Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 81
Ráðherradagar Björns Jónssonat
þjóðarinnar er stofnað í voða, þá mótmælir fundurinn harðlega þessari stjórnar-
ráðstöfun.
2. Fundurinn lýsir megnri óánægju yfir samningum ráðherra við gufuskipafje-
lagið Thore og lítur svo á, að hann með þeim hafi brotið fjárlögin og auk þess
eigi uppfylt skilyrði þingsins að öllu leyti.
Af þessum ástæðum meðal annars lýsir fundurinn yfir fyllsta vantrausti á ráð-
herra Birni Jónssyni og skorar á hann að hlutast til um, að kvatt verði til auka-
þings þegar á næsta vori.
Mýramenn hjeldu fund sinn í Borgarnesi 31. janúar, eins og ákveðið
hafði verið. Sýslumaður Sigurður Þórðarson var fundarstjóri. Þar var sam-
þykkt svolátandi tillaga í bankamálinu með 67 atkv. gegn 27:
Fundurinn telur einveldi það, sem núverandi ráðherra hefir tekið sér yfir Lands-
bankanum með því að setja þangað á sitt einsdæmi 2 gæslustjóra, að gæslustjórum
alþingis lifandi og óforfölluðum á allar lundir, og þrátt fyrir skýlaus orð og
anda bankalaganna frá 9. júlí f. á. og þvert ofan í óraskaðan rjettarúrskurð, —
vera bersýnilegt lagabrot og stórhættulegt fyrirtæki fyrir þjóð vora.
Fundurinn vantreystir ráðherra til að fara lengur með stjórn landsins og krefst
þess, að kvatt verði til aukaþings þegar í stað, til þess að þinginu gefist færi á að
reka réttar síns og koma stjórninni í aðrar hendur.
Samþykkt var og tillaga í sambandsmálinu með 62 samhljóða atkv. Efi
leikur á, hvort tillaga þessi getur að svo vöxnu máli talist heppileg eða
hyggileg og hvort hún muni ekki, ef hún eða einhver slík tillaga kæmi
annars staðar fram, heldur draga úr fylgi sjálfstæðismanna og aptra þeim
frá að heimta aukaþing. Vafasamt er, hvaðan hún muni runnin, ef til vill
frá einhverjum heimastjórnarmanni í Reykjavík. Hún hljóðaði svo:
Fundurinn lætur í ljósi undrun sína og gremju yfir afdrifum sambandsmálsins
á alþingi 1909 og skorar á alla sanna sjálfstæðismenn í landinu að taka höndum
saman til að afmá skömmina og skaðann, sem flokkadráttur hefir þar enn á ný
bakað þjóð vorri.
[Á fundinum í Borgarnesi mætti cand. júr. Ari Jónsson af hálfu stjórnar-
innar. Á fundinum gat hann þess að vísu, að hann væri ekki sendur af
stjórninni, en fundarmenn lögðu lítt trúnað á það. Ari bað fundarmenn
að íhuga mál þetta með stillingu og hlaupa ekki í neinar gönur og tveir
stjórnarsinnar, er töluðu, tóku í sama strenginn og annar þeirra (síra Jó-
hann í Stafholti) gat þess að ef hann ætti sjer nú eina ósk, mundi hann
óska þess, að fundarmenn rjeði máli þessu til lykta með köldu blóði.
319