Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 41
Um fátœktina og vorið í garðinum spruttu hinar gómsætustu gulrófur og hinar vatnsbornustu kartöflur, og veit ég ekki hvað kartöflurnar hefur vantað, en Anna sá að þessi kartöflurækt var ónýt, og tókst henni að flytja garðræktina upp á engjar, og var gerð þar garðhola í sandblandinni mold, og man ég eitt sumar að uppskeran úr heilu beði komst fyrir í lófa mínum, en annars spratt þarna oft sæmilega þrátt fyrir vankunnáttu og trassaskap. Löngu síðar ræktaði ég í garðinum heima ýmsar nytjajurtir, hvítkálshöfuð eitt með blöðum og rót vóg 10 pund, og flest spratt vel hjá mér og bragðaðist ágætlega, og hef ég varla séð sællegra fólk en kaupafólk mitt sem ég ól á þessu. I síkjunum spratt sef og fergin, en störin við löndin og á fitinni. Kýrnar átu þessar síkjajurtir með græðgi á veturna og græddu sig, og það var gaman að vinna við að þurrka þessar jurtir og koma þeim í hlöðu. Þegar ferginið þornaði mátti snúa upp á Ieggina milli liðanna, sprengja síðan loftblöðruna og láta koma hvell. Þetta var lítill leikur. Það brakar þægi- Iega í þurru fergini, og það er gott að leggjast í það. En erfitt er að vinna í því blautu. Það fannst mér seinast, og var ég þá sjúk (1946 eða 1947). í Iækjunum spratt slýið og þessi brúnu flatblöð sem ég fann aldrei nafnið á, því Flóra hefst á hálfgrösunum, en þessar jurtir eru víst neðar í stiganum. I pyttinum undir brúnni Iifð' brunnklukkan, kölluð brún- klukka (hvort er réttara?), hún var sögð eitruð og sögð vilja stökkva upp í mann og drepa mann. Þessu trúði ég þegar ég var lítil. Inni í öllum kofum spruttu gorkúlur í dimmunni og lyktuðu dálítið fúlt, þó ekki neitt sérlega illa. Þær voru þvalar og slímugar viðkomu og ákaflega lausar í sér, líkmst engum jurtum öðmm, nema þá helzt myglunni. Heldur þótm mér þær ógeðslegar þá. En nú þrái ég helzt einhvern myrkheim þar sem af þeim vaxa skógar, ef skóga mætti kalla, og vera ekki mennsk vera sjálf, heldur milli lífs og ólífs, í refsingu fyrir að hafa myrt barn mitt. Eg vil vera í litlausu rökkri, lengi, bundin, líklega í einhverskonar gorkúlultki. Nú eru ótalin öll blómin og jurtirnar sem ég ræktaði í gluggunum, en þau voru mörg. Þau voru jurtagarður minn, því það var svo kalt úti, að ég hélzt ekki við, nema þegar hlýjast var. Þau voru svo mörg, að illa mun hafa farið á, en það gerði ekkert til. Ég hafði þau sín vegna, og þeim leið oft vel hjá mér, og rósirnar báru mikinn blóma. Ein þeirra stóð á gólfinu um tíma. Á henni spratt rauður leggur digur ótrúlega fljótt og 7 rósir upp af og stóðu í mánuð allar og báru mikinn ilm. Þá leiddist mér þessi 279
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.