Helgafell - 01.09.1944, Page 203
BÓKMENNTIR
361
efni, sem þar er tekið til athugunar, vekur á-
huga þeirra einna, sem eru innvígðir í þeim
fræðum, sem ritið er helgað. Svo er um tvo
fyrstu kafla bókarinnar: Hvað telzt íslendinga-
bók vera? og Varðveizla. Sama er a. n. 1.
um þá þrjá kafla, sem þar á eftir koma, Ald-
ur og atvik að rituninni, Lögsögumenn og
stjórnarfar, íslenzk mannfræði og bók íslend-
inga. Framsetningu dr. Bjarnar er þannig far-
ið, að þeim sem honum eru eigi kunnugir,
getur stundum orðið örðugt að fara í slóð hans.
Þegar hann varðar feril hugsunar sinnar, reis-
ir hann sumar vörðurnar þétt og hátt, en svo
tekur hann spretti, og þar eru vörðubrot ein
á leið hans og sum eigi í beinni stefnu, svo
að erfitt er að hitta þau. Því geta líka þeir
kaflar ritsins. sem eru um langstæð efni, orð-
ið nokkuð erfiðir í lestri. Enn er svo að sjá, að
dr. Björn hafi fengið rit Einars Arnórssonar
í hendur, er hann hafði að mestu lokið sínu
riti, en viljað þó láta það koma fram, að hann
hefði lesið og athugað það. En þær athuga-
semdir, sem því riti eru helgaðar, sumar í meg-
intexta, aðrar neðanmáls, eru margar ósam-
ar meginmálinu, stinga í stúf og verða óþarf-
lega áberandi.
En ef lesandanum tekst að sigrast á þessu
eða þoka því til hliðar, hitnar honum í hamsi
við það að lesa síðari hluta ritsins. Fyrir hug-
arsjónum hans gengur Ari fróði fram sem
lifandi fulltrúi samtíðar sinnar, lærisveinn henn-
ar og kennifaðir í senn, maður, sem rita* kaldri
hendi, en heitu hjarta Islendingabók, sem er að
yfirvarpi aðskorið fræðirit um liðinn tíma, en
er vakið og fóstrað af ástríðumagnaðri baráttu
fyrir þeim lífsgildum, er höfundur hennar vissi
dýrmætust og vildi festa með þjóð sinni. —
Þarna er bókmenningu aldar Ara og bókar-
mennt sjálfs hans lýst fáum dráttum í þáttun-
unum Klerkmenntir og Upphaf sagnritunar
á þjóðtungum krossferðatímans, en tilgangi
hans og hlutverki með íslendingabók í köfl-
unum Sagnritaraþörfin og takmörkun Islend-
ingabókar, Afspringi Islendingabókar og ,,Várt
land drúpði**.
Dr. Björn styður það styrkum rökum, að fs-
lendingabók hafi verið rituð rétt eftir 1120.
,,Várt land drúpði** þá eftir dauða Gissurar
biskups. Sú sókn guðs kristni, sem hann hafði
fylgt fram með mikilli hamingju, og það frið-
arríki, sem hann hafði reist og treyst með
miklu persónuvaldi, var í hættu eftir fráfall
hans. Því skyldi arfur hans varðveittur og
tryggður með því að bókfesta lög landsins,
setja kristninni rétt, eins og hann hafði skap-
að kirkjunni stöðu, og rekja þróunarsögu ríkis
og kirkju á íslandi þannig, að aldir og óbornir
skildu, hvert stefnt hafði verið af guðs forsjón
og viti beztu manna.
Rit dr. Bjarnar lýsir mikilli aðdáun höfund-
arins á Ara og íslendingabók hans. Er auð-
fundið, að sú aðdáun hefur dýpkað og hitnað
því meir, er lengur var við viðfangsefnið feng-
izt. Höfundurinn stendur að lokum fullur lotn-
ingar og aðdáunar á þessu haglega gerða virki,
sem átti að tryggja árangurinn af sókn og af-
rekum liðins tíma. Hitt lætur hann sig engu
skipta, að slík virki eru oft fremur til falls en
trausts í hverri baráttu, því að menn freist-
ast til þess að treysta á þau fremur en sóknar-
þrek sjálfra sín og sofna á verðinum.
Á það má ýmislega líta, hvort Islendingabók
hafi um það deilt sköpum með öðrum varnar-
virkjum. Hitt er efalaust, að hún varð að þessu
leyti upphaf og fyrirmynd allra okkar fornu
bókmennta, að þær voru vitað og óvitað eins
konar varnarmúr þeirra lífsgilda, sem þjóð-
ríkið íslenzka hafði unnið þjóðinni, og sá
varnarmúr stóðst ekki áhlaupin, sem á hann
voru gerð, af því að herinn, sem átti að gæta
hans, sofnaði á verðinum. En gott er samt til
þess að vita, að svo vel var til stofnað, að hverj-
um, sem gæddur er mætti til að sjá það og
skilja, hitnar af hrifningu. Því marki er dokt-
orsrit Bjarnar Sigfússonar brennt. Það er rit-
að hrifaheitu hjarta, varla nógu kaldri hendi.
Þegar að lokum þess kemur, ornar það hverj-
um þeim, er les það opnum huga, og dýpkar
um leið skilning hans á því efni, er það fjall-
ar um, en engum verður það helgirit eins og
Islendingabók sjálf hefur orðið. Það vekur til
athugunar, en er sízt af öllu hið síðasta orð,
sem um fslendingabók verður sagt.
Arnór Sigurjónsson.
Merk bók um mikið listaverk
Einar Ól. Sveinsson: Á NJÁLSBÚÐ. —
Bók um mikið listaverk. — Hið ísl. bók-
menntafél. Rvík 1943. 180 bls. Verð: kr.
35—.
Hver sem kemst svo langt í skilningi á Njálu,
að hann lesi hana tvisvar af alúð, finnur brátt
eftir það, að í þriðja sinn þarf hann að lesa
hana og lesa þá vel. Enda er það listaverk