Helgafell - 01.09.1944, Síða 198
356
HELGAFELL
bresti hans. Þess gerist heldur ekki þörf. Ævi-
ferill Jörundar er nægilegt efni í eina bók, án
þess að nokkru sé aukið við eða dregið frá.
Kaflinn um athafnir Jörundar á Islandi er lít-
ils virði og sýnilega skrifaður af litlum kunn-
ugleika. Um það höfum vér betri upplýsing-
ar, eins og menn vita. Nú er flest um það
mál, sem nokkru skiptir, komið í dagsins
ljós.
Bókin er vel þýdd og frágangur hennar hinn
snyrtilegasti.
Hallgr. Hallgrímsson.
Sagan af Friðþjófi Nansen
Jón Sörensen: FRIÐÞJÓFS SAGA NAN-
SENS. íslenzkað hefur Kristín Ólafsdóttir,
læknir. Isaf. Rvík. Verð: kr. 76—; 80—.
Ég hef ekki nýlega lesið öllu hugðnæmari ævi-
sögu en Friðþjófs sögu Nansens. Þessi glæsilegi
og göfugi Norðmaður var ímynd hins norska
þjóðaratgjörvis á framsóknarskeiði Noregs á síð-
asta fjórðungi 19. aldar og í upphafi hinnar 20,,
er Norðmenn urðu ein harðsæknasta siglinga-
þjóð heimsins og heimtu aftur fullt sjálfstæði
sitt. Nansen átti mikinn þátt í laúsn hins norska
sjálfstæðismáls og varð fyrsti sendiherra Norð-
manna í Lundúnum. En þá var hann þegar orð-
inn heimskunnur maður fyrir rannsóknir sínar
í Norðurhöfum, Framleiðangurinn og skíðaför-
ina yfir jökla Grænlands. Þó leggur mestan
ljóma af nafni hans síðasta áratug ævi hans,
er þessi fullhugi og sjóhetja íshafsins færðist í
fang hina miklu líknarstarfsemi eftir heims-
styrjöldina. Ógleymanlegur er sá kafli bókarinn-
ar, er fjallar um starf hans til hjálpar stríðs-
föngum, baráttu hans við hungursneyðina í Rúss-
landi og björgunarstarf hans í Armeníu — öðru
nafni verður það ekki nefnt. Sá kafli er einnig
einkar fróðlegur um pólitísk innanmein Þjóða-
bandalagsins og miskunnarleysi þáverandi vald-
hafa, sem höfðu líknarstarfsemina að skipti-
mynt í óþvegnum stjórnmálalegum tilgangi. Nan-
sen horfðist oft óskelfdur í augu dauðans á svað-
ilförum sínum og vísindaleiðöngrum, en hon-
um hraus fyrst hugur, er hann skyggndist nið-
ur í djúp mannlegrar eymdar í Evrópu að
heimsstyrjöldinni lokinni og kynntist persónu-
lega, hvernig stórveldin bröskuðu með þjáningar
mannanna.
Friðþjófur Nansen var svo óvenjulega fjölhæf-
ur maður, að ævisaga hans verður jafnt ungum
sem gömlum til yndis. Höfundinum hefur tek-
izt ágætlega að lýsa þessum manni, sem var
allt í senn: víkingur í sjón og raun, glöggskyggn
vísindamaður, mannvinur og draumlyndur lista-
maður, sem í þunglyndisköstum sínum efaðist
um sjálfan sig og tilveruna, en var alltaf reiðu-
búinn til þess að drýgja dáð.
Þýðing frú Kristínar Olafsdóttur læknis er frá-
bær.
Sverrir Kristjánsson.
Lögreglustjóri Napóleons
Stejan Zweig: LÖGREGLUSTJÓRI NA-
PÓLEONS. Magnús Magnússon ísl. —
Óðinn. Rvík 1944. 184 bls. Verð: kr.
32—; 50—; 75—.
Ævisögur manna — lífssögur — eru list, sem
margur hefur leikið fyrr og síðar, með mis-
jöfnum árangri þó. Sennilega eru ævisögur erf-
iðasta tegund sagnaritunar, en jafnframt hin
girnilegasta, enda hefur hún teygt til sín bæði
boðna og óboðna, rétt eins og skáld og hag-
yrðingar hafa hneigzt að íslenzku hringhendunni.
A okkar öld hefur ævisöguritunin breytt allmik-
ið um svip frá því, sem áður var. Hin þung-
lamalega ævisöguritun 19. aldar, þrungin efni
og tilvitnunum, varð hvimleið hinni fljóthuga
og eirðarlausu kynslóð, er lifði árin milli heims-
styrjaldanna. En það stóð ekki á rithöfundun-
um, sem vildu sinna breyttum smekk og lestr-
arþörf þessarar kynslóðar. I þrem þjóðlönd-
um Evrópu risu upp ménn, sem á svipstundu
urðu alþjóðaeign lesendanna — Emil Ludwig í
Þýzkalandi, André Maurois í Frakklandi, Lytt-
on Strachey í Englandi.
Allir hafa þessir menn mótað svip ævisögu-
ritunarinnar síðasta mannsaldur; öllum er þeim
sameiginlegt, að þeir hafa reynt að steypa
söguritunina í listrænt form og íþyngja ekki les-
endunum með því að hrista framan í þá hrá-
ar heimildirnar. Á hinn bóginn hefur túlkun
þeirra stundum verið á þann veg, að lesand-
inn veit ekki, hvort taka skal trúanlegt það,
sem að manni er rétt, og vildi gjarnan sjá
acta et diploma. Mér er nær að halda, að
þessi stefna í ævisöguritun sé nú búin að lifa
sitt fegursta, og straumhvörfin virðast koma
frá Ameríku. Nýlega hefur eitt af kunnustu
skáldum Bandaríkjanna, Carl Sandburg, rit-
að ævisögu Lincolns í sex heljarbindum, barma-
fulla af efni, skilríkjum og gögnum, en öllu