Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Qupperneq 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Qupperneq 36
Tímarit Máls og menningar sem unnt var, helzt ekkert, en hins vegar hafði ég ekki viðnám fyrir ágangi þessa græðgisfulla vaxtar, lífsins, og ég stækkaði eins og ég væri ekki í búri, eins og ég hefði pláss í veröldu, og mér fannst ég fara að þarfnast fleiri og fleiri hluta, einkum bóka. En það barst ekki mikið að mér nema flíkur, að vísu óhenmgar og ónógar, og bækur þó nokkrar, sem ég er ekki viss um að hafi verið bækur þó mér fyndist svo, svo áköf sem ég var að kynnast veröldu þessari sem ég átti ekki samastað í nema fyrir náð og miskunn. Þó voru þær bækur sem ég afsagði að telja til bóka, en það voru þær sem biskupar og aðrir heldri menn höfðu í margar aldir haldið að oss Islendingum væri mest þörf á að lesa og þýtt þær úr dönsku handa oss, en áður höfðu þær verið þýddar á dönsku úr þýzku. Þetta voru guðsorðabækurnar. Af þeim voru stórir kassar komnir út í pakkhús, og þar grotnuðu þær niður af því að enginn vildi lesa þær. Það bárust einnig inn á heimilið evangelisk smárit með myndum austan frá Indlandi, og æ hvað mér leiddist þetta lesmál og æ hvað mig langaði að vita meira um Indland. Seinna kom í mig sá dynmr að vilja fara til Indlands. Sú hefði haft nokkuð að gera þangað í hitann og illa talandi mál landsins, auk ann- ars. En Swami nokkur Vivekananda, sem nú kvað vera orðinn sálufélagi Steins Steinars, sagði það land vera eitt á jörðu þar sem líft væri sál og anda svo sem hann orðaði það. Þó að það eigi heima í kaflanum um sjúkleikann að lýsa því hvernig ég fór að því að flýja hann (en þó sat hann og simr enn), ætla ég samt að geta þess hérna. Eg var ekki gömul þegar mér var orðið það Ijóst, að líf mitt jafngilti sjúkdómi, og undan þeim sjúkdómi varð ekki komizt, en það mátti bæta hann með einu móti: að bæta öðrum sjúkdómi við, sem þá mátti kallast sjúkdómurinn í sjúkdóminum. Eg hef aldrei skilið það fólk sem hatar sjúkdóma sína og vill ekki heyra þá nefnda, ég varð nefnilega hálfvegis fegin þessu og hef líklega aldrei í alvöru kært mig um að sleppa, og hvert átti ég að sleppa? Þetta má nú virðast vera í ósamræmi við það sem ég skrifaði fyrir stuttu, að ég teldi mig vera borna til heilbrigði og hamingju, en það er svo óralangt þangað, nauð á nauð ofan eins og þegar horft er inn í spegla sem spegla hver annars myndir. Og samt sleppur maður, — einhvernveginn. Eg hef lesið það einhversstaðar, að skepnu þessa, mannskepnuna, fái ekkert hindrað, sízt hindranir. Eg hef einnig lesið um drottningarmann nokkurn sem lognaðist útaf úr kvefi fertugur, af því að öll ævi hans hafði verið gersamlega hindrunarlaus þangað til. Eg hef einnig heyrt um Jesúm, sem hékk á krossi í miklum nauðum og dó, en reis upp 274
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.