Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 5
Hugleiðing um herstöðvarmál lögufærir og geta hyglað undirlægjum í ýmsu smálegu, en hugmyndir um frelsi og sjálfstæði kunna að eiga erfitt uppdráttar við slíkar aðstæður. Einhvern tíma skömmu fyrir síðustu kosningar las ég í blaði eða heyrði í útvarpi viðtal við starfsmann á Keflavíkurflugvelli. Þar kom fram að nauðsynlegar brunavarnir vegna farþegaflugs á Keflavíkurflugvelli, sem nú eru kostaðar af bandaríkjamönnum, mundu kosta íslendinga um 100 milljónir á ári ef þeir þyrftu að taka þennan reksmr að sér, og var helst á manninum að skilja að slíkt verkefni mundi íslensku þjóðinni ofvaxið. Þótt þessi skoðun hans beri ekki vott um mikla tilfinningu fyrir því á hvaða grundvelli sjálfstæð þjóð hljóti að reisa atvinnuvegi sína er varla hægt að liggja honum á hálsi fyrir hana, því það var ekki liðið langt frá þessum kosningum þegar sá ráðherra sem um 3ja ára skeið hafði lýst því yfir að fátt væri íslendingum brýnna en losna við herinn var floginn vestur til Ameríku til að semja um að her skyldi sitja hér áfram og að bandaríkjamenn skyldu leggja fram mikið fé til framkvæmda á Kefla- víkurflugvelli. Þá var hann reyndar farinn að starfa í nýrri ríkisstjórn. Langdvöl bandaríkjahers hefur skapað slíkt kotungshugarfar hjá miklum fjölda landsmanna að þeim finnst það gott og blessað að við felum annarri þjóð - endurgjaldslaust - að sjá fyrir brýnum nauðsynjum varðandi sam- göngumál okkar. Þetta fólk virðist telja að þótt við séum að vísu sjálfstæð þjóð höfum við nú ekki efni á að vera alveg sjálfstæð. Enn eru þó líklega sem bemr fer margir sem finna til nokkurrar blygðunar vegna þeirrar ölmusu sem við þiggjum af bandaríkjamönnum og höfum þegið í ýmsum myndum, jafnvel meðal þeirra sem vilja hafa hér her. En þeir hinir sömu virðast ekki lengur telja að herstöð í landi þessu til margra áratuga skerði sjálfstæði okkar hið minnsta eða sé okkur á nokkurn hátt ósamboðin sem fullvalda þjóð. Hugsunarháttur þessa fólks hefur þannig gerbreyst á þeim árum sem liðin eru síðan 1946 þegar þjóðin reis að kalla mátti einhuga gegn beiðni bandaríkjamanna um herstöðvar til 99 ára. Sjálfsagt virðist nú mörgum að stjórnmálamenn til hægri hafi þá af litlum heilindum mælt með tilliti til háttalags þeirra 5 árum seinna, þegar hernum var laumað hér inn um bakdyrnar. Ekki skal hér tekinn upp hanski fyrir þá. En ræður þeirra frá þessum árum bera því hins vegar ótvírætt vitni hvaða hljóm- grunn orðin frelsi og sjálfstæði áttu hjá þjóðinni, hver var metnaður hennar og afstaða til erlends valds. Vitaskuld var mönnum almennt ljóst hvaða fjárhagslegur ávinningur gæti verið af því að selja sneið úr land- 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.