Helgafell


Helgafell - 01.09.1944, Side 203

Helgafell - 01.09.1944, Side 203
BÓKMENNTIR 361 efni, sem þar er tekið til athugunar, vekur á- huga þeirra einna, sem eru innvígðir í þeim fræðum, sem ritið er helgað. Svo er um tvo fyrstu kafla bókarinnar: Hvað telzt íslendinga- bók vera? og Varðveizla. Sama er a. n. 1. um þá þrjá kafla, sem þar á eftir koma, Ald- ur og atvik að rituninni, Lögsögumenn og stjórnarfar, íslenzk mannfræði og bók íslend- inga. Framsetningu dr. Bjarnar er þannig far- ið, að þeim sem honum eru eigi kunnugir, getur stundum orðið örðugt að fara í slóð hans. Þegar hann varðar feril hugsunar sinnar, reis- ir hann sumar vörðurnar þétt og hátt, en svo tekur hann spretti, og þar eru vörðubrot ein á leið hans og sum eigi í beinni stefnu, svo að erfitt er að hitta þau. Því geta líka þeir kaflar ritsins. sem eru um langstæð efni, orð- ið nokkuð erfiðir í lestri. Enn er svo að sjá, að dr. Björn hafi fengið rit Einars Arnórssonar í hendur, er hann hafði að mestu lokið sínu riti, en viljað þó láta það koma fram, að hann hefði lesið og athugað það. En þær athuga- semdir, sem því riti eru helgaðar, sumar í meg- intexta, aðrar neðanmáls, eru margar ósam- ar meginmálinu, stinga í stúf og verða óþarf- lega áberandi. En ef lesandanum tekst að sigrast á þessu eða þoka því til hliðar, hitnar honum í hamsi við það að lesa síðari hluta ritsins. Fyrir hug- arsjónum hans gengur Ari fróði fram sem lifandi fulltrúi samtíðar sinnar, lærisveinn henn- ar og kennifaðir í senn, maður, sem rita* kaldri hendi, en heitu hjarta Islendingabók, sem er að yfirvarpi aðskorið fræðirit um liðinn tíma, en er vakið og fóstrað af ástríðumagnaðri baráttu fyrir þeim lífsgildum, er höfundur hennar vissi dýrmætust og vildi festa með þjóð sinni. — Þarna er bókmenningu aldar Ara og bókar- mennt sjálfs hans lýst fáum dráttum í þáttun- unum Klerkmenntir og Upphaf sagnritunar á þjóðtungum krossferðatímans, en tilgangi hans og hlutverki með íslendingabók í köfl- unum Sagnritaraþörfin og takmörkun Islend- ingabókar, Afspringi Islendingabókar og ,,Várt land drúpði**. Dr. Björn styður það styrkum rökum, að fs- lendingabók hafi verið rituð rétt eftir 1120. ,,Várt land drúpði** þá eftir dauða Gissurar biskups. Sú sókn guðs kristni, sem hann hafði fylgt fram með mikilli hamingju, og það frið- arríki, sem hann hafði reist og treyst með miklu persónuvaldi, var í hættu eftir fráfall hans. Því skyldi arfur hans varðveittur og tryggður með því að bókfesta lög landsins, setja kristninni rétt, eins og hann hafði skap- að kirkjunni stöðu, og rekja þróunarsögu ríkis og kirkju á íslandi þannig, að aldir og óbornir skildu, hvert stefnt hafði verið af guðs forsjón og viti beztu manna. Rit dr. Bjarnar lýsir mikilli aðdáun höfund- arins á Ara og íslendingabók hans. Er auð- fundið, að sú aðdáun hefur dýpkað og hitnað því meir, er lengur var við viðfangsefnið feng- izt. Höfundurinn stendur að lokum fullur lotn- ingar og aðdáunar á þessu haglega gerða virki, sem átti að tryggja árangurinn af sókn og af- rekum liðins tíma. Hitt lætur hann sig engu skipta, að slík virki eru oft fremur til falls en trausts í hverri baráttu, því að menn freist- ast til þess að treysta á þau fremur en sóknar- þrek sjálfra sín og sofna á verðinum. Á það má ýmislega líta, hvort Islendingabók hafi um það deilt sköpum með öðrum varnar- virkjum. Hitt er efalaust, að hún varð að þessu leyti upphaf og fyrirmynd allra okkar fornu bókmennta, að þær voru vitað og óvitað eins konar varnarmúr þeirra lífsgilda, sem þjóð- ríkið íslenzka hafði unnið þjóðinni, og sá varnarmúr stóðst ekki áhlaupin, sem á hann voru gerð, af því að herinn, sem átti að gæta hans, sofnaði á verðinum. En gott er samt til þess að vita, að svo vel var til stofnað, að hverj- um, sem gæddur er mætti til að sjá það og skilja, hitnar af hrifningu. Því marki er dokt- orsrit Bjarnar Sigfússonar brennt. Það er rit- að hrifaheitu hjarta, varla nógu kaldri hendi. Þegar að lokum þess kemur, ornar það hverj- um þeim, er les það opnum huga, og dýpkar um leið skilning hans á því efni, er það fjall- ar um, en engum verður það helgirit eins og Islendingabók sjálf hefur orðið. Það vekur til athugunar, en er sízt af öllu hið síðasta orð, sem um fslendingabók verður sagt. Arnór Sigurjónsson. Merk bók um mikið listaverk Einar Ól. Sveinsson: Á NJÁLSBÚÐ. — Bók um mikið listaverk. — Hið ísl. bók- menntafél. Rvík 1943. 180 bls. Verð: kr. 35—. Hver sem kemst svo langt í skilningi á Njálu, að hann lesi hana tvisvar af alúð, finnur brátt eftir það, að í þriðja sinn þarf hann að lesa hana og lesa þá vel. Enda er það listaverk
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.