Helgafell


Helgafell - 01.09.1944, Page 199

Helgafell - 01.09.1944, Page 199
BÓKMENNTIR 357 komið fyrir með öruggu og mjúku handbragði listamannsins. Ævisagan er svo erfið í meðförum, vegna þess að hún felur beinlínis í sér meginvið- fangsefni allra söguvísinda: afstöðu einstakl- ings og þjóðfélags og samhengi hvors tveggja. Menn hafa reynt að ráða fræðilega fram úr þessu viðfangsefni, misjafnlega heppilega, en sjaldan eða aldrei hefur það tekizt að fullu. Ef til vill verður það ekki leyst fyrr en í mann- félagi, þar sem hinar eldfornu andstæður: ein- staklingur og þjóðfélag, renna í meira sam- ræmi um farveg sinn en verið hefur. Þá kann svo að fara, að ævisagan öðlist form, þar sem list og veruleiki fallist í faðma, en verði samt hvorugu að fjörtjóni. Stefan Zweig, höfundur Lögreglustjóra Na- póleons, var einn hinna mörgu rithöfunda Ev- rópu, sem flýði samtíð sína og leitaði sér fró- unar í einstaklingsörlögum fortíðarinnar. — Hann bjargaði með sér á flóttanum óvenju- legri stílgáfu og sálfræðilegum skilningi, enda leynir skáldið sér sjaldan, er hann leysir skap- lyndisflækjur söguhetja sinna. En hann skortir því meir skilning á hinum ópersónulegu nátt- úruöflum sögunnar, hinni djúpu undiröldu, sem ber hið brothætta fley einstaklinganna á brjóst- um sér. Þetta er því furðulegra, þar sem Stefan Zweig hefur í sjálfsævisögu sinni, síðustu bókinni, sem hann ritaði áður en hann flýði þennan heim fyrir fullt og allt, teiknað ó- venjulega skýra mynd af samtíð sinni og menn- ingu hennar, öllu þessu horfna leiksviði, en stend- ur sjálfur lítillátur í skugga leiktjaldanna. En í bókinni um Joseph Fouché, manninn, sem lék hin sundurleitu hlutverk sín af hnitmið- aðri og djöfullegri list, verður Stefan Zweig svo gagntekinn af söguhetju sinni, að hann þrengir sviðið og hleypir aðeins inn þeim mönn- um, sem eru ómissandi, svo að leikur Fouché verði annað og meira en eintal sálarinnar. — Maður sér Fouché klæða sig úr einu gervi í annað, áður en hann stígur dansinn, en maður sér ekki sjálfan dansleikinn. Og þó hefur aldrei verið stíginn slíkur trölladans eins og þegar franska byltingin fór eldi um Evrópu í lok 18. aldar. Byltingin mikla, þetta undrabarn franskr- ar stjórnmálasnilli og sögulegs sköpunarmáttar Frakklands, stórt í brekum sínum og afbrotum, hefur smækkað í höndum Stefans Zweigs. — Konventan franska verður samkoma kjaftaaska °g hugleysingja, sem skjálfa fyrir sjónum hins metorðagjarna ofstækismanns, Robespierres, enda þótt þjóðþing byltingarinnar hafi verið ein harðsnúnasta löggjafarsamkunda sögunn- ar, er bjargaði bæði byltingunni og Frakklandi úr bráðum háska. Og Zweig verður varla úr vegi að skýra ógnarstjórn Jakobína og aftök- ur í sambandi við gagnbyltinguna, sem var af innlendum og erlendum toga spunnin, og er það þó ein af ljósustu staðreyndum byltingarsög- unnar; útskýring Zweigs sjálfs nær engri átt. Og loks finnst varla vottur þess í bókinni, að reynt sé að meta sögulega þýðingu frönsku byltingarinnar. Fyrir þessa sök vex hlutur Fou- ché miklu meira en góðu hófi gegnir. I rauninni er hann ekkert annað en veðurnæmt lítil- menni, sem flýr hvert skip með fyrstu rottunum, meðan skipstjórinn stendur í lyftingu og sekkur í hafið, hvort sem hann heitir Robespierre eða Napóleon. Og því saknar maður skýringar á því undarlega fyrirbrigði, er slóttug smámenni verða stórvirk verkfæri í höndum veraldar- sögunnar, þegar mest liggur við. 1 stuttum ritdómi er þess ekki kostur að minn- ast á einstök atriði, en þó get ég ekki látið hjá líða að drepa á það, er Zweig kallar Fouché ,,fyrsta ósvikna sósíalista og kommúnista bylting- arinnar". Orð og skilgreiningar eru ódýr vara nú á tímum. Kommúnistum og sósíalistum hefur verið skipað sálufélag með svo furðulegum mönnum, að þá munar engu, þótt Fouché sé bætt í flokkinn. En hitt er mála sannast, að hvorki Fouché né aðrir róttækir Jakobínar voru kommúnistar eða sósíalistar. Fræðilega mætti skilgreina frönsku byltinguna svo, að hún hafi verið bylting hins borgaralega eignarréttar. Leið- togar byltingarinnar viðurkenndu allir helgi hins borgaralega eignarréttar. Þeir urðu að verja þessi borgaralegu eignarréttindi gegn innlendu og erlendu afturhaldi, og fyrir þá sök voru þeir neyddir til þess að skerða þennan eignar- rétt í einstökum tilfellum, með eignarnámi, nauð- ungarsköttum o. s. frv. En tilskipun sú, er Fouché ritaði, og Stefan Zweig vitnar í, afsannar staðhæfingu hans. Franska byltingin kollvarp- aði að vísu einni tegund eignarréttar, eignar- rétti aðalsins, lénseignarréttinum. En þegar hún hlutaðist til um borgaralegan eignarrétt, var það eingöngu fyrir nauðsyn styrjaldarinnar, svo sem ljóslega verður séð af tilskipuninni. Bókin um Fouché er auðvitað mjög skemmti- leg aflestrar, og í þeim köflum bókarinnar, sem lýsa klækjum Fouché og refjabrögðum, fat- ast höfundinum sjaldan. Þar er Zweig í essinu sínu. Og hann rekur slóð bragðarefsins um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.