Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 8
Tímarit Máls og menningar lýkur, að vera dálítil tilraun til varnar fyrir vísindi, þá er vörnin sú ekki vörn gegn ytri ógnum. Hún er ekki vörn gegn atvinnurekendum, stjórn- málamönnum, blaðamönnum, jafnvel ekki gegn stúdentum. Hún er vörn fyrir vísindi gegn svonefndum vísindamönnum. Ef til vill leyfist mér að staldra stundarkorn við orðið ,vísindamaður‘ og það sem mér virðist vera ofnotkun þess á síðustu árum. Ég er eflaust uppnæmari fyrir þeirri ofnotkun en ella væri vegna þess að sjálfur á ég ekkert starfsheiti. Ég er enginn heimspekingur eins og stjórn þessa félags hefur kallað mig í fundarboði, því ef þeir Platón og Aristóteles, Hume og Kant, Husserl og Wittgenstein voru heimspekingar, þá er ég eitthvað allt annað og minna. Og mér sýnist löngum að aðrir sérfræðingar af ýmsu tæi, sem starfa á rannsóknastofum, í háskólum og víðar, ættu af svipuðum ástæðum að hika við að kalla sjálfa sig ,vísindamenn‘. Það væri virðingar- leysi fyrir vísindunum, einni helgustu arfleifð mannkynsins, að gera orðið ,vísindamaður‘ að starfsheiti, líkt og það er til marks um lítilsvirðingu okkar daga á fögrum listum þegar orðið ,listamaður‘ er orðið að venjulegu starfsheiti, þegar maður gengur í verklýðsfélag og heitir upp frá þeim degi ,listamaður‘ og jafnvel ,skapandi listamaður'. Með þeim afleiðingum í þessu tilviki að orðið ,listamaður‘ verður réttilega að háðsyrði á vörum al- mennings ef hann vill komast hjá því að tala jafnan um ,svokallaða lista- menn‘ eða ,sjálfskipaða listamenn' þegar félaga í Bandalagi listamanna ber á góma, og gleymir því ekki að til voru menn eins og Feidías, höfundur Njálu og Schubert. Ef orðið ,vísindamaður‘ á að sæta áþekkum örlögum, þá er ekkert því til fyrirstöðu að sjúkraliði sem rekur mæli í rass og færir niðurstöðu mælingarinnar á blað, eða jafnvel á línurit, heiti ,vísindamaður‘ ekki síður en allur þorri háskólagenginna sérfræðinga. Og þá má búast við að almenningur sjái að sér og taki að tala um ,svonefnda vísindamenn' eins og ég gerði áðan, að minnsta kosti á meðan hann minnist þess að til voru menn eins og Arkímedes, Galileo og Lavoisier. Þetta orðaskak mitt kann að verða til þess eins að staðfesta fyrir yður þá almennu skoðun að orðhengilsháttur sé atvinnusjúkdómur okkar sem leggjum stund á heimspeki, þau fræði sem ég vil skilgreina sem sögulega rannsókn og gagnrýni fáeinna frumhugtaka mannlegrar hugsunar og jafn- vel nefna ,hugsunarfræði‘. Þessi almenna skoðun er reyndar ekki rétt: orð- hengilsháttur er ekki atvinnusjúkdómur okkar, hann er atvinna okkar. En orð eru til alls vís. Ef til vill lánast mér að sýna áður en ég þagna að það sem nú er sagt um orð varðar ekki orðin tóm. 246
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.