Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 74
Tímarit Máls og menn'tngar vitleysa. En hann er ósamkvæmur sjálfum sér í því að um leið og hann er að lýsa þessu yfir er hann sjálfur að semja skáldverk og ekki annað sýnna en að hann sé að reyna að breyta til, að breyta dulúðinni í eitthvað ljósara og skýrara. Það er jafnvel sýnilegt að hann leggur hart að sér við þetta, brýtur heilann og vandar sig eftir megni. Lengsta ljóðið sem ég þýddi, „Illt blóð“, er ekki síst dæmi um þetta breytta viðhorf, að ég hygg. Það var greinilega ort af sárri reynslu, fullt af spurningum, beiskju, von- brigðum og uppgjöf. Þar er hann í rauninni að endurmeta feril sinn og stefnu. Hann hafði haldið sig ná yfirnáttúrlegu valdi (með Ijóðlistinni), og sjá: allt hafði mistekist. En það er jafnframt í ósamræmi við yfirlýsta ótrú hans á skáldskapnum að hann semur ekki Arstíð í víti aðeins sér til hugarhægðar, heldur vill hann að verkið komi fyrir almenningssjónir, annars hefði hann ekki látið prenta það á sinn kostnað eða móður sinnar, og gildir einu þótt hann hirti ekki um að sjá um dreifingu á því þegar það hafði verið prentað. Hann sendi að minnsta kosti vinum sínum eintök af bókinni. En Rimbaud gerði mönnum þann leiða grikk (Robert Montal segir að hann hafi gert hann eingöngu vegna þess að hann var kominn af gelgju- skeiðinu og orðinn fulltíða maður) að virðast vera samkvæmur sjálfum sér með því að hverfa algerlega af sjónarsviði bókmenntamanna og gerast að heita má andstæða þess sem hann hafði áður verið, gerast verslunar- maður, reglusamur og sívinnandi En þá ber þess einnig að gæta að versl- unarmennska hans var ekki hversdagslegt búðarloku- eða skrifstofustarf, heldur fylgdi henni töluverð ævintýramennska og hættuferðir meðal heið- inna þjóðflokka og herskárra á lítt könnuðum og ókönnuðum landsvæð- um framandi heimsálfu. Dulúðin, sem hann fékk skömm á í.skáldskap sínum, hvarf sem sé ekki úr lífi hans, þótt hann segði skilið við bókmenntirnar, heldur loddi við hann áfram í sjálfum lífsferli hans. Og kannski var það, þegar frá leið, meginástæðan fyrir áhuga nýrra og nýrra kynslóða á honum. Þessi órói í blóðinu (illa blóðinu?), þessar sveiflur í geðinu, uppreisnargirnin og nautnalífið, síðan þögnin um skáldskapinn og fyrri félaga, þrældómurinn og líklega flestar borgaralegar dyggðir, allt þetta og margt fleira hefur gert hann að merkilegu sálfræðilegu fyrirbæri sem er eins merkilegt og heillandi og frægustu persónur í Islendingasögum eða leikritum eftir Shakespeare. Og svo undarlegt sem það er, má finna ýmis sálfræðileg atriði tengd 312
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.