Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 14
Tímarit Máls og menningar ímyndanir mannlegs hugvits, sem reistar eru á tiltölulega lítilfjörlegum grunni upplýsinga um staðreyndir. Og þetta kann mörgum að virðast reyf- aralegur boðskapur: eru vísindalegar kenningar þá ekki sannar eða að minnsta kosti sennilegar? Koma þær ekki heim við staðreyndir? Eru þær ekki áreiðanlegar, jafnvel áreiðanlegri en allar aðrar skoðanir? En hvernig getum við reitt okkur á einberar tilgátur og ímyndanir? Er ætlunin að leiða heilaspuna heimspekinga og hindurvitni trúarbragða til öndvegis á ný, eftir að vísindin hafa með herkjum unnið bug á þeim ímyndunum mannlegs hugvits? Slíkum spurningum svarar Popper í fæstum orðum á þá leið að vissu- Iega sé skynsamlegt að bera nokkurt traust til vísindalegrar niðurstöðu. En ástæðan til þess er alls ekki sú að ótölulegur fjöldi staðreynda hafi verið kannaður og komi heim við kenninguna eða bendi til hennar, kannski svo eindregið að kenningin virðist óhrekjandi eins og eðlisfræði Newtons virtist í hálfa þriðju öld. Astæðan er hin að sérhver réttnefnd vísindaleg niðurstaða verður að hlíta því frumskilyrði, sem greinir hana frá öðrum ímyndunum og getgátum, að hugsanlegt sé að hana megi hrekja eða af- sanna. Og við getum því aðeins borið nokkurt traust til slíkrar kenningar, svo sem afstæðiskenningarinnar, að við vitum að hún sé afsannanleg, að gerðar hafi verið ákafar tilraunir til að hrekja hana eða afsanna og þessar tilraunir hafi ekki tekizt þrátt fyrir góðan vilja. I íslenzkri þýðingu á bók Alberts Einstein um kenningu sína er „Eftirmáli um staðfestingu afstæðis- kenningarinnar á síðari árum“ eftir þá Þorstein Sæmundsson og Þorstein Vilhjálmsson.12 I þessari yfirskrift þeirra nafna minna mundi Popper greina áhrif raunhyggjunnar þótt í smáu sé. Þar er látið að því liggja að staðfesting kenningarinnar sé höfuðatriði. En það skiptir engu, segði Popper. Hitt skiptir öllu að kenningin hefur ekki verið hrakin, án þess þó að hún sé óhrekjandi. Samkvæmt þessu er tilgangur réttnefndra vísinda ekki sá sem raun- hyggjan boðar: að komast á endanum að óhrekjandi niðurstöðum sem komi heim og saman við allar staðreyndir. Tilgangur þeirra er miklu fremur hinn að komast að hrekjanlegum niðurstöðum um tiltölulega fáar og fábrotnar staðreyndir og reyna síðan allt sem í mannlegu valdi stendur til að hrekja þær, að gera sem flestar villur á sem skemmstum tíma og reyna að læra af hverri þeirra. Aðalsmerki vísindanna er fallvelti þeirra. Og víkur nú sögunni aftur að gervivísindum: það er einkum þessi krafa um fallvelti vísindalegra kenninga sem gervivísindi geta ekki talizt hlíta. 252
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.