Helgafell - 01.09.1944, Page 221
BÓKMENNTIR
379
húsmæðraskólum eða hliðstæðum menntastofn-
unum. Til þess er víða farið of fljótt yfir sögu.
Einkum virðist mér kaflinn um heilsusamlega
lifnaðarhætti og heilsuvernd vera alltof stuttur
og veigalítill. T. d. eyðir höfundur ekki öllu
meira en 3 bls. samtals til að ræða um húsa-
kynni, salerni, húsgögn og rúmfatnað. Þar er
ekki minnst á, hversu búið skuli um frárennsli,
ekki minnst á eldhúsvaska eða kröfur þær, er
gera verður til góðra eldhúsa, og er þó eld-
húsið ekki lítill liður í hollustuháttum hvers
heimilis.
Þá vil ég drepa á kaflann, þar sem rætt er
um erfðir. A bls. 18 eru taldir upp ýmsir sjúk-
dómar, er höfundur telur arfgenga. Eru taldar
þar upp 40 erfðaveilur, og má búast við, að
mörgum lesanda lítist ekki á blikuna, því að
höfundur slær hér enga varnagla. Sannleikur-
inn er sá, að dæmi eru til í einstökum ættum,
að sýna megi fram á arfgengi þeirra kvilla og
sjúkdómseinkenna, sem upp eru talin, en það
er fráleitt að segja svo frá, sem þetta sé sönnuð
regla. Til skýringar má geta þess t. d., að hægt
er að sýna fram á arfgengi meðfœddrar hjarta-
bilunar (lokugalla) stöku sinnum, en langsam-
lega mestur hluti hjartabilunar er alls ekki arf-
gengur, heldur áunninn, þ. e. til orðinn fyrir
ýmsa sjúkdóma, svo sem liðagigt o. fl. Tauga-
veiklun er talin arfgeng af höfundi. Þar gegnir
sama máli. Taugaveiklun er mjög breytileg,
og alls ekki unnt að telja hana arfgenga yfirleitt.
Hitt mundi sönnu nær að segja, að lífið sjálft,
barátta einstaklingsins við umhverfið og við-
skiptin við annað fólk, þar með talið uppeldið,
eigi enn meiri þátt í ,,taugaveiklun“ nútíma-
mannsins en nokkuð annað. Sjúkdómshneigð
erfist vafalaust oft, en það er alls ekki víst, að
hún geri vart við sig, nema því aðeins, að
ytri atvik í lífinu séu slík, að þau laði hana
fram, eða skapi henni jarðveg.
Myndirnar í bókinni eru flestar góðar og
gefa henni mjög aukið gildi. Eru þær í rauninni
ómetanlegar, lesandanum til glöggvunar á text-
anum. Rétt er þó að benda á, að myndin á bls.
121 gefur ranga hugmynd um, hvar heilaköng-
ullinn er. Sýnir hún hann alltof framarlega.
Hann ætti að vera upp undan eyranu aftan
til.
Þótt hér hafi verið að ýmsu fundið, er heild-
ardómurinn sá um þessa bók, að hún sé hús-
mæðrum ótvírætt til mjög mikils gagns, og er
þar bætt á myndarlegan hátt úr brýnni þörf.
Jóhann Sœmundsson.
Jón Þorsteinsson: VAXTARRÆKT.
Reykjavík 1944. 79 bls. Verð: kr. 10—.
Bók Jóns Þorsteinssonar, Vaxtarrœ\t, lætur
!ítið yfir sér, en ég held, að hún sé ein af
góðu bókunum. Hún er að vísu ekkert spenn-
andi skemmtilestur, og ekki rekur mig minni
til þess, að hún væri auglýst sem bezta jóla-
bókin; en hún er þrauthugsaður árangur margra
ára starfs.
Jón Þorsteinsson hefur í mörg ár kennt ung-
lingum, með vaxtarskekkjur á hrygg, góðan
líkamsburð, auk almennrar leikfimikennslu.
Veit hann eins og aðrir, sem við slík störf
fást, að því fyrr sem næst til unglinganna, því
vænlegar horfir um árangur, en allra bezt er
að koma í veg fyrir skekkjurnar, enda er það
æði oft hægt.
Sumum skekkjum er að vísu þannig farið,
að ekki verður komið í veg fyrir þær. Stund-
um verða þær heldur ekki lagaðar, þykir gott
að geta haldið þeim í horfinu, svo að ekki
skekkist meira og hrekkur þó ekki ævinlega
til. Hæfir þar sín meðferðin hverri skekkju. Um
það mál fjallar bókin ekki, hún á ekki að vera
kennslubók í sjúkraleikfimi.
Áhugamál höfundar er að gera allan lands-
lýð keikan, og ætlunarverk bókarinnar er að
kenna nokkrar óbrotnar æfingar, sem stæla
hrygg og herðar, og hægt er að hafa um hönd
í heimahúsum, skólum og vinnustöðvum. Get-
ur hver og einn gert þær eftir sinni getu og
hentugleikum.
Fyrr meir lögðu menn mikla stund á líkams-
rækt, síðar gleymdist hún, unz augu manna hafa
tekið að opnast fyrir því á síðustu áratugum,
að ekki muni horfa til farsældar að vanrækja
líkamann vegna andlegheitanna einna.
íþróttahreyfingunni hefur aukizt hér mjög
fylgi á síðustu árum, og líkamsæfingar eru nú
skyldugreinar í flestum eða öllum skólum. Enn
vantar samt mikið á, að líkamanum sé gert eins
hátt undir höfði og sálinni, og verður það
kannski lengst af svo hjá okkar bókvísu þjóð.
I skólum mun líkamsæfingum að jafnaði ætl-
aðar tvær stundir á viku. Það þýðir raunveru-
lega 30—40 mínútur þriðja og fjórða hvern
dag. Það er auðvitað betra en ekki neitt, en
samt öldungis ófullnægjandi, ætti að vera á-
líka tími daglega.
Líkamsæfingar í einhverri mynd eru nauð-
synlegar öllum þeim, sem kyrrsetur hafa. Það
er ekki eðli mannskepnunnar að sitja alla sína
ævi. Mönnum, sem vinna í sæti sínu, ætti að