Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Qupperneq 19
Er vit í vísindum? inga sem er endursamin í sífellu, með áherzlubreytingum og úrfellingum, af ritstjórum reykvísku dagblaðanna. Eg efast ekki um að þessir ritstjórar séu grandvarir menn sem trúi því sjálfir sem þeir skrifa í blöð sín dag af degi, og ef það er rétt þá er auðvitað hæpið að saka þá um sögufölsun. Höfundar hinnar eldri vísindasögu eru á sama báti. Þeir hafa allir talið sjálfa sig eða samtíma sinn kórónu á sköpunarverki mannlegrar skynsemi, eins og góður ritstjóri trúir um flokkinn sinn. Og söguritun þeirra er oftast í því fólgin að vinza það úr eldri vísindaritum, og jafnframt úr öllu sögu- legu samhengi, sem skoða má sem vísbendingu um þá dýrð sem í vændum var og er nú holdi klædd í háttvirtum höfundi sjálfum og starfsbræðrum hans. Og ekki spillir ef höfundurinn getur dregið upp þá mynd af fáeinum hetjum sögu sinnar, stórmennum vísindasögunnar, sem sýnir að þær hafi beitt öllum sömu aðferðum og enn er beitt á rannsóknastofum Hoffmann- La Roche eða kínverska hersins, aðeins með svolítið lakari árangri. En hvort sem menn vilja tala um sögufölsun í þessu viðfangi eða ekki, þá er víst að sjálfstæðar rannsóknir á vísindasögu hafa leitt í Ijós allt aðra mynd þróunarinnar, ef ,þróun‘ er þá rétta orðið um þá atburðarás sem um er að ræða. Eg hlýt að reyna að vekja hugboð um hina nýrri mynd atburðanna í örfáum orðum. Suma drætti hennar má geta sér til um af því sem þegar er sagt um Newton, en í því er fólgin sú sögulega tilgáta að Newton hafi að minnsta kosti ekki verið raunhyggjumaður, heldur hafi starf hans verið leikur að hugvitssamlegum ímyndunum, hverjar svo sem leikreglurnar voru. Þessi tilgáta býður því heim að hugað sé að tengslum ímyndana Newtons eða hugmynda við aðrar hugmyndir 17du aldar í stað þess að einblína á meint tengsl þeirra við staðreyndir sem hann á að hafa kannað. Þegar það er gert kemur margt í ljós, og eins má geta. Flest handrit Newtons voru geymd og gleymd í tvær aldir eftir hans dag: þá tóku ættmenni hans sig til og seldu þau á uppboði eins og frí- merki. Þau fóru út um allar jarðir. John Maynard Keynes, hagfræðingur- inn mikli sem deilir þeim heiðri með David Ricardo að vera annar tveggja nafnkunnra hagfræðinga sem vit höfðu á peningum, afréð eftir uppboðið að verja umtalsverðum eignum sínum til að kaupa þessi handrit aftur og safna þeim í einn stað. Hann náði helmingnum, og síðustu æviárin hafði hann það að dægradvöl að lesa þau og reyna að skilja. Það reyndist ekki heiglum hent. Því segja má að handritin sýni að vísindarit Newtons, sem 17 TMM 257
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.