Helgafell


Helgafell - 01.09.1944, Page 218

Helgafell - 01.09.1944, Page 218
376 HELGAFELL Sigrid Undset segir frá Sigrid Undset: HEIM TIL FRAMTÍÐ- ARINNAR. Kristmann Guðmundsson ísl. — Víkingsútg. 1944. 148 bls. Verð: kr. 18-. Bók þessi segir frá hernámi Noregs vorið 1940 og flótta 'skáldkonunnar til Svíþjóðar, og virðist vera rituð ekki löngu seinna, því að hún ber nokkur merki hins norræna taugaáfalls, sem kallað hefur verið Finnagaldur. Skammirnar, er skáldkonan sendir Stalín og Rússum, eru hvorki betri né verri, bókmenntalega skoðað, en önn- ur áþekk skrif um það efni, sem einu sinni þótti svo einstaklega vinsælt og vænlegt til frama. En á þessum stað virðist galdurinn vera nokkuð út í hött og utan við textann. Heim til jramtibarinnar er að vísu nokkuð takmörkuð heimild um innrás Þjóðverja í Nor- eg, en það sem hún nær, gefur hún allgóða hugmynd um öngþveitið, sem ríkir í landi, sem er óviðbúið innrás stórþjóðar, er hefur undir- búið allt af djöfullegum fláttskap. Þrátt fyr- ir undrun manna í fyrstu virðist ekki hafa bor- ið á þeirri skelfingu og lömun sálarlífsins, er einkenndi frönsku þjóðina seinna um vorið. Það lýsir vel skaplyndi Norðmanna, er Undset seg- ir, að margir karlmenn hafi skrifað konum sín- um á þessa leið: ,,Það er betra að berjast barn- anna vegna, jafnvel þótt ég falli, sem ég vona að verði ekki, því ef ég lifi, hverju á ég þá að svara þeim, er þau vaxa upp, og spyrja: Hvað hafðist þú að, pabbi, þegar Þjóðverjar gerðu innrásina í Noreg 1940?“ Norðmenn höfðu fyrr barizt við höfuðskepnurnar með berum höndum og verjulausir og töldu ekki eftir sér að verjast vélknúnum villidýrum í sextíu daga, til þess eins að þurfa ekki að roðna við spurn- ingunni: ,,Hvar varst þú, pabbi?“ Athyglisverðasti kaflinn í bók Sigrid Undset er lokakafli hennar — Heim til framtíðarinnar. Höfundurinn ræðir þar um þýzka vandamálið, og þær hugleiðingar eru sérstaklega tímabærar þessa stundina, þegar óðum líður að leikslok- um styrjaldarinnar. Aðfarir þýzka hersins í öll- um hernumdum löndum hafa verið með þeim ódæmum, að menn hljóta á nýjan leik að leggja fyrir sig þá spurningu, hvort þetta stafi eingöngu af tíu ára drottnun nazista í landinu og uppeldisaðferðum, eða hvort hér komi í Ijós brjálsemikennt sálarlíf heillar þjóðar, sem eigi djúpar rætur í kynþættinum. Sigrid Undset hall- ast eindregið að síðari skoðuninni, og er henni það satt að segja ekki láandi. Þjóð, sem hefur í 400 ár ekki lifað aðrar sigursælar byltingar en gagnbyltingar, hlýtur að verða hlaðin andlegum og pólitískum lýtum og kvellisóttum. Og þjóð, sem aldrei hefur getað komið á mann- sæmandi ,,nýrri skipan“ í heimahúsum sínum hlýtur að freistast til ráðsmennsku í híbýl- um nágranna sinna. Það skal ósagt látið, hvort þýzku þjóðinni tekst á þeim tímum, sem nú fara í hönd, að afplána syndir og glæpi for- tíðarinnar með stórfelldu sögulegu átaki. En hitt er víst, að Rómaför iðrunarinnar verður löng og erfið. Og það er ekki að undra, þótt Sig- rid Undset hrjósi hugur við framtíðarhorfum mannkynsins, er hún hugsar til hins tryllta, en réttláta haturs, er nálega allar þjóðir heims bera til Þýzkalands og alls, sem þýzkt er. Harmleik- ur þýzku þjóðarinnar eftir þetta stríð verður ekki fólginn í því, að herir hennar verði strá- felldir og sigraðir og borgir hennar í rústum. Harmleikur hennar verður fólginn í einangrun hennar í heiminum. Árum saman mun Þýzka- landi verða formælt af hinum hernumdu og kúguðu þjóðum Evrópu, árum saman munu Þjóðverjar verða sniðgengnir eins og líkþráir menn. Soltnir og göngumóðir þýzkir ,,farfuglar“ með landabréf og myndavél munu hvergi verða hýstir í þeim löndum Evrópu, sem troðin hafa verið þýzkum hermannafótum. Menn munu hata mikið í Evrópu eftir þetta stríð. Þess vegna verður Þýzkaland mesta vandamál nán- ustu framtíðar, og þar verður vandinn mestur að ráða svo fram úr málum, að hatur hinna undirokuðu þjóða verði ekki Evrópu að fjör- tjóni, og eins hitt, að bænaróp Þjóðverja um vægð og miskunn verði þeim ekki skálkaskjól til þess að búast í næstu herför um Evrópu. Sigrid Undset býður ekki í bók sinni neina lausn á þessu máli, en það eitt er lofsvert, að hún hefur bent á það. Sverrir Kristjánsson. Sigrid Undset: HAMINGJUDAGAR HEIMA í NOREGI. Brynjólfur Sveinsson ísl. P. H. J., Ak. 1943. 240 bls. Verð: kr. 28,80; 38—; 40—. Sigrid Undset, hin fræga norska skáldkona, er ein meðal margra rithöfunda nútímans, sem nazisminn hefur rekið í útlegð og flúið hefur land sitt og álfu. Hún átti heima rétt hjá Lille Hammer í Guðbrandsdal í Noregi, en átt- hagar hennar urðu vígstöðvar, þegar Þjóðverjar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.