lífssögur — eru list, sem margur hefur leikið fyrr og síðar, með mis- jöfnum árangri þó. Sennilega eru ævisögur erf- iðasta tegund sagnaritunar, en jafnframt hin girnilegasta, enda hefur hún teygt til sín bæði boðna og óboðna, rétt eins og skáld og hag- yrðingar hafa hneigzt að íslenzku hringhendunni. A okkar öld hefur ævisöguritunin breytt allmik- ið um svip frá því, sem áður var. Hin þung- lamalega ævisöguritun 19. aldar, þrungin efni og tilvitnunum, varð hvimleið hinni fljóthuga og eirðarlausu kynslóð, er lifði árin milli heims- styrjaldanna. En það stóð ekki á rithöfundun- um, sem vildu sinna breyttum smekk og lestr- arþörf þessarar kynslóðar. I þrem þjóðlönd- um Evrópu risu upp ménn, sem á svipstundu urðu alþjóðaeign lesendanna — Emil Ludwig í Þýzkalandi, André Maurois í Frakklandi, Lytt- on Strachey í Englandi. Allir hafa þessir menn mótað svip ævisögu- ritunarinnar síðasta mannsaldur; öllum er þeim sameiginlegt, að þeir hafa reynt að steypa söguritunina í listrænt form og íþyngja ekki les- endunum með því að hrista framan í þá hrá- ar heimildirnar. Á hinn bóginn hefur túlkun þeirra stundum verið á þann veg, að lesand- inn veit ekki, hvort taka skal trúanlegt það, sem að manni er rétt, og vildi gjarnan sjá acta et diploma. Mér er nær að halda, að þessi stefna í ævisöguritun sé nú búin að lifa sitt fegursta, og straumhvörfin virðast koma frá Ameríku. Nýlega hefur eitt af kunnustu skáldum Bandaríkjanna, Carl Sandburg, rit- að ævisögu Lincolns í sex heljarbindum, barma- fulla af efni, skilríkjum og gögnum, en öllu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.