Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 233
UNDIR
SKILNINGS-
TRÉNU
Úr\lippur eða stafrétt eftirrit s\emmtilegra sýn-
ishorna úr nýlegu ritmáli munu vel þegin frá
góðfúsum lesendum. Heimild sé ávallt tilgreind,
ásamt dagsetningu eða ártali. RITSTJ.
ALLT FYRIR SEINLÆTIÐ I HELGAFELLI
Hin óheillaríka ræða hans frá 1. desember
1942 hafði enn eigi verið prentuð þegar dr. Björn
var kvaddur til valda. Hún var því þá ekki kunn
öðrum en þeim tiltölulega fáu, er hana höfðu
heyrt. Ella hefði hann auðvitað ekki verið
kvaddur til stjórnar, þegar fyrir höndum lá að
leiða til lykta helgasta mál þjóðarinnar. — MBL.
20/8, um útvarpsrœðu dr. Björns ÞórÖarsonar
1/12 1942 og stjórnarmyndun hans 16. s. m.
Rœðan hpm 5 dögum siÖar út i Helgafelli.
VARÐ EKKI TVEGGJA MÁNUÐA
En . . . þögn og afskiptaleysi yfirvaldanna í
máli, sem varðar svo mjög sóma þjóðarinnar,
ber ekki vitni um það að hjá þeim lifi enn and-
inn frá 17. júní s. 1. — MBL. 17/8, um si&ferð-
isástandið á Þingvöllum.
LAUNRÁÐ GEGN BRUGGURUM
Af ýmsum ástæðum fórum við ekki víðar, en
talið er, að til viðbótar sé bruggað á 7—8 bæj-
um þarna. Munu þeir verða heimsóttir síðar. —
ALÞBL. 26/9. Björn Blöndal löggcezlumaður,
um húsrannsóþnir hjá bruggurum í Fljótum.
SEX HVÍLDARDAGAR
OG EINN HEILAGUR
Sem dæmi um einlægni hans í trúarefnum
má geta þess, að hann vill heldur eiga það á
hættu að verða af vinnu alla vikuna, heldur en
að missa af því að hlíða guösþjónustu á sunnu-
dögum eða öðrum helgidögum. — MBL. 11/11,
í a&sendri afmœlisgrein.
HAGSÝNIR SAMBÝLISMENN
Tveir ungir reglusamir menn í góðri stöðu
óska eftir ráðskonu, má vera ekkja. — Augl.
í VÍSI 2/11.
f--------------------------------------->
NÝR STÓRIDÓMUR?
Sú venja hefur farið mjög í vöxt, að
karlar og konur taki upp sambúð og
eigi börn saman án þess að giftast.
MeS því að þetta er ekki einasta and-
stætt kristnum sið, heldur og til þess
fallið að leiða ófarnað yfir þá einstak-
linga, sem eiga hér hlut að máli, og
auka lausung í þjóðlífinu, vill aðal-
fundur Prestafélags Austurlands beina
eindreginni áskorun til löggjafarvalds-
ins um, að það setji hið bráðasta lög,
sem feli í sér viðurlög við slíku fram-
ferði. — Tillaga, samþykkt með öllum
greiddum atkv. á aSalfundi Prestafé-
lags Austurlands 8.—9/9 1944. —
KIRKJUBL.
HÓGVÆRÐ SPEKINNAR
Fyrirlestur(inn) . . . fjallar um eitt mesta
vandamál nútímans . . . og er gert ráð fyrir, að
með honum hefjist útgáfa smárita, er öll eiga
að bera hið sameiginlega heiti Vitræn viðhorf
. . . Reynt verður að sjá svo um, að ekkert þess-
ara smárita kafni undir nafni. — VITRÆN
VIÐHORF, Grétar Ó. Fells, í formála.
ÞEIR LEGGJA AÐALÁHERZLUNA
Á HJARTAÐ
Við notum ekki mælistiku til þess að mæla
hæfni þeirra, sem við veljum til baráttunn-
ar með okkur. ViS notum hitamæli, sem við
stingum í hjarta okkar. — MBL. 12/3, í þýddri
grein.
LEIÐBEINING í FAGURFRÆÐI
Hvað er fagurt? Það er erfitt að svara þess-
ari spurningu, svo fullnægjandi sé. En það
má segja, að allt, sem komi oss í fagurrænt
ástand, sé fallegt. — VÍSIR, 27/8. — Jóhann
Scheving.
ÞANGAÐ KEMST ENGINN LIFANDI
Fundurinn telur sjálfsagt, að nöfn höfunda,
ásamt fæðingar- og dánarári þeirra fylgi hverj-
um sálmi. — Tillaga, samþykkt < einu hljoSi,
á aSalfundi Prestafél. Austurlands í ar. — KBL
VEL GERT AF LEKTOR
Hann hefur lengst af verið bókavörður við
Konunglega bókasafnið, uns hann . . . lét af